Trúður og baðvörður
Legsteinar margra látinna í Hólavallagarði eru merktir með starfsheitum. Sumir kjósa að láta starfsheitið fylgja. T.d. Bjarni Þorsteinsson kaupmaður og Ingólfur Hreggviðsson læknir. Að láta starfsheitið fylgja virkar á mig sem hálfgert gort, sem mér þykir óviðeigandi á legsteinum. Ég hef nefnilega aldrei séð: Gunnar Þórhallson trúður, Þorkell Ingimundarson baðvörður, Jónas G. Ottesen ruslakarl eða Þórkatla Þórarinsdóttir varavaravaravaravara-vatnsberi í ö-liði. Slíkt fólk er ekki líklegt til að flagga starfsheitum sínum.Höfum það hugfast að allir eru jafnir frammi fyrir Guði, hvort sem þeir eru kaupmenn eða baðverðir.
|