laugardagur, 20. mars 2004

Í leynilegri sendiför í óþekktu sólkerfi

Það munar mjög mklu þegar birtan er svona lengi á daginn eins og hún er núna. Ég held að það væri óvitlaust af íslendingum að liggja í vetrardvala í janúar og desember og vaka þá í staðinn allan júní og júlí. Það væri betri nýting á birtunni. Ég kem miklu meira í verk þegar það bjart svona lengi og hressir þetta mann óneitanlega heilmikið.

Í gær þegar ég kom heim var ég allt í einu í reiknistuði og fór að reikna stærðfræðidæmi. Þetta gerist ekki nema á fjögurra ára fresti að maður sé í lærdómsstuði á föstudegi. Það að læra heimanám á föstudegi eru tíðindi. Oftast er seinni parturinn á sunnudögum nýttur í námið.

Kvikmyndaspurningin:
Úr hvaða mynd er þessi setning: "Í leynilegri sendiför í óþekktu sólkerfi"?