Lætur ekki taka sig í rassgatið
Fórum í Hallann fyrir prófið í dag. Inn kom maður sem leit ekki út fyrir að vera fastakúnni og sagði: "Þetta hlýtur að vera góð sjoppa, það eru svo margir hérna". Einhver svaraði "Jájá, besta sjoppan í bænum".Maðurinn: "Ég ætla þá að fá eina Egils orku"
Gummi P: "Það eru 200 kr."
Maðurinn: "200 KRÓNUR? Ég læt ykkur ekki taka mig svona í rassgatið"
Svo fór hann. Það skemmtilega er að á spjaldi á afgreiðsluborðinu var mynd af Egils orku og fyrir neðan stóð verðið góða, 200, eins og þetta væri tilboð.
Ég hef alltaf gaman að svona tilboðum sem eru ekki tilboð. Hátt verð auglýst stórum stöfum með merkingunni TILBOÐ eða GOTT VERÐ. Sumir falla fyrir brellunni, aðrir ekki.
|