miðvikudagur, 16. mars 2005

Þessi prentkvóti sem okkur er skaffaður í skólanum er bjánalegur. Nú hef ég t.d. ekki prentað mikið í skólanum og á 3.510 kr. eftir af prentkvóta, sem samsvarar 351 prentuðu blaði. Ef ég nýti þetta ekki fæ ég ekki afganginn greiddan í peningum né heldur færist hann yfir á næsta skólaár, hann fyrnist. Kerfið býður upp á rugl og þá verður rugl. Á þeim mánuði sem eftir er af skólunum mun ég klára helvítis kvótann og prenta bara eitthvað, t.d. get ég prentað fullt af ræðum af althingi.is og búið síðan til skutlur og pappírsbáta og pappírshatta úr blöðunum prentuðu.