Gagnrýni: Sideways
Sá í gær margverðlaunamyndina Sideways sem fjallar um tvo kóna á fertugsaldri sem krúsa um vegina í BNA en koma víða við til að smakka vín. Hlutskipti þeirra er ólíkt, annar er að fara að gifta sig og er ferðin einhvers konar steggjaferð í tilefni að því. Hinn er nýskilinn við konu sína og allt í volæði. Hann er auk þess rithöfundur í tilvistarkreppu (ekki laust við að það minnti á Adaptation). Sá fyrrnefndi er David Hasselhoff týpa og markmið hans á ferðalagi þeirra félaga eru skýr, að leggja slatta af kvenfólki svona rétt áður en hann giftir sig. Hinn er ekki í slíkum erindagerðum. Samkipti þeirra félaga eru nokkuð kostuleg.Þetta er ljómandi góð mynd en þó fannst mér aðeins og mikið sýnt af vínsmökkun. Kannski er ég ekki nógu mikill heimsborgari til að skilja það.
Einkunn: 8,7
|