Nýtt! - Vacumpakkaður ís
Oft finnst fólki sem það sé að kaupa köttinn í sekknum þegar það kemur úr stórmarkaðnum með vanilluís undir handarkrikanum. Það þarf svo stóra dalla til að rýma ísinn og hann er að stórum hluta bara loft. En nú er fundin lausn á þessu; vacumpakkaður ís (ís í lofttæmdum umbúðum).Þú kaupir ísinn í handhægum litlum niðursuðudósum og hendir þeim í frystinn. Þegar íslöngunin kemur yfir er dósin tekin út og opnuð. Við opnun tútnar innihaldið hressilega út og þú getur hlaðið í þig bragðgóðum ísnum.
Gallar: Þegar innihaldið tútnar út flæðir ísinn yfir allt. En það er ekkert sem stór skál ræður ekki við.
|