Leiðinleg helgi
Þessi helgi stefnir í að verða leiðinlegasta helgi ársins hingað til. Í gær var ég nær dauða en lífi eftir vikuna í skólanum og gerði nánast ekkert nema að taka aðeins til. Í dag hef ég þvegið þvott, tekið meira til og klárað að skrifa fyrirlestur um stofnanda ömurlegasta flokks Íslands. Ég hef varla farið út úr húsi. Ætlaði að vísu í bíó í kvöld að sjá meistara Cash en því var frestað. Skólinn ryksugar úr manni allt hugmyndaflug og sköpunargáfu.Á morgun er dagskráin svona:
Ryksuga.
Þvo.
Læra fyrir erfiðasta stærðfræðiprófið eftir áramót.
Meiri leiðindi sem ég man ekki í augnablikinu.
Það læðist að mér sá grunur að þessi færsla sé jafnleiðinleg og þessi helgi.
|