Tvíhöfði - framhjáhald
Ég hef heyrt sumt fólk halda því fram að Tvíhöfði sé útbrunninn. Það er rangt. Ég hlustaði á brot úr þættinum í morgun, Sigurjón sagði að það væri klisja að segja að "framhjáhald væri miklu algengara en okkur grunaði" og að hann hefði alls ekki orðið var við að það ætti við rök að styðjast. Jón Gnarr komst á flug við að heyra þetta og kom með sögur úr leigubílabransanum, þegar hann var að keyra. Hann sagði frá karli og konu sem höfðu verið úti á lífinu og síðan haldið í legubíl heim til konunnar. Konan mun hafa sagt við manninn, þegar þau komu að heimili hennar "já, jæja, hérna búum við hjónin" Þá hafði hún óvart gleymt að minnast á það við hann að hún væri gift en "reddaði sér" fyrir horn með því að tilkynna það þarna seint og um síðir. Það fylgdi ekki sögunni hvort maðurinn hafði farið með henni inn eður ei.Síðan sagði Jón að hann hefði líka séð þetta á árshátíðum, þegar fólk væri með víni þá yxi kynlöngunin mikið og margar konur yrðu lausgirtar og slíkt. Hann nefndi sem dæmi árshátíð þar sem kona hafði farið með manni inn í einhverja kompu og svo allt í einu bara misst niður um sig brækurnar og eitt hefði leitt af öðru eftir það og hún hafði bara alveg gleymt því að hún átti mann og börn heima, svona blindfull. Ég veit ekki hvort þetta hafa verið alveg sannar sögur en eitt er víst að það er alltaf skemmtilegt að heyra góðar sögur frá Jóni Gnarr. Niðurstaðan úr spjalli þeirra kumpána var að kynlöngun yxi mikið með áfengisdrykkju en kyngeta minnkaði að sama skapi til muna. Það er kannski bara leið náttúrunnar til að gera framhjáhald erfiðara. Ekkert nema gott um það að segja.
|