sunnudagur, 22. maí 2005

Vinsælt drasl

Þoli ekki þegar hlutir sem mér þykja ömurlegir eru rosalega vinsælir. Af hverju í andskotanum er t.d. lagið Nasty boy með Trabant svona vinsælt? Það er viðbjóðslegt. Harry Potter. Hvaða andskotans fár er þetta alla tíð í kringum hann? Ég gafst upp á að lesa fyrstu bókina og finnst ekkert athugavert við það. Bráðavaktin. Rosa gaman að horfa á lækna hlaupa með veikt fólk og gefa því síðan stífkrampasprautur og segja því að það sé með bullandi berkla og Parkinson. Law and Order. Lögfræðidrama? Bandaríkjamenn eru hrikalega uppteknir af lögfræði. Heilu sjónvarpsþáttaraðirnar og bíómyndirnar snúast um æðislega lögfræðinga sem fara inn í réttarsalinn, segja eitthvað töff og vinna alla á sitt band. Vinna rosalega sigra og allir fagna sem óðir væru. Glatað. Af hverju er ekkert verkfræðidrama, sjómannadrama eða bakaradrama?

En nóg af lélegu. Það er líka sumt gott í gangi. Ég er t.d. farinn að góna alltaf á þættina Lost sem fjalla um fólk á eyðieyju og Hagnaðurinn hefur mælt með á síðu sinni. Ha, Survivor? Nei, þetta er margfalt betra en úr Survivor ruglið. Ekki raunveruleikaþættir, það gerir gæfumuninn. Svo eru nokkur lög að gera góða hluti:
Green Day - Holiday
Weezer - Beverly Hills
Queens of The Stone Age - Burn the Witch
Huun Huur Tu - Öske Cherde (hægt að sækja
hér)
Gorillaz - Feel Good Inc.