Í annað sinn er ég að gefast upp á að lesa bókina Hichikers Guide To The Galaxy. Það er óþolandi að við séum látin lesa þetta helvíti í skólanum. Ég hef aldrei fílað svona geimbull eins og þetta. Star Trek og það allt er líka e-ð sem ég forðast eins og heitan eldinn. Þetta er bara andskotans bull og ekkert annað. Ömurlegar bókmenntir. Prostentic Vogon Jeltz má rotna í helvíti.
Öðru máli gegnir um Animal Farm sem við lásum í ensku fyrir jól. Það er mjög fín bók. Skemmtilegar líkingar með dýrin og ádeila á Sovétríkin. Hvernig svínin taka völdin að lokum og allt það. Mjög athyglisverð bók. En geimþvæla hefur alltaf farið óendanlega mikið í taugarnar á mér. Ég ætla rétt að vona að Hitchikkerinn komi ekki á vorprófi.
Svo eru Egils saga og Laxdæla og slíkar bækur ekki að vekja lukku en öðru máli gegnir um Snorra-Eddu. Hún er skemmtileg.
sunnudagur, 28. mars 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|