mánudagur, 31. mars 2003

Kosningabaráttan hafin

Jæja, í dag hófst kosningabaráttan fyrir skólakosningarnar. Allir hrúguðu auglýsingum upp á veggi skólans og sumir dreifðu blaðsneplum. Mér skildist að 12 manns væru í framboði fyrir stjórn Framtíðarinnar en ég sá ekki auglýsingar fyrir svo marga. Ég hengdi upp fimm auglýsingar en margir voru með töluvert fleiri. Ég sá einhverjar auglýsingar frá Dodda, Steindóri, Lovísu, Tótlu og Björk. Þetta gera 6 manns (að mér meðtöldum). Þetta er allt ágætis fólk en ég mæli samt með að bæði viti borið fólk og vitleysingar kjósi mig. Ég mun verða góður fulltrúi fyrir alla (sem er augljóst).

sunnudagur, 30. mars 2003

Íslensk sambasveifla

Enn eina ferðina skitu Íslendingar á sig á knattspyrnuvellinum. Þeir töpuðu fyrir Skotum í gær 2:1 og þar með eru lítil von til að þeir komist á EM. Það eru alltaf rosalegar væntingar fyrir fram en svo fer allt í bál og brand. Og mér finnst eðlilegt að það séu gerðar væntingar til liðsins því nógur er mannskapurinn. Það er ekki eins og það vanti góða leikmenn. Þeir klúðra bara alltaf þegar á hólminn er komið. Svo kemur alltaf sama bullið eftir klúður landsliðsins: "Við erum nú svo fámenn þjóð. Það er nú varla hægt að gera miklar kröfur til landsliðsins". Og þetta kemur frá þeim sömu og höfðu gert miklar væntingar. Og svo var þetta auðvitað óheppni líka. Vonandi fer þetta landslið að drullast við að gera eitthvað af viti og helst eiga þeir að komast í næstu heimsmeistarakeppni.

laugardagur, 29. mars 2003

Sjitt

Ég var að lesa á síðu Dodda að u.þ.b. tólf manns væru að bjóða sig fram í stjórn Framtíðarinnar, þar á meðal hann sjálfur sem hefur einmitt verið í stjórninni í vetur. Ég hafði heyrt um fimm framboð. Þrjú sæti eru í boði. Eins gott að hafa einhver svaðaleg tromp uppi í erminni fyrir kosningabaráttuna. Ég reyni að redda því.

Kosningabrjálæði

Ég bendi á síðu Ásgeirs, 4.X sem hann hefur opnað í tilefni af framboði sínu í embætti Scriba scholaris.

Sigur

MR vann MS í úrslitum Gettu betur í gær. Þá á bara eftir að vinna MORFÍS.

föstudagur, 28. mars 2003

Karlinn bara í framboð

Já, ég hef boðið mig fram í stjórn Framtíðarinnar og mæli ég eindregið með því að fólk kjósi mig. Einn þeirra sem býður sig fram á móti mér er Steindór karlinn og er það vel. Kosningabaráttan verður væntanlega eitilhörð.

mánudagur, 24. mars 2003

Símasölumenn

Ef það er eitthvað sem þykir töff í dag þá eru það símasölumenn. Þeir hringja í fólk, helst á kvöldmatartíma, til þess að reyna að selja eitthvað djöfulsins drasl. Viðbrögð fólks eru gjarnan neikvæð í meira lagi, a.m.k. á mínu heimili. Mamma er sérfræðingur í neikvæðum viðbrögðum við símasölumenn. Áðan hringdi t.d. síminn og systir mín svaraði. Spurt var um pabba en hann er ekki heima og þá vildi viðkomandi tala við mömmu. Í ljós kom að þetta var sölumaður. Hann var að kynna einhverja fjarkennsludiska. Viðbrögð mömmu voru: "og hvað hef ég að gera með það?" í höstum tón. Þá varð sölumaðurinn eitthvað vandræðalegur og símtalinu lauk mjög snögglega. En algengast er samt að móðir mín segi við sölumenn þegar þeir hafa rétt svo náð að segja: "Góða kvöldið. Ég er hérna að kynna..." og þá grípur mamma fram í: "Þú ert að sóa bæði mínum tíma og þínum" og þá lýkur símtölunum alltaf mjög fljótt. Þannig að móðir mín er sérfræðingur í að losna fljótt og örugglega við símasölumenn. Þetta er ástæðan fyrir því að það þykir mjög töff að vera símasölumaður í dag. Þeir þurfa að takast á við fólk sem lætur öllum illum látum til að losna við þá. Verkefni þeirra er að angra fólk á matmálstímum. Það má teljast heppni ef þeir hringja ekki þegar fólk er að gæða sér á jólasteikinni.

Lokaniðurstaða: Símasölumenn eru ömurlegir.

Q. e. d.

Tsss...

Ég var að fá einkunn úr söguprófi. Hún var mjög lág.

laugardagur, 22. mars 2003

Bréf frá bankanum

Mér barst bréf í pósti í dag frá Landsbankanum. Það hljóðaði svo:

"Tilkynning um arðgreiðslu Landsbanka Íslands hf

Ágæti hluthafi,
Á aðalfundi Landsbankans hf. sem haldinn var þann 14. febrúar s.l., var samþykkt að greiða hluthöfum um 685.000.000 kr. í arð, eða sem svarar til 10% af nafnverði hlutabréfa.

