Ungfrú Ísland, Eurovision o.fl.
Ég sá lokin á keppninni Ungfrú Ísland í sjónvarpinu. Unnur Birna, dóttir Unnar Steinsson vann allt sem var hægt að vinna. Margir virðast vera sammála ákvörðun dómenfndar. Ég ætla að segja það hreint út að ég er ekki par hrifinn af úrslitunum. Unnur þessi er vissulega yfir meðallagi en hún átti alls ekki að vinna, mér finnst hún of sauðsleg. Fegurðarsamkeppnir eru náttúrulega frekar sauðslegar svona almennt þannig að það átti ágætlega við. T.d. vil ég nefna Heiði Hallfreðsdóttur sem komst í fimm manna hópinn og er myndarlegri en Unnur. Og hún var ekki sú eina. Heiður var með mér í bekk í gamla daga. Gaman að því. Það var eins og búið væri að ákveða fyrir fram að Unnur ætti að vinna. Öll umfjöllun benti til þess.En já, Eurovison, rosa léleg lög alltaf. Þetta var reyndar skásta lagið sem vann held ég. Svo var náttúrulega helvíti sæt stelpan sem söng eins og Ruslana sem vann í fyrra. Það var reyndar mikið af myndarlegum stelpum þarna í Eurovision. Líka ungverska og slíkt og jafnvel ísraleska. En sú tyrkneska var eins og norn. Gísli var leiðinlegur kynnir. Ekkert nytt undir sólinni. Gísli segir reyndar í viðtali við tímarit Morgunblaðsins núna að honum þyki hundleiðinlegt að sjá sig í Sjónvarpinu. Ekki er hann einn um það.
|