Versta hugsanleg niðurstaða
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ákveðið að mynda nýjan borgarmeirihluta Reykjavíkur. Það er að mínu mati versta mögulega niðurstaða sem var í spilunum. Hvað eru sjálfstæðismenn að pæla? (Það þarf ekkert að spyrja hvað Framsóknarmenn eru að pæla, þeir vilja bara vera í meirihluta og stjórna sama hversu óvinsælir þeir eru)Frjálslyndir með D hefði sennilega sloppið en ekki þetta. Ekki Björn Inga Hrafnsson og hans gegnsýrðu yfirborðsmennsku til að stjórna Reykjavík næstu fjögur ár. Mun hann knýja fram vatnsrennibrautargarð? Mun hann knýja fram flugvöll úti á Ballarhafi? Mun hann ráðast á Öskjuhlíð og bora á hana gat? Mun hann gera hitt og þetta undir formerkjum "ÞJÓÐARSÁTTAR!" sem hann í rauninni ákveður sjálfur? Síðast en ekki síst:
Mun hann framkvæma allan fjandann af því að það er búið að tala nógu mikið? (Og þá er átt við að framkvæma bara eitthvað, ekkert endilega að nokkurt vit sé í því). Ef hann stendur við orð sín mun hann gera allt þetta meira til.
Reyndar er ólíklegt að honum takist að ná fram öllum þessum óskunda, en sennilega verður eitthvað framkvæmt af stóru orðunum. Kannski er þetta ekki alveg jafnslæmt og þegar Bush var kosinn, en nálægt.
Vonandi slitnar upp úr samstarfinu sem fyrst.