Samkvæmt hluthafaskrá Landsbanka Íslands hf. var hlutafjáreign þín í lok dags þann 14.febrúar sl. að nafnvirði kr. 1.000. Arður af nafverðseign þinni er kr. 100. Fjárhæðin, eftir að fjármagnstekjuskattur (10%) hefur verið dreginn frá, er kr. 90 og hefur sú fjárhæð verið lögð inn á ráðstöfunarreikning sem tengdur er VS reikningi þínum.

Með bestu kveðju
LANDSBANKI ÍSLANDS HF."


Takk, Landsbanki. Þeir hefðu nú alveg mátt spara sér það að senda mér bréfið og bæta 50 kr. við upphæðina. Ég veit ekki alveg tilganginn með því að senda mér þetta bréf en eitthvað hlýtur að vaka fyrir þessu fólki. Og það skemmtilegasta er þetta með arðinn upp á hundrað kall en þá á eftir að draga tíkall af í skatt. Svona er þetta nú skemmtilegt. Þess ber að geta að ég fékk þetta hlutabréf í fermingargjöf frá Landsbankanum og þetta hefur verið að gefa vel í aðra hönd. Við erum að tala um 90 kall á ári síðan um fermingu sem er samtals 360 krónur sem er mjög gott. Það er alveg gefið að þessar 90 krónur verða nýttar til góðra verka.

Blaður og bull

Ég var á MORFÍS ræðukeppni milli FB og Versló. Þetta var hörkukeppni. Bragi var magnaður í liði FB og lék við hvurn sinn fingur. Svo sá hann ástæðu til að afklæðast og vakti það töluverða athygli. Svo var Breki Logason ágætur hjá Versló. En FB var betra liðið. Á því leikur enginn vafi. En Versló vann. Umræðuefnið var mannkynið og FB var á móti, versló með. MR og Versló munu því mætast í úrslitum og á ég von á að MR valti yfir Versló. Nei, ekki alveg en þeir vinna væntanlega.

Lokaorð: Hafa ber það í huga að Pajdakinn er alveg ferlegur.

fimmtudagur, 20. mars 2003

Plebbaprófið

Ég er plebbi. Takið Plebbaprófið endilega.

miðvikudagur, 19. mars 2003

Stríð yfirvofandi

Bandaríkjamenn eru að fara í stríð gegn Írak. Þeir hafa beðið Saddam Hussein að afvopnast og hafa sig úr landi með sitt hafurtask en hann neitar. Þar mætast stálin stinn. Stríðið mun líklega hefjast aðra nótt nema svo ólíklega vilji til að Saddam verði við kröfunum. Það er erfitt að sjá einhvern ljósan punkt við þetta allt saman. Með George Bush í fararbroddi munu Bandaríkjamenn drepa fjölda saklausra borgara. Saddam er ekki beinlínis að gera góða hluti sem einræðisherra í Írak en það gefur Bandaríkjamönnum ekkert leyfi til að taka sér völd sem einhvurskonar alheimslögregla. Þeir halda að þeir geti vaðið yfir allt og alla í krafti stærðar sinnar og herstyrks. Og peningarnir sem þeir leggja í þetta eru gríðarmiklir: ráðgert er að farið verði fram á jafngildi sjöþúsund milljarða króna til að standa straum af stríðsrekstri. Þvílík heimska. Það er ljóst að þeim peningum væri betur varið í hjálparstarf. Og íslensk stjórnvöld styðja stríð þrátt fyrir að 90% þjóðarinnnar séu á móti. Stjórnarandstaðan eins og hún leggur sig er hins vegar á móti. Ég hvet alla til að mæta á mótmælin sem fara fram á morgun klukkan 17:30 á Lækjartorgi.

þriðjudagur, 18. mars 2003

Gestabókin og tenglarnir

Ég minni á hina sívinsælu gestabók (það má endilega skrifa í hana). Ég er að vinna í því að koma tenglunum fyrir allt klabbið inn á síðuna aftur hérna vinstra megin (Þetta ber að skilja þannig að ég kann það ekki.) Einhver spekingur sem kann að setja snyrtilegan dálk með tenglum vinstra megin á síðuna mína má senda það á gummifm@hotmail.com og mun ég þá samstundis kippa þessu í liðinn.

Tölvufræðisíða

Í dag gerði bekkurinn heimasíður í tölvufræði. Ég verð endilega að benda á mína síðu

mánudagur, 17. mars 2003

Gargandi snilld, góðir hálsar

Ég finn mig knúinn til að mæla eindregið með laginu Danger! High Voltage með hljómsveitinni Electric 6. Og sérstaklega ef fólk býr í blokk þá er þetta lagið til að vekja gömlu konuna á neðstu hæðinni. Þetta var ljótt. Afsakið. Sumsé snilldarlag.

Fat Burner

Íslenskt þjóðfélag er að sumu leyti mjög sjúkt. Í matvöruverslunum fer æ meira rