þriðjudagur, 31. maí 2005

Stúdentsveisla

Hvað heldur þú? Það var stúdentsveisla hjá Ásgeiri á sunnudag klukkan fimm. Þar fylltu kræsingar hólf og gólf. Hvaðan voru kræsingarnar? Jú, frá Jóa Fel. Frábærar snittur og svo var auðvitað frábær aðalkaka. Kampavín flæddi um ganga og sali og ekkert var skorið við nögl. Karlar mættu í jakkafötum og konur í drögtum þarna í mekka rauðvínsbeltisins í Vesturbæ. Umfram allt fágað.

Ég og Henrik mættum með pakka með góssi héðan og þaðan. Í pakkanum var:
  • Vatnsheldur plástur með dýramyndum.
  • Álbakki með mynd af spánskri jómfrú.
  • Stytta úr gröf Faraós.
  • Úrkomumælir.
  • Kaffikanna með áföstum nashyrningshaus.
  • Stór glær sólgleraugu með vörn gegn útfjólubláum geislum sólar.
  • Nýir íslenskir Flúðasveppir sem voru ræktaðir af natni og alúð við kjörhitastig.

Þessu var síðan klastrað inn í gjafapappír eftir kúnstarinnar reglum eða slíku. Hér eru myndir af herlegheitunum (m.a. af stúdentsbarninu með sveppina góðu).