Peter Crouch-grínið II
Jæja, þetta klikkaði. Evrópumeistarar Liverpool duttu út gegn Benfica. Peter Crouch var hryllilega lélegur allan leikinn. Sá eina góða sendingu hjá honum, annað var glatað. Djimi Traoré var skelfilegur í vörninni. Cissé var ekki góður þegar hann fékk tækifærið. Meistaradeildar-Garcia gleymdist heima. En ekki er þeim einum um að kenna, það vantaði líka alla meistaraheppni. Simao Sabrosa, sem var næstum genginn til liðs við Liverpool, skoraði mikilvæga markið í fyrri hálfleik. Kaldhæðni þar á ferð.Annars er það einstakt hve miklir blöðruselir Gaupi og Logi Ólafs eru:
Þetta sögðu þeir mörgum sinnum undir lokin: "Sögulegur leikur". Það var nákvæmlega ekkert sögulegt við þennan leik. Það var ekkert merkilegt við hann. Eða ætla Gaupi og Logi að tala um í ókominni framtíð "Þegar Benfica sló út Evrópumeistara Liverpool um árið"? Svo sagði Gaupi líka: "Peter Crouch hefur varla sést í síðari hálfleik, en hann var góður í þeim fyrri". Gaupi hefur ekki horft á sama leik og aðrir.
Nóg af þusi.
|