Geðdeildin
Íslenskukennarinn sagði í dag að í dag þætti ekkert tiltökumál ef fólk færi inn á geðdeild nú til dags, ekkert þætti sjálfsagðara, ólíkt því sem var í gamla daga þegar menn misstu mannorðið fyrir lífstíð ef þeir fóru inn á Klepp.Ég kannast reyndar ekki við að það sé orðið voðalega sjálfsagt að fara inn á geðdeild í dag. Ég hef ekki orðið var við það í mínu nánasta umhverfi og kannast ekki við frjálsleg samtöl svipuð þessu:
Maður1: "Hvar hefur þú verið síðustu daga?"
Maður2: "Ég skellti mér inn á geðdeild"
Maður1: "Nú, hva?..."
Maður2: "Jájá, ég bara skellti mér inn um daginn, var þar í tvær vikur í góðu yfirlæti, helvíti fínt bara"
Maður1: "Já, um að gera".
|