fimmtudagur, 30. mars 2006

Kvikindi

Kastljós í gær var rosalegt. Fjallað var um stríð MR og MH sem hefur farið fram undanfarna daga.

Lokaatriðið var með undarlegri atriðum sem ég hef séð, sjö ára drengur kom og söng lag Selmu Björns, All Out of Luck og dansaði við. Að horfa á þetta var mjög pínlegt. Strákgreyið kunni auðvitað ekki helminginn af textanum og röddin var mjög veik. ÞAð var engu líkara en umsjónarfólkið og foreldrarnir hefðu ákveðið að hafa barnið að fífli fyrir framan alþjóð. Þvílík kvikindi. Hann á sennilega eftir að skammast sín alveg niður í tær fyrir þetta þegar hann verður aðeins eldri. Hér er atriðrið "góða" (spólið inn að miðju):
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4270139/4

Ef þessi drengur verður einhvern tímann frægur verður þetta pottþétt dregið fram, honum til "gleði".