Hélt nú ekki að útvarpsmarkaðurinn væri svo erfiður að þrjár stöðvar sem allar stíla að mestu leyti á sama markhóp gætu dáið í einu.
X-ið
Skonrokk
Radíó Reykjavík
Þetta með Stjörnuna kemur ekkert á óvart. Ég vissi ekki einu sinni að hún væri til.
En það má telja næsta víst að þetta varir ekki lengi. Einhverjir þeirra sem missa vinnuna við þetta hljóta að stofna sína eigin stöð sem spilar rokk. Eða þá að bensínmafían eða Björgólfsfeðgar eða einhverjir bisnisskarlar stofna nýja stöð og ráða slatta af gamla liðinu.
fimmtudagur, 13. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|