föstudagur, 26. mars 2004

Kosningarnar

Ég held að það borgi sig bara að vera svartsýnn á eigin útkomu því þá verða engin vonbrigði. Ég spái Gunna, Darra og Bó kjöri í sæti meðstjórnanda. Ég kaus reyndar engan þeirra en hefði væntanlega kosið Gunna og Bó, hugsanlega Darra, ef ég hefði ekki verið í framboði sjálfur.

Svo spái ég nú Stendóri í forseta en þar er samt erfitt að spá. Lovísa gaf spilastokka niðri í Cösu í gær merkta X-Lovísa. Ég trúi ekki að það hafi verið ókeypis. Svo dreifði hún sleikjóum á, held ég, alla nemendur skólans. Það gæti reyndar skilað henni sæg af atkvæðum og sigri í kosningunum en það er erfitt að segja. Skrýtið þegar kosningarbarátta í menntaskóla er að verða jafnstór og hjá stjórnmálaflokkum. Það hlýtur að fara að koma að því að frambjóðendur í skólakosningum þurfi að birta bókhald yfir kosningabaráttuna, slík séu útgjöldin.
Mér finnst samt alveg glatað að það sé hægt að kaupa atkvæði með nammi og öðrum hlutum. Ég gaf nammi sjálfur í ár en ekki í fyrra. Það virðast því miður margir láta glepjast af því, í stað þess að hugsa um hvað frambjóðendur hafa til brunns að bera. "Þetta unga fólk í dag" eins og gamlingjarnir segja.