Dorrit kaupi Liverpool
Meirihluti stjórnar Liverpool hlýtur að vera frekar vitgrannur því þeir hafa enn ekki rekið Houllier. Ég legg til að auðjöfurinn Dorrit Mousaieff ásamt Björgólfsfeðgum kaupi ráðandi hlut í Liverpool og komi með nýtt fjámagn og ferska vinda til félagsins svipað og Abramovich gerði hjá Chelsea. Guðjón Þórðar er eini íslendingurinn sem stjórnar hjá ensku knattspyrnuliði, en það er kúkalið í annarri deild. Það væri magnað ef Dorrit keypti úrvalsdeildarliðið Liverpool og ný stjórn tæki við, skipuð Ólafi Þórðarsyni, núverandi þjálfara ÍA, Ásgeiri Sigurvinssyni landsliðþjálfara og að sjálfsögðu kaupendunum. Það mætti prófa þetta.Martin O' Neill yrði síðan nýr knattspyrnustjóri liðsins.
|