sunnudagur, 6. nóvember 2005

Gagnrýni: Saybia - These Are the Days




Danska hljómsveitin Saybia hefur vakið töluverða athygli og var valin besta hljómsveiin á Nordic Music Awards um daginn. Þeir spila frekar rólega tónlist og fara líklega í flokk með Radiohead og Coldplay og slíkum. Af þessari plötu að dæma eru þeir betri en báðar þessar sveitir og það þó nokkuð. Söngvarinn er ekki svona djöfulsins gaulari eins og Chris Martin og hefur mjög kröftuga rödd. Mjög góðar melódíur og góð lög og góður söngvari. Lögin eru hvert öðru betra en ef nefna á eitt lag sérstaklega væri það I Surrender, angurvært og hressandi (lesandi: "Ha, munnangurvært?" Nei, hálfviti, bara angurvært.) Best er platan eftir nokkrar hlustanir. Ég er ekki frá því að það sé erfiðara að gera góða rólega tónlist en góða fjöruga tónlist vegna þess að þessu rólega hættir svo oft til að ferða flatt (sbr. flatan bjór, hver vill drekka flatan bjór?) Hljómsveitin ku vera frábær á tónleikum og ég er ekki frá því að stefnan sé bara sett á tónleika í Danaveldi næsta sumar.

Niðurstaða: Platan er ekki fullkomin en kemst mjög nálægt því.

Einkunn: 9,7