Gefur lífinu lit
Í dag er ekki mjög skemmtilegur dagur. Það er rigning, rok og slabb og ég er með hálsbólgu og hausverk. Á leiðinni heim frá skólanum mætti ég engum öðrum en Kastró verkstjóra af bækistöðinni. Hann var þá að skella sér í 111 frá Lækjartorgi eins og ég og hélt á 10-11 poka. Svo komu fleiri farþegar í strætóinn, einn þeldökkur maður með bláa húfu, síðan austurlensk kona í litríkum kuldagalla. Svo var einn kani og Hnikarsson. Ekki á hverjum degi sem allt þetta fólk er í strætó í einu. Á Lækjartorgi var rámi gamli róninn sem þambar kaffi og er með hárið út í loftið og einnig rámi gamli flöskusafnararóninn. Að sjá alla þessa mannlífsflóru gladdi hjartað, enda var það einmitt það sem þurfti á þessum miður góða degi. Smáatriðin sem gefa lífinu lit, krakkar.Í líffræði í dag minntist Trausti á afar áhugaverðan punkt varðandi dýr. Dýr hafa ekkert siðferði. Það er oft að koma fyrir að hundum er nauðgað af öðrum hundum en þeir hafa enga bráðamóttöku fyrir fórnarlömb eins og mannfólkið og öllum virðist vera sama. Fórnarlömbin verða bara að sætta sig við það. Kannski er mikill peningur í því að opna neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana úr dýraríkinu. Það ætti a.m.k. að virka í Bandaríkjunum því þar er fólk oft að dressa gæludýrin sín upp og láta þau keppa í heimskulegum leikjum og fara með þau eins og þau séu menn, sem þau eru einmitt ekki.
|