fimmtudagur, 26. febrúar 2004

Eymd og volæði

Við töpuðum ræðukeppninni á móti 5.B í dag. Það var töluverður fúskarabragur á okkar liði en þó ekki jafn mikill og síðast. Undirbúningur fyrir keppnina hófst ekki fyrr en í gær vegna ýmissa anna, í skóla og öðru. Við ákváðum að stokka upp liðið þannig að núna var ég frummælandi. Jósep var liðsstjóri og Trausti var ræðumaður í staðinn. Ég á töluvert ólært varðandi flutning á ræðum. Ég virkaði held ég frekar fúll ræðumaður og grín var af skornum skammti í fyrri ræðunni. Þar voru þó að mínu mati ágætis rök en dómararnir gáfu lítið fyrir þau, utan einn. Dómararnir voru allir utanaðkomandi; Rúnar, Jón Bjarki og Ingvar Örn Ákason. Þess má einmitt geta að Ingvar Örn dæmdi okkur sigur. Einar átti ágætis spretti og seinni ræða Trausta var mjög góð. Frikki Steinn kom með fáránleg skot á Trausta í seinni ræðunni sinni og einblíndi á hann en Frikki var þó líklega næstbestur í þessari keppni. Rökin hjá 5.B voru alls ekkert sérstök en flutningurinn hjá þeim var klössum ofar en okkar. Seinni ræða Hrundar var aðallega um einhverja töfra í Disney-myndum og að þar væru töfralýtaaðgerðir (og nefndi sem dæmi Hringjarann frá Notre Dame), þvílíkt andskotans bull "töfralýtaaðgerðir". Þetta eru bara töfrar í ævintýrum. Frikki sagði mig hafa farið með rangt mál þegar ég sagði að 90% lýtaaðgerða væru óþarfar. Þá var ég búinn með mína seinni ræðu og átti ekki kost á að svara því, gallinn við að vera frummælandi. Það er alls ekki fjarri lagi að 90% séu óþarfar, því silikonaðgerðir eru alltaf óþarfar og þær eru án vafa 80-90% af lýtaaðgerðum í dag. 5.B kom líka með þau klisjurök að það væru ekki lýtaaðgerðirnar sem væru slæmar heldur mennirnir og að mennirnir misbeittu þeim stundum. Þau rök hefði mátt skjóta auðveldlega niður en við gerðum það ekki. Við vorum með allt of lítið af svörum í okkar ræðum og Einar gleymdi að lesa svarakaflann í fyrri ræðunni sinni sem þýddi 0 fyrir svör þar. Við fengum 30 refsistig, 5.B fimm. Í seinni ræðunni minni var ég betri en í fyrri en hún var að mestum hluta samin í hléi.

Við gerðum slatta af dýrkeyptum mistökum og 5.B vann verðskuldað. Axel Kaaber var ræðumaður dagsins verðskuldað.

Það er góð reynsla að keppa í ræðukeppnum og mæli ég með því. Nú hef ég lært af reynslu og mistökin verða örugglega færri í næstu keppni minni, hvenær sem það verður. Dómari dagsins er Ingvar Örn og má þess til gamans geta að hann gaf mér og bæði Trausta og Einari að mig minnir, 10 í geðþóttastuðul í seinni umferð sem er magnað.

Þetta var töluvert skárra hjá okkur núna en gegn 4.Z.

Hefði dómaratríóið verið skipað 3 Ingvörum hefðum við unnið. Gaman að leika sér svona með tölfræðina.
-----
Sólbjartskeppni 5.A og 3.I í gær var ágæt. Mér fannst Hilmir skara fram úr í keppninni og var hann dæmdur ræðumaður dagsins verðskuldað. Keppnin var ágæt. Gunni, eða Crusty eins og hann er oft kallaður var ágætur en hefur þó átt betri daga. Haraldur Hreinsson var liðsstjóri hjá 5.A en hann hefði átt að vera ræðumaður og fyndist mér ekki vitlaust að Haraldi yrði leyft að spreyta sig í Morfísliði skólans. Hann er fagmaður. Ýmsir töldu að 5.A ætti öruggan sigur vísan eftir keppnina en 3.I vann. 5.A var með fleiri refsistig. Ég hefði dæmt 5.A nauman sigur.

Já, þetta var langt blogg.