miðvikudagur, 31. mars 2004

Geislaspilarinn er í hvíld. Nú er plötuspilari heimilisins látinn snúast hring eftir hring. Ég er núna að hlusta á plötu með 20 bestu lögum Creedence Clearwater Revival. Hún er alveg glimrandi.

Spaugstofan síðast var töluvert yfir meðallagi. Gaman að prestunum sem spiluðu ofbeldisleikinn Passion of The Christ sem var byggður á samnefndri mynd. Síðan sagði einn presturinn eftir að hafa spilað leikinn: "ég hef bara ekki skemmt mér svona vel síðan ég lamdi fermingardrenginn hérna um árið". Það var einmitt skot á séra Valgeir í Seljakirkju sem var í fréttum um daginn fyrir að tuska fermingardreng, sem var óþægur að hans mati, til. Hann var síðan kærður af föður fermingardrengsins og verður drengurinn víst ekki fermdur af séra Valgeiri. Séra Valgeir fermdi mig einmitt, reyndar sem Guðmund Frímann en ekki Guðmund Friðrik við lítinn fögnuð viðstaddra ættingja. Um daginn var síðan annar prestur í fréttum en það var barnaklámsprestur. Það er alveg merkilegt þegar þessir menn sem eiga að heita æðstu þjónar guðs verða uppvísir að svona löguðu. Skuggalegt líka þegar svona er farið að gerast hér á Íslandi, sem hefur bara þekkst erlendis hingað til.

ÞESSARI FÆRSLU HEFUR VERÍÐ EYTT. HÚN VAR ÖMURLEG.

þriðjudagur, 30. mars 2004You're Mexico!

While some people think you're poor and maybe a little corrupt, you
know where it's at, enjoying good food and nice beaches.  You like to take things a
little slower than those around you, and you really wish the air were cleaner, but sometimes
compromises must be made.  For some reason, Chevrolet keeps trying to sell you Novas
as well, even though they don't really go.

Take
the Country Quiz at the href="http://bluepyramid.org">Blue Pyramid

Í dag mætti einhver gaur í skólann með silfurlitað hár.

mánudagur, 29. mars 2004

Heimsmál


Leti! Lygar! Svik! Frekja! Hroki! Níska! Reiði! Væl!
Hatur! Ótti! Höfnun! Sorg! Græðgi! Öfundsýki! Sjálfselska!
Fátækt! Sjálfsvorkunn! Ímyndunarveiki! Grimmd!
Fordómar! Mannvonska! Njósnir! Eignaspjöll! Þjófnaðir!
Einelti! Ofbeldi! Kvalir! Þunglyndi! Sýkingar! Eiturlyf! Slys!
Sársauki! Sjúkdómar! Fíkn! Geðsýki! Óeirðir! Nauðganir!
Sifjaspell! Vansköpun! Barnaníðingar! Sjálfsmorð!
Morð! Limlestingar! Hungursneyð! Fjöldamorð!
Hryðjuverk! Stríð! Hamfarir! Heimsendir!

Annars er ég bara hress, skreppa í bíó eða eitthvað.
(Gestapenni skrifaði.)

sunnudagur, 28. mars 2004

Yfirlýsing gestabloggara


Ég sem gestabloggari á Shish Kebab tel mig ekki hafa farið yfir nein siðferðismörk með skrifum mínum hér. Ég skrifaði sem fyrirsögn „Jónsi í Í svörtum fötum látinn í bílslysi“ svo það kæmi á rss-molasíðuna. Slíkt vekur athygli. En ef lesendur skoðuðu alla færsluna stóð fyrir neðan fyrirsögnina „Nei, nei, bara grín.“ Ef ég móðgaði einhvern með þessum skrifum biðst ég ekki afsökunar. Lifi málfresli. Þar sem ég er undir strangri ritskoðun Guðmundar verð ég þó að gæta hófs í skrifum mínum á næstunni. Ég er á skilorði.

