föstudagur, 29. febrúar 2008

Hlaupár

Ég veit ekki hvort ég nenni ad blogga lengur. Kannski blogga ég hédan í frá bara 29.febrúar.

miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Fletcher? Kuyt?

Í gær vann Liverpool Inter Milan 2-0 á Anfield í Meistaradeild. Inter Milan sótti ekkert í leiknum fyrir utan aðeins pressu í tvær mínútur eða svo í seinni hálfleik. Dirk Kuyt af öllum mönnum skoraði fyrra mark Liverpool, fínt mark. Í síðustu færslu lýsti ég einmitt frati á þann mann.

Svipað var uppi á teningnum um helgina þegar Man. U. keppti við Arsenal í Ensku bikarkeppninni og jarðaði þá. Þá sá ég byrjunarliðin fyrir leik, Rooney einn frammi og Fletcher í liðinu sem mér fannst benda til að Ferguson legði litla áherslu á sigur. Síðast þegar ég sá Fletcher spila svo ég muni var hann algjör grínari. En nei, nei, maðurinn skoraði tvö mörk og var einn bestu manna í leiknum sem United burstaði 4-0.

Reyndar er furðualgengt að íþróttaspekingar, t.d. þeir sem lýsa leikjum, séu úti á þekju. Því ótrúlega oft virðist gerast nákvæmlega það sem þeir töldu útilokað og það lið skorar sem þeir töldu að gæti aldrei skorað o.s.frv. Það er frekar fyndið þegar þeir láta fúkyrðin fossa út um einhvern leikmann og hann skorar síðan glæsilegt sigurmark og þaggar allrækilega niður í þeim.

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Dagar Benitez taldir hjá Liverpool

Í dag er Liverpool, sigursælasta lið Englands frá upphafi, orðið aðhlátursefni um heim allan. Knattspyrnustjórinn Rafael Benitez tekur ótrúlega handahófskenndar ákvarðanir við byrjunarliðsval hvað eftir annað og það sama má segja um innáskiptingar. Menn nenna varla að vera að standa sig vel í leikjum þegar þeir vita ekkert hvort það þýði fleiri byrjunarliðsleiki í kjölfarið. Dirk Kuyt og John Arne Riise hafa t.d. verið eins og beljur á svelli svo til allt tímabilið, en það hindrar ekki að þeir fái hvern leikinn á fætur öðrum í byrjunarliðinu og geta leyft sér að vera drulluslakir hvað eftir annað.

Benitez er að verða eins og villti Villi borgarfulltrúi. Gerir síendurtekin "klaufaleg mistök" en einn og einn reynir samt ennþá að verja þá. "Benitez vann nú Meistaradeildina með liðið 2005!" segja menn til marks um ágæti hans sem þjálfara. Vissulega mjög mikið afrek með þá leikmenn sem hann hafði þá. En málið er að það er ekki hægt að lifa endalaust á fornri frægð. Það þýðir ekkert að ætla að vinna Meistaradeild 2005 og skemma síðan liðið.

laugardagur, 16. febrúar 2008

Rafmagnsbannið

  • Í gær var vísindaferð á stærsta skemmtistað í heimi, allt vitlaust auðvitað.
  • Lentum síðan allt í einu inni í samkvæmi Frjálslynda flokksins á Kaffi Reykjavík eftir slappa stemmingu á Glaumbar. Veit ekki hver átti hugmyndina að því en þangað fórum við. Jóhannes eftirherma fór mikinn.
  • Galandi stemming var á Kaffi Cultura, minni á Vegamótum.
  • Rafmagnslaust var í miðbænum í klukkutíma í nótt. Að sitja inni á bar í rafmagnsleysi er mjög spes. Engin tónlist og bara tekið við reiðufé á barnum.

Ég held að það gæti verið áhugavert að prófa næst að setja rafmagnsbann, nú þegar reykingabannið hefur verið við lýði síðan í sumar. Fleiri bönn sem mætti prófa á skemmtistöðum:
  • Áfengisbann.
  • Stólabann.
  • Borðabann.
  • Fólksbann.
Svo gæti nefnd skilað áliti um árangur af hverju banni.

fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Sóðalegur verðmunur

Var að fá skólabók sem var pöntuð af Amazon.com. Þetta er nýtt eintak og kostar með öllum gjöldum rétt tæpum 3000 kr. minna en í Bóksölu stúdenta. Fyrir tveimur vikum fékk ég aðra bók senda, frá Amazon í Bretlandi, og þar var munurinn rúmur þúsund kall á nýju eintaki, miðað við verð Bóksölu stúdenta.

Niðurstaða: Að kaupa erlendar bækur í Bóksölu stúdenta er eins og að pissa í skóinn sinn.

mánudagur, 11. febrúar 2008

Ekki fréttir

Boðað var til blaðamannafundar í dag. Þar tilkynnti Vilhjálmur fyrrverandi og hugsanlega verðandi borgarstjóri að hann segði ekki af sér. Hvað á skrípaleikurinn að ganga langt? Hvað ætlar maðurinn að draga flokkinn langt niður í svaðið með sér?

föstudagur, 8. febrúar 2008

Kosningar

Kosningum til stúdentaráds er lokid. Mitt atkvaedi dugdi ekki til ad fella meirihlutann. Thá er spurning hvort einhver úr borgarstjórn Reykjavikur getur ekki maett til ad fella slikan meirihluta stúdentaráds, med einhvers konar eitrudu politisku trixi eins og tidkast á theim baenum.

Ég var buinn ad ákveda ad kjósa Obama sem forseta Bandaríkjanna. Ég hafdi svosum ekki hugmynd um fyrir hvad hann stód, en hann er alltaf í fréttum og svona, virdist vera ágaetis gaur. Sídan tók ég netpróf sem maeldi mig med hvorki meira né minna en 65% studning vid Hillary Clinton, en ekki nema 53% vid Obama. En thetta skiptir ekki ollu, adalatridid er ad repúblíkani komist ekki í stólinn. Hef enga trú á thessum John McCain eftir ad hafa kikt á hans áherslur. Hann yrdi án efa bara beint framhald af Bush, hinum alraemda.
----
Ég er ekki í útlondum, heldur ad blogga ur eigin tolvu, minni fyrstu. Hun er gaedd theim skemmtilega fitus ad vanta séríslenska stafi, sem gefur textanum framandi blae.

mánudagur, 4. febrúar 2008

Super Bowl

Í gær var bein útsending frá úrslitum í Bandaríska fótboltanum. Til þess að vera maður með mönnum stillti ég inn rétt fyrir leik og beið iðandi eftir þessum heimsviðburði. New York Giants og New England Patriots mættust. Spekingarnir voru mættir inn í stúdíó og ræddu málin með kaffi og kleinur undir dynjandi rappmúsík. Giants voru "underdogs" að sögn spekinganna, svo ég ákvað að halda með þeim.

Leikar hófust, gríðarleg spenna, svo var allt stopp eftir nokkrar sekúndur. Auglýsingahlé voru gerð hvað eftir annað og spekingarnir gripu inn í þess á milli inni í stúdíó. Leikurinn virtist aldrei vera í gangi nema svona eina mínutu í senn, svo var stoppað. Hvers konar sjónvarpsefni er þetta?

Leikmenn virtust sumir vera feitir, sem sjaldgæft er að sjá i keppnisíþróttum. Síðan voru þeir margir málaðir í framan með stríðsmálningu, sem var nokkuð kjánalegt. Ég gafst upp á að horfa þegar annar leikfjórðungur var nýhafinn, engu nær um það fyrir hvað þessi viðburður er svona vinsæll.