fimmtudagur, 17. mars 2005

Nágrannafýla

Sem ég sat hér í makindum mínum gaus upp Nágrannafýla og fyllti vit mín svo ég fylltist viðbjóði. Helvítis fjölbýlishús. Mér tókst að koma honum í skilning um að ærandi 80's tónlist væri ekki vinsæl eftir miðnætti í miðri viku en þetta er verra með skítafýluna. Ætti ég að kalla á meindýraeyði?

Um daginn kom kaffi í poka í pósti og með fylgdi spjald sem á stóð Bjóddu nágranna þínum í kaffi og spjall. Það kemur ekki til greina. Miðað við það sem ég hef heyrt þykir 90% fólks nágrannar sínir vera hálfvitar. Man að vísu eftir undantekningu sem sannar regluna en það var í friðsælli götu í Kópavogi. Þar voru allir við götuna vinir og heilsuðust og spjölluðu kumpánlega og vissu jafnvel um ferðir hvers annars. Hélt að það væri bara í væmnum bíómyndum.

Það væri mitt síðasta verk að bjóða nágrannanum í kaffi. En glaður héldi ég í stríð við hann með eldhúsáhöld og garðverkfæri að vopni (réttu vopnin til að ráðast á nágranna).

Nýja lagið með Queens Of the Stone Age, Little Sister er konfekt.