Þorskurinn Snati
Líffræðitímar leiðast oft í tómt rugl hjá okkur piltum sem sitjum aftast. Athyglin fer alveg og við förum að ræða alvarlegri hluti. Í dag vorum við m.a. að velta fyrir okkur undarlegum dýranöfnum, t.d. apa sem héti Snati. Eða fílinn Snati. Svo kom þorskurinn Snati sterkur inn.Maður nokkur blístrar og kallar: "Snati! Komdu karlinn!" og þá stekkur þorskur upp í fangið á honum. Hann klappar og klórar spriklandi þorskinum (klórar þorskskeggið líka) og segir "svona karlinn...". Síðan tekur hann upp prik og kastar því og segir "sækja!". Þá slengir þorskurinn sér úr fanginu á manninum og engist eftir jörðinni í átt að prikinu. Engist síðan til baka með prik í kjafti. "Góður strákur"
Svo datt okkur í hug að það væri töff að opna dýragarð með ýmsum tegundum og kalla öll dýrin Snati. Súrrealískar hugmyndir.
|