laugardagur, 1. mars 2008

Gleðibankinn

Vaknaði í morgun með lagið Gleðibankann á heilanum mér til mikillar furðu. Reyndar hálfvaknaði ég og fannst jafnvel eins og ICY-söngflokkurinn væri inni hjá mér allur með tölu að syngja lagið á fullu blasti. Ég bjó mig undir að hreyta einhverjum skammaryrðum í þau og henda þeim út og spyrja þau "Vitiði hvað klukkan er!?!" og eitthvað álíka gáfulegt.

Svo vaknaði ég almennilega, sneri mér við og leit upp til þess að fullvissa mig um að þetta lið væri ekki í herberginu. Þau voru hvergi sjáanleg svo að ég gat farið aftur að sofa og geymt skammarpistilinn til betri tíma.