Auðfengnir peningar
Titillinn hljómar eins og auglýsingatölvupóstur með gylliboðum. En slíkt er langt frá hinu sanna.
Allir þeir sem eiga bækur sem þeir þurfa að losna við úr menntaskóla ættu að fara rakleiðis í Skólavörubúðina. Ef hægt er að tala um eitthvað byltingarkennt á skiptibókamarkaðnum ætti að nefna þá búð. Þar getur fólk selt gömlu bækurnar og fengið peninga fyrir, þ.e. seðla beint í lúkuna en ekki einhverja djöfulsins inneignarnótu. Ég nýtti mér þessa þjónustu í dag. Losnaði við slatta af glötuðum bókum og kom út með fulla vasa fjár. Ekki á hverjum degi sem maður fer í búðir og kemur út ríkari en þegar maður fór inn. Þeir tóku meira að segja tvær bækur sem ég hafði ekki getað selt í fyrra og árið þar áður. Höfnuðu reyndar tveimur bókum sökum aldurs.
Niðurstaða: Gróði.
Næst: Umfjöllun um Mýrarboltamótið síðustu helgi.
|