Í annað sinn er ég að gefast upp á að lesa bókina Hichikers Guide To The Galaxy. Það er óþolandi að við séum látin lesa þetta helvíti í skólanum. Ég hef aldrei fílað svona geimbull eins og þetta. Star Trek og það allt er líka e-ð sem ég forðast eins og heitan eldinn. Þetta er bara andskotans bull og ekkert annað. Ömurlegar bókmenntir. Prostentic Vogon Jeltz má rotna í helvíti.

Öðru máli gegnir um Animal Farm sem við lásum í ensku fyrir jól. Það er mjög fín bók. Skemmtilegar líkingar með dýrin og ádeila á Sovétríkin. Hvernig svínin taka völdin að lokum og allt það. Mjög athyglisverð bók. En geimþvæla hefur alltaf farið óendanlega mikið í taugarnar á mér. Ég ætla rétt að vona að Hitchikkerinn komi ekki á vorprófi.

Svo eru Egils saga og Laxdæla og slíkar bækur ekki að vekja lukku en öðru máli gegnir um Snorra-Eddu. Hún er skemmtileg.

Gagnrýni: Þetta er allt að koma

Fór á leikritið Þetta er allt að koma á föstudagskvöld. Sviðsmynd var mjög skemmtileg og flestir leikarar stóðu sig vel, en ekki allir. Stúlkurnar þrjár, vinkonur aðalpersónunnar voru verulega ofleiknar. Það skemmdi fyrir heildarútkomunni. Ólafía Hrönn var mjög góð í aðalhlutverkinu, en hún lék einnig fleiri hlutverk. Kórstjórinn og femínistinn var líka vel leikinn. Athyglisverð persóna. Já, það léku allir bara nokkuð vel nema þessar sem léku vinkonurnar.

Þetta var verra en Erling. Ég held líka að það sé besta íslenska leikrit sem ég hef séð. Litla hryllingsbúðin í Borgarleikhúsinu um árið var líka mjög fínt. Það verður samt að segjast eins og er að íslenskt leikhús er oft bara mjög lélegt, þannig að Jón Viðar (leikhúsgagnrýnandinn sem taldi flest klént) var ekki að segja neina vitleysu. Íslenskar kvikmyndir standast hins vegar oft samanburð við það sem gerist erlendis.

Ég ætla að gefa þessu stykki 8,0 af 10.

Það þarf að segja veðurguðunum að þegja.

Hér var fyrirsögn frá gestaritara sem var yfir strikið og átti ekki við rök að styðjast og birtist því miður á rss fyrirsagnalistanum. Ég fjarlægði textann og bið gestaritara að gæta hófs í skrifum hér eftir.

laugardagur, 27. mars 2004

É g v a r m j ö g m e ð v i t a ð u r u m þ e s s a s t a ð r e y n d þ e g a r é g v a r l í t i l l .

Engin athugasemd

Óþolandi þegar vottar Jehóva hringja dyrabjöllum til að pranga bæklingum inn á fólk. Það ætti að banna svona. Ég hef lesið í bæklingi frá vottum Jehóva einu sinni og það var nóg. Mest af því sem þar stóð var þvættingur. Ekki labba ég í hús, ónáða fólk, og rétti því bæklinga með mínum skoðunum.

Tilvitnun dagsins 5

Dagdrykkjumaður í strætó eftir að bílstjórinn hundsaði beiðni hans um að hleypa sér út: "Jæja helvítis fíflið þitt! Ég get sko verið þrjóskari en þú! Nú ætla ég að sitja sem fastast!" og svo gerði hann það.

Þetta minnir svolítið á tilgangslaus hungurverkföll. En gott hjá þessum drykkjumanni að láta bílstjórann ekki komast upp með múður og sitja í staðinn í strætó miklu lengur en hann ætlaði (og komast ekki á réttan áfangastað). Svona á að gera þetta.

