Bakþankar Jóns Gnarr
Álit mitt á Jóni Gnarr hefur farið minnkandi vegna sífelldra kristilegra skrifa hans á Bakþönkum Fréttablaðsins. Það er sjaldgæft að hann komist í gegnum heila bakþanka án þess að blanda Guði eða Biblíunni inn í. Skemmtileg kenning Önundar Páls Ragnarssonar á Djöflaeyjunni um að þetta sé bara stórt grín hjá Jóni svipað og Andy Kaufman var þekktur fyrir. Ef svo er finnst mér það slappasta grín Jóns hingað til. Bakþankana mætti jafnvel túlka sem grín að trúðastöðinni Omega og auðvitað grín að ömurlegum bakþankaskrifum flestra hinna bakþankaskrifaranna. Kannski eru flestir bakþankaskrifarar að gera grín að lélegu. Það má víkka þessa kenningu út í það óendanlega.Einu sinni horfði ég á heilan þátt af Fólk með Sirrý og hvarflaði þá að mér að það væri grínþáttur. Sirrý væri bara að gera grín að svona lélegu sjónvarpsefni og þá hló ég að henni. Þetta er orðið algengt að gera grín að lélegu með lélegu sbr. The Office. Þeim sem finnst ég skrifa lélega texta ættu að ímynda sér þá sem grín að lélegum skrifum sem finna má í blöðum og bókum og á neti. Allt eitt stórt grín.
|