föstudagur, 24. febrúar 2006

Skíta-Reykjavík

Reykjavík er glötuð borg. Það er glatað að koma heim til sín dauðþreyttur á föstudegi og geta ekki lagt sig fyrir brjáluðum byggingaframkvæmdum, og ekki bý ég í nýbyggingahverfi. Síðan er glatað að standa í tæpan klukkutíma í röð í Bónus og fokking andskotans fíflið fyrir aftan mann er alltaf að ýta körfunni á lappirnar á manni og mann langar helst að tryllast og ausa úr skálum reiði sinnar yfir það en hættir við til að missa ekki mannorðið.

Það var samt eitt jákvætt, ég var bara í tveimur tímum í skólanum í dag. Magnað.

Ég ætla að flytja út í sveit og byggja bjálkakofa og stunda sjálfsþurftarbúskap. Gegt.