Úrslit

Ég ætla ekki að ljúga því að ég sé sáttur við útkomu mína í kosningunum. Það má nánast segja að maður hafi fengið háðulega útreið úr þessu og þetta er næstum eins og að fá rýting í bakið (reyndar hef ég aldrei fengið rýting í bakið en ímynda mér að það sé svipað). Ekki var einusinni betri útkoma en í fyrra (miðað við fjölda frambjóðenda, 11 nú, en voru bara 6 í fyrra). Ég fékk 5% atkvæða og var næstlægstur. Ég vissi fyrirfram að það væri ólíklegt að ég næði inn því það voru svo margir að bjóða sig í þetta (og nokkrir alveg mjög frambærilegir). En að vera næstlægstur með 5% var ekki það sem ég reiknaði með. Ég reiknaði jafnvel með að ná inn með smá heppni. Sérstaklega þar sem ég er fallisti og hef verið með 2 árgöngum. En það virðist engu hafa skilað. Það má svosum reyna að finna e-r ástæður fyrir þessu og töldu menn sem ég ræddi við að auglýsingarnar mínar núna hefðu hvorki verið nógu margar né hressilegar. Í fyrra var líka ærlegt flipp tekið í auglýsingunum og myndir af mér með fáranlegar andlitsgeiflur var það sem blívaði. Ég ákvað núna að vera ekki með neinn fíflagang í auglýsingunum (eða á fundinum), líklega kolröng ákvörðun. Auglýsingar mínar skáru sig ekkert úr þetta árið. Í fyrra var þetta meira allt eða ekkert og allt lagt í sölurnar, steikarkosningagrein, steikarauglýsingar og rugl á kosningafundinum. Þá ákvað ég að fara í framboð, mjög lítið þekktur í skólanum og svona "sjá hvort ég fæ ekki einhver atkvæði". Og jújú, ég fékk einhver atkvæði og var bara alveg nokkuð sáttur þá. Ólíkt Ástþóri Magnússyni og Snorra Ásmundssyni ætla ég að taka þessari vísbendingu sem mér var gefin núna og sleppa því að bjóða mig oftar fram. En maður er náttúrulega orðinn svona smá "Ástþór" með því að bjóða sig fram tvisvar og tapa tvisvar. Hugsanlega er hluti af skýringunni sá að ég hef ekki gegnt neinu minna embætti í vetur og flaggaði engri reynslu (ég var að hugsa um að nefna sem reynslu að ég hefði leikið aðalhlutverkið í söngleiknum um Kidda á Ósi þegar ég var í 3. bekk grunnskóla, en hætti við að nota það). En meðstjórnandi er eiginlega eina embættið sem ég hef áhuga á.

Ég fór á kosningabjórkvöldið og þar voru nokkrir sem sögðust ósáttir fyrir mína hönd og sögðust hafa kosið mig.

En þetta er búið og gert og ég ætla bara að reyna að gleyma þessu sem fyrst.

Höskuldur, nýkjörinn forseti Vísindafélagsins, viðraði þá hugmynd við mig að stofnað yrði Þingeyingafélag MR og mér leist ekkert illa á það. Ég hafði ekki hugmynd um fyrr en um daginn að Hössi væri þingeyingur og einnig kom í ljós að Stefanía móðursystir hafði kennt honum í grunnskóla við góðan orðstír. Þetta bjórkvöld var með þeim betri í nokkurn tíma og margir voru mættir. Ég var edrú og á bíl því ég ætla að hvíla mig á víninu í einhvern tíma. Fram á sumar að minnsta kosti. En það verður væntanlega tekið á því í útskriftarferðinni í Króatíu.

Ég óska þeim Tótu, Gunna og Fannari Frey sem og öðrum sigurvegurum velfarnaðar í starfi. Þau munu án efa standa sig prýðilega. Ég er sérstaklega ánægður með að Ásgeir Birkisson verður collega á næsta ári.

Ég held að þetta sé lengsta bloggfærsla sem ég hef skrifað. Kannski ekki sú skemmtilegasta en það verður að hafa það.

föstudagur, 26. mars 2004

Kosningarnar

Ég held að það borgi sig bara að vera svartsýnn á eigin útkomu því þá verða engin vonbrigði. Ég spái Gunna, Darra og Bó kjöri í sæti meðstjórnanda. Ég kaus reyndar engan þeirra en hefði væntanlega kosið Gunna og Bó, hugsanlega Darra, ef ég hefði ekki verið í framboði sjálfur.

