Afi sofa
Nú er ég kominn norður í land ættaróðalið Lón II í Kelduhverfi. Hér er hálf ættin stödd þessa Verslunarmannahelgi. Áðan fór ég upp í stofuna á efri hæðinni, þar sem ég hef svefnaðstöðu. Þegar ég opnaði dyrnar fékk ég létt aðsvif af skítafýlu. Þá var litli frændi búinn að skíta á sig og velta blómapotti. Afi hans og eftirlitsmaður við þetta tækifæri var sofnaður í sófanum. Stráksi tilkynnti mér: "Afi sofa!". Við það vaknaði afinn, fann skítafýluna, sýndi skjót viðbrögð og fór og skipti um bleyju á stráksa.Ég missti af Sigur Rós í Ásbyrgi. Þeir spiluðu nefnilega í gærkvöldi og við komum ekki hingað fyrr en rúmlega ellefu svo það datt upp fyrir.
|