mánudagur, 8. mars 2004

American Splendor og Jalla! Jalla!

Fór á American Splendor um helgina. Það er afar góð mynd. Hún fjallar um Harvey Pekar, mann sem lifir ömurlegu lífi og fer að semja myndasögur um það. Myndin er skemmtilega gerð og myndasögurömmum er blandað inn á víð og dreif um myndina. Ég hló mikið þegar ég las í Tímariti Morgunblaðsins daginn eftir að myndin fjallar um raunverulegan mann.
Einkunn: 10

Horfði síðan á Jalla! Jalla! á RÚV í gærkvöldi. Það er líka stórkostleg mynd sem fjallar um trúarbragðaárekstra og kynþáttafordóma og slíkt. Þessar Evrópsku myndir hafa oft eitthvað sem vantar í Bandarískar. Skikka á karl og konu (sem flust hafa til Svíþjóðar frá Líbanon ásamt fjölskyldum) sem þekkjast ekki neitt til að giftast vegna þess að foreldrar þeirra vilja það. Mjög fyndin mynd en einnig koma alvarlegri atriði. Skemmtilegast var feiti Líbanski karlinn með yfirvaraskeggið sem "bumbuskallaði" hina og þessa. Virkilega töff karl.
Einkunn: 10

Já, þetta voru tvær rosalegar myndir, hvor á sinn hátt.