Svo spái ég nú Stendóri í forseta en þar er samt erfitt að spá. Lovísa gaf spilastokka niðri í Cösu í gær merkta X-Lovísa. Ég trúi ekki að það hafi verið ókeypis. Svo dreifði hún sleikjóum á, held ég, alla nemendur skólans. Það gæti reyndar skilað henni sæg af atkvæðum og sigri í kosningunum en það er erfitt að segja. Skrýtið þegar kosningarbarátta í menntaskóla er að verða jafnstór og hjá stjórnmálaflokkum. Það hlýtur að fara að koma að því að frambjóðendur í skólakosningum þurfi að birta bókhald yfir kosningabaráttuna, slík séu útgjöldin.
Mér finnst samt alveg glatað að það sé hægt að kaupa atkvæði með nammi og öðrum hlutum. Ég gaf nammi sjálfur í ár en ekki í fyrra. Það virðast því miður margir láta glepjast af því, í stað þess að hugsa um hvað frambjóðendur hafa til brunns að bera. "Þetta unga fólk í dag" eins og gamlingjarnir segja.

fimmtudagur, 25. mars 2004

Tilvitnun dagsins 4

Þór Stefánsson frönskukennari, um málfræðiatriði í frönsku: "Það er alltaf kynvillan! Hún er þrálát"

Ég veit ekki hvort þetta eru leynd skilaboð um fordóma Þórs í garð samkynhneigðra eða bara ruglingur. En það væri óneitanlega nokkuð kómíst ef Þór starfaði sem siðavöndur hjá sértrúarsöfnuði sem andmælti samkynhneigð, í aukavinnu. Ég efast reyndar um að hann geri það. Í slíkum söfnuði gæti hann hrópað þessi orð sín yfir lýðinn.

Kúkalið

Það er nú frekar leiðinlegt að segja það en liðið sem ég held með á Englandi er kúkalið. Hér er afrakstur dagsins hjá þeim. Dottnir út úr UEFA bikarnum.

Jæja, Barthez hefur allavega slasast, ekki að það sé einhver sárabót:


Ég horfði ekki á þennan glataða leik og sé ekkert eftir því.

Eourovisionlagið

Nei.

Kosningar á morgun

Skólakosningarnar eru á morgun. Það er óvenjuerfitt að ákveða núna hverja skal kjósa í helstu embætti. Í fyrra var það auðveldara. Þetta er samt aðeins farið að skýrast hjá mér. Það sem upp á vantar verður bara ákveðið á kjörstað.

Ég er einmitt sjálfur í framboði annað árið í röð. Ég vona að ég verði ekki tekinn sem einhver "Ástþór Magnússon"-týpa sem alltaf býður sig fram en er aldrei kosinn. Ég veit ekki hvers vegna Ástþór þarf endilega að sóa milljónum af skattfé almennings með því að fara út í vonlaust framboð. Svo lét hann eins og hann ætti möguleika í Kastljósi um daginn. Hann veit vel sjálfur að hann á ekki minnsta möguleika, flestir líta á hann sem einhvern tómatsósujólasveinsvitleysing.

Snorri Ásmundsson ætti líka að draga sitt framboð til baka. Framboðsgrín hans var fyndið í borgarstjórnarkosningum en hann ætti ekki að fíflast í forsetaframboð þegar hann veit eins og Ástþór að þeir eiga engan séns í Ólaf og eru bara að sóa peningum almennings.

