Rúgbrauð og Þjóðverjar
Þjóðverjarnir reka matvöruverslanir hér í Danmörku sem heita Aldi. Það eru langódýrustu búðirnar í landinu. Rúgbrauð á 30 kr. Þetta kaupir maður bara af því að það er næstum gefið. Ég kann mjög vel að meta stefnu Þjóðverjanna að hundsa stórfyrirtækin Coca Cola og Kellogs. Í staðinn get ég keypt River Cola, beint úr ánni og Golden Rice kornflex beint af akrinum þegar ég fer í Aldi. Með þessari stefnu er unnt að halda verðinu niðri í rassgati.Sumir Danir eru víst haldnir slíkri andúð á andskotans Þjóðverjunum að þeir versla ekki við Aldi. Mikil heimska að mínu mati. Þeir Þjóðverjar sem hafa orðið á vegi mínum í gegnum tíðina hafa reyndar ekki verið frábærir. En það eru örugglega til ágætir Þjóðverjar ef vel er að gáð. Jurgen Klinsmann var t.d. góður í fótbolta á árum áður.
|