Kosningar á morgun
Skólakosningarnar eru á morgun. Það er óvenjuerfitt að ákveða núna hverja skal kjósa í helstu embætti. Í fyrra var það auðveldara. Þetta er samt aðeins farið að skýrast hjá mér. Það sem upp á vantar verður bara ákveðið á kjörstað.Ég er einmitt sjálfur í framboði annað árið í röð. Ég vona að ég verði ekki tekinn sem einhver "Ástþór Magnússon"-týpa sem alltaf býður sig fram en er aldrei kosinn. Ég veit ekki hvers vegna Ástþór þarf endilega að sóa milljónum af skattfé almennings með því að fara út í vonlaust framboð. Svo lét hann eins og hann ætti möguleika í Kastljósi um daginn. Hann veit vel sjálfur að hann á ekki minnsta möguleika, flestir líta á hann sem einhvern tómatsósujólasveinsvitleysing.
Snorri Ásmundsson ætti líka að draga sitt framboð til baka. Framboðsgrín hans var fyndið í borgarstjórnarkosningum en hann ætti ekki að fíflast í forsetaframboð þegar hann veit eins og Ástþór að þeir eiga engan séns í Ólaf og eru bara að sóa peningum almennings.
|