miðvikudagur, 24. mars 2004

Tvíhöfði - framhjáhald

Ég hef heyrt sumt fólk halda því fram að Tvíhöfði sé útbrunninn. Það er rangt. Ég hlustaði á brot úr þættinum í morgun, Sigurjón sagði að það væri klisja að segja að "framhjáhald væri miklu algengara en okkur grunaði" og að hann hefði alls ekki orðið var við að það ætti við rök að styðjast. Jón Gnarr komst á flug við að heyra þetta og kom með sögur úr leigubílabransanum, þegar hann var að keyra. Hann sagði frá karli og konu sem höfðu verið úti á lífinu og síðan haldið í legubíl heim til konunnar. Konan mun hafa sagt við manninn, þegar þau komu að heimili hennar "já, jæja, hérna búum við hjónin" Þá hafði hún óvart gleymt að minnast á það við hann að hún væri gift en "reddaði sér" fyrir horn með því að tilkynna það þarna seint og um síðir. Það fylgdi ekki sögunni hvort maðurinn hafði farið með henni inn eður ei.
Síðan sagði Jón að hann hefði líka séð þetta á árshátíðum, þegar fólk væri með víni þá yxi kynlöngunin mikið og margar konur yrðu lausgirtar og slíkt. Hann nefndi sem dæmi árshátíð þar sem kona hafði farið með manni inn í einhverja kompu og svo allt í einu bara misst niður um sig brækurnar og eitt hefði leitt af öðru eftir það og hún hafði bara alveg gleymt því að hún átti mann og börn heima, svona blindfull. Ég veit ekki hvort þetta hafa verið alveg sannar sögur en eitt er víst að það er alltaf skemmtilegt að heyra góðar sögur frá Jóni Gnarr. Niðurstaðan úr spjalli þeirra kumpána var að kynlöngun yxi mikið með áfengisdrykkju en kyngeta minnkaði að sama skapi til muna. Það er kannski bara leið náttúrunnar til að gera framhjáhald erfiðara. Ekkert nema gott um það að segja.

mánudagur, 22. mars 2004

Sjampójógúrt

Ómögulega takk, ég vil ekki jógúrt unnin úr Aloe vera plöntunni.

Kvikmyndaspurningin:
Úr hvaða mynd eru þessi gullnu orð: "-scarier than a glass of milk"

sunnudagur, 21. mars 2004

Mikið déskoti er Take Me Out með Franz Ferdinand að gera góða hluti á mínum bæ. Ég á enn eftir að redda mér plötunni sem er nánast ófyrirgefanlegt.

Ég hlustaði á plötuna Midt Om Natten með Kim Larsen í dag. Danski stenmmarinn beint í æð sem er mjög gott.

laugardagur, 20. mars 2004

Í leynilegri sendiför í óþekktu sólkerfi

Það munar mjög mklu þegar birtan er svona lengi á daginn eins og hún er núna. Ég held að það væri óvitlaust af íslendingum að liggja í vetrardvala í janúar og desember og vaka þá í staðinn allan júní og júlí. Það væri betri nýting á birtunni. Ég kem miklu meira í verk þegar það bjart svona lengi og hressir þetta mann óneitanlega heilmikið.

Í gær þegar ég kom heim var ég allt í einu í reiknistuði og fór að reikna stærðfræðidæmi. Þetta gerist ekki nema á fjögurra ára fresti að maður sé í lærdómsstuði á föstudegi. Það að læra heimanám á föstudegi eru tíðindi. Oftast er seinni parturinn á sunnudögum nýttur í námið.

Kvikmyndaspurningin:
Úr hvaða mynd er þessi setning: "Í leynilegri sendiför í óþekktu sólkerfi"?

Arsenal

Það er alveg ótrúlegt hvað lið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hefur staðið sig vel á þessu tímabili. Þeir hafa ekki tapað leik í deildinni þegar níu umferðir eru eftir og það er mjög gaman að horfa á liðið spila. Virkilega léttleikandi og öflug liðsheild sem vinnur vel saman og spilar sóknarbolta. Ég tek ofan fyrir þessu liði.

Liverpool unnu Wolves í dag 1-0 með marki Hyypia á nítugustu mínútu. Tveir sigrar í röð og verður það að teljast til afreka hjá liðinu eins og það hefur spilað í vetur. Vonandi ná þeir meistaradeildarsætinu.

fimmtudagur, 18. mars 2004

Ísland í dag áðan var til skammar. Þáttarstjórnendur leyfðu forsetanum varla að svara einni spurningu án þess að grípa fram í fyrir honum. Þetta kalla ég ekki góða fréttamennsku. Eru þau með spurningalista sem þau verða að fullnýta? Ef þetta átti að sýna að það væri töggur í þeim og forsetinn kæmist ekki upp með múður þá mistókst það. Þetta var bara argasti dónaskapur.

miðvikudagur, 17. mars 2004

Fyrir mér eru þættirnir The Office, sem mörgum finnst svo skemmtilegir, bara blanda af Fólk með Sirrý, Maður er nefndur og Landsins snjallasti. Með öðrum orðum glatað.

