föstudagur, 10. mars 2006

Fiðluballið

Fiðluball MR var haldið í gær í Iðnó. Þetta var langlanglangskemmtilegasta ball sem ég hef farið á. Stelpurnar glæsilegar í síðkjólum, piltar í smókingum eða kjólfötum. Ræll, vals, skottís, vínarkruss (sýrunafn) o.s.frv. Annars var þetta voða mikið það sama: "Inn að miðju út að vegg" Áfengi sást varla á nokkrum manni (með örfáum undantekningum, ekkert alvarlegt samt). Danskort með nr. 1-10. Nokkrir kennarar mættu og tóku sporin af mikilli list.

Þetta bætti upp fyrir síðustu árshátíðina í MR, sem var hundleiðinleg og ég var næstum sofnaður (þungt loft, þreyta, hiti, lélegur ballstaður, langt fram á nótt, lítil stemming o.s.frv.).

Gef þessu balli 9,5/10.

Íris tók nokkrar myndir sem finnast hér.

Reikna með að síðasta ballið, Jubilantaballið, verði enn meiri sveifla.