Gagnrýni: Nokkur endurgerð lög
Ýmis vinsæl gömul lög hafa verið endurgerð nýlega. Misjafnt er hvernig tekst til.Hræðilegar endurgerðir:
1.A Perfect Circle - Imagine
Hef aldrei verið harður aðdáandi Bítlanna en þetta er ótrúlegt skemmdarverk á feykivinsælu lagi þeirra.
2. KoRn - Another Brick in the Wall
Lagið í flutningi Pink Floyd er ekkert uppáhalds hjá mér en þessi endurgerð sökkar.
3. Þórir - Hey Ya
Hlýtur að vera grín. Breytti einu vinsælasta partýlagi síðari ára frá Outkast og gerði að einhverri ládeyðu. Og með sínum skelfilega söng. Þessi gaur hefur fengið fína dóma í blöðunum þar sem sagt er að hann hafi "svo brothætta og fallega rödd". Slíkt kjaftæði er ekki boðlegt. Kannski var hann einu sinni með brothætta rödd en þá er hún brotnuð fyrir löngu. Aumingjalegt kattarmjálmið í þessum manni fær ekki hrós mitt.
Góðar endurgerðir:
1. White Stripes - Jolene
Ómar mikið í útvarpinu þessa dagana enda er þetta snilld. Meistaralegur flutningur. Ég hef ekki heyrt frumútgáfu Dolly Parton en finnst mjög ólíklegt að hún toppi þetta.
2. Marlyn Manson - Personal Jesus
Óbjóðurinn endurgerir frábært lag Depeche Mode. Þessi útgáfa Mansons toppar ekki frumútgáfuna en er engu að síður nokkuð vel gerð.
|