sunnudagur, 14. mars 2004

Skattaskýrsla - hagnaður ársins 2003 lítill

Ég þarf sjálfur að fylla út skattaskýrsluna mína í ár. Ég sá á samanburði á skýrslunni í fyrra að staða á reikningum mínum er ekki nema 5000 krónum betri í lok árs 2003 heldur en í lok árs 2002, þrátt fyrir að ég hafi unnið eins og hestur síðasta sumar. Ég sá líka á reikningsyfirlitunum frá bankanum að ég hef eytt eins og svín. Svo er maður ekkert alveg viss um í hvað allir þessir peningar fóru, örugglega aðallega einhverja vitleysu: skólagjöld, bókakostnað, bílpróf, strætókort...jú, svo fór eitthvað í algjöra vitleysu eins og skyndibita, öl, bíóferðir og fleira.

Déskotinn, svo er rándýr útskriftarferð í sumar. Ég ætla samt að halda mínu prinsippi og vinna ekki með skóla, það er algjört rugl. Það er hins vegar ljóst að ég verð að vinna eins og uxi í sumar til að hafa í mig og á.

Spurnig hvort Hagnaðurinn hafi skilað miklum hagnaði 2003. Hahaha

Ugli og enski boltinn

Ég er ánægður með að Skjár einn fái enska boltann og RÚV kannski líka. Glæsilegt.

Ugli er ávöxtur sem nú er á boðstólum í 10-11. Í kynningu fyrir ávöxtinn segir að því ljótari sem hann sé, þeim mun betri sé hann. Ég kaupi þetta ekki. Ávöxturinn lítur út eins og andlitið á Grýlu gömlu.

laugardagur, 13. mars 2004

Bindindi

Ég er að hugsa um að hætta áfengisdrykkju um óákveðinn tíma. Áfengið gerir mann heimskan og lætur mann segja hluti sem maður sér eftir. Svo er dagurinn eftir drykkju alltaf ónýtur.

Já, þegar þú verður eldri

Auglýsingin um Just Right morgunkornið er skemmtileg. "Pabbi má ég smakka líka?" "Já, þegar þú verður eldri. Þetta er nefnilega svona fullorðins".

Tilvitnun dagsins 3

"Nemendur koma og nemendur deyja en MR lifir alltaf" -Jón Bjarni Kristjánsson um "moldin eignast okkur" í hinum ömurlega söng Gaudeamus Igitur, Morfís-ræðukeppni MH - MR.

Magakveisa eftir Mamas Tacos

Ég, Bjarni, Henrik og Tómas borðuðum á Mama's Tacos á fimmtudaginn. Það var ansi langt síðan ég borðaði þar síðast enda hefur þessi staður verið á hraðri niðurleið og viðskiptin hafa minnkað töluvert hefur manni sýnst. Við fengum allir heiftarlega magakveisu eftir að hafa étið þarna og þrír okkar vöknuðu nóttina eftir með þetta helvíti í maganum og svo var bara klósarinn (þ.e. settið, þ.e klósettið). Á föstudaginn var ég að drepast í maganum í skólanum en þraukaði þó daginn. Fór í körfuboltaprófið og náði fimm sem er alveg ömurlegt. Svo tók ég armbeygjuprófið og náði skitnum fimmtán armbeygjum og kenni ég Mamas Tacos alfarið um það. En það er held ég annað tækifæri í næstu viku.

Magakveisan er að mestu horfin núna, þannig hún stóð bara einn dag en mér er sama, þetta er ekki það sem ég sækist efir frá skyndibitastöðum.

Það þarf að senda heilbrigðiseftirlitið á þetta.

Nýja slagorðið:
Mamas Tacos - látið meltingarfærin snúast.

Það er kannski óþarfi að taka það sérstaklega fram en ég mun ekki versla oftar þarna. Enda fer þetta væntanlega bráðum á hausinn.

fimmtudagur, 11. mars 2004

Guð býr í g-blettinum amma

Í dag var viðburðaríkur dagur. Farið var í skóla. Eftir það var reglubundið fimmtudagsbandý sem var mjög gott að þessu sinni. Svo tók gamanið við. Snillingurinn Einar hélt afmæli sitt á heimili sínu á Grundarstíg kl.17. Einar á reyndar ekki afmæli fyrr en á laugardaginn en ekkert var því til fyrirstöðu að hann héldi afmælð í dag og boðið var upp á kökur og kaffi og gos. Fyrsta 19 ára afmælið sem ég fer í þar sem boðið er upp á kökur og slíkt og var það ekki af verri endanum. Mæting var bara nokkuð góð. Það var gaman að sitja við borðið með krökkunum og manni leið eins og í barnaafmælunum þegar maður var lítill. Reyndar voru ekki jafn mikil læti og skarkali við matarborðið eins og var í veislunum á yngri árum. Þarna var náttúrulega komið saman þroskað og siðmenntað menntaskólafólk. Pabbi Einars, dr. Hallgrímur hafði bakað glæsilegar kökur og móðir drengsins hafði einnig hrist sitthvað fram úr erminni. Eftir kökuát var farið í púttkeppni. Já, það er nauðsynlegt að finna barnið í sjálfum sér stöku sinnum og þessi veisla fær fimm stjörnur af fimm mögulegum. Það þarf snilling til að kalla mömmu sína upp í ræðukeppni og halda 19 ára afmæli með barnaafmælissniði. Magnað.

Kl. 20:30 mætti ég á tónleika Megasar í MR. Fimmhundruð kall inn sem er gjafverð og fékk maður það margfalt endurgreitt með söng og spili meistarans. Raddsvið meistarans nær yfir víðan völl og nýtir hann það í söng sínum. Heyrðu, svo var hann bara nýklipptur og læti. Topplögin hjá karlinum í þetta skiptið voru Ég á mig sjálf þar sem fjallað er um vergjarna (þ.e. lausláta) unga stúlku sem veit ekkert hver faðir sinn er og mamma hennar veit ekkert um það heldur, Rauðar rútur, Guð býr í garðslöngunni amma þar sem meistarinn breytti textanum í byrjun lagsins aðeins og söng "guð býr í g-blettinum amma" og að sjálfsögðu Fatlafól en þar breytti hann textanum töluvert við mikinn fögnuð áhorfenda enda var það mjög fyndin útgáfa. Megas sló ekki feilnótu á gítarinn og söng heldur ekki feilnótu. Frábærir tónleikar, jafnvel betri en þessir í fyrra. Mæting var ágæt, betri en í fyrra en það hefðu fleiri mátt mæta. Sumt fólk þykist ekki hafa tíma "ég þarf á æfingu", "ég þarf að læra", "ég þarf að jarða hamsturinn minn, hann dó í gær" og allar svona afsakanir þar sem fólk þykist hafa eitthvað betra að gera en að mæta á Megas eru ömurlegar. Og fólk sem fílar ekki Megas, það þarf nú ekkert að minnast á það lið ógrátandi. Ég er að fara í stærðfræðipróf á morgun en það hindraði mig svo sannarlega ekki í að kíkja á tónleika hjá þessu óskabarni þjóðarinnar. Ég nýti tónleikana bara sem innblástur fyrir prófið á morgun.

Þö!

miðvikudagur, 10. mars 2004

Fúskarar syngja Queen lög

Ég var að finna einhvern geisladisk í safni móður minnar sem heitir A Tribute To Queen og er með Dragon Attack. Þvílík misnotkun á Queen lögum. Manni verður óglatt af þessu. Svona fúskarar ættu ekki að voga sér að syngja inn á disk og kalla það óð til Queen. Freddie Mercury er eini maðurinn sem getur sungið Queen lög og ekki orð um það meir.

Guðmundur lögfræðingur

Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationLawyer
Yearly income$987,784
Hours per week you work18
EducationUp to 4 years of college
Created with quill18's MemeGen 3.0!

þriðjudagur, 9. mars 2004

Biggi í Maus heldur ekki vatni yfir myndinni School of Rock í Fréttablaðinu í dag. Biggi er einn af fáum blaðagagnrýnendum sem mark er takandi á þannig að kannski er myndin ekki jafn léleg og ég hef gert mér í hugarlund. Jack Black aðalleikari er líka magnaður. Kannski að maður skelli sér á þessa mynd. Ótrúlegt hve mikið hefur verið af góðum myndum í bíó undanfarið. Það var líka helvítis gúrkutíð í bíó á undan því.

mánudagur, 8. mars 2004

American Splendor og Jalla! Jalla!

Fór á American Splendor um helgina. Það er afar góð mynd. Hún fjallar um Harvey Pekar, mann sem lifir ömurlegu lífi og fer að semja myndasögur um það. Myndin er skemmtilega gerð og myndasögurömmum er blandað inn á víð og dreif um myndina. Ég hló mikið þegar ég las í Tímariti Morgunblaðsins daginn eftir að myndin fjallar um raunverulegan mann.
Einkunn: 10

Horfði síðan á Jalla! Jalla! á RÚV í gærkvöldi. Það er líka stórkostleg mynd sem fjallar um trúarbragðaárekstra og kynþáttafordóma og slíkt. Þessar Evrópsku myndir hafa oft eitthvað sem vantar í Bandarískar. Skikka á karl og konu (sem flust hafa til Svíþjóðar frá Líbanon ásamt fjölskyldum) sem þekkjast ekki neitt til að giftast vegna þess að foreldrar þeirra vilja það. Mjög fyndin mynd en einnig koma alvarlegri atriði. Skemmtilegast var feiti Líbanski karlinn með yfirvaraskeggið sem "bumbuskallaði" hina og þessa. Virkilega töff karl.
Einkunn: 10

Já, þetta voru tvær rosalegar myndir, hvor á sinn hátt.

Ég ætla ekki á Sugababes.
Ég ætla ekki á Incubus.
Ég ætla ekki á Korn.
Ég ætla ekki á Kraftwerk.
Ég ætla hugsanlega á Placebo.
Ég ætla á Pixies.

Þá er það komið á hreint.

Ekki kvarta undan starfi

Hugsaðu um fátæku börnin í Afríku.

sunnudagur, 7. mars 2004

Merkilegt hvað maður getur látið svona ömurlegt veður fara í taugarnar á sér. Spáin fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun:
"Sunnan 10-18 m/s, en nokkuð hægari suðvestanátt í kvöld. Hvessir aftur seint á morgun. Rigning og súld. Hiti 5 til 9 stig. "
-vedur.is

laugardagur, 6. mars 2004

Ég ætla að gerast svo djarfur að spá Verzló sigri í Gettu betur.

föstudagur, 5. mars 2004

Jesús segir: "Leyfið börnunum að koma til mín".

Steingrímur Njálsson segir: "Leyfið börnunum að koma til mín"

En bíðum nú við, hverjum á að treysta?

Af þessu má læra að það er ekki sama hver segir hvað. Hæfileg tortryggni er af hinu góða.

TV-íhöfði

Ágætis þáttur, þessi nýi teiknaði um Tvíhöfða á Popptíví. Ógeðsdrykkur 70 mínútna er þreyttara sjónvarpsefni en Maður er nefndur og Leiðarljós og þá er mikið sagt.

Ég kýs að setja tengil á Odd Þorra en hann er einmitt í leikfimi.

miðvikudagur, 3. mars 2004

Þrusuhammari

Djöfulsins rosalega þrusuhammarann fékk ég niðri á Nonnabita í hádeginu, akkúrat rétt kryddaðan og allt eins og best verður á kosið. Gaman er þegar veður er gott og sólin skín eins og núna, annað en Radioheadveðurskitan í gær. Nú eru flest bekkjarsystkin mín föst inni í kennslustofu að hlusta á Þyrí en ég sit hér og nýt frelsisins. Ég ætla að fara úr tölvustofunni núna. Tölvugláp er ekki gott í svona veðri.

þriðjudagur, 2. mars 2004

Efnafræðikrossapróf

Kannski er maður orðinn of mikill gamblari. Ég tók krossapróf í efnafræði í dag og tippaði á allar spurningarnar. Það hefði kannski verið gáfulegra að læra fyrir kvikindið. Sjáum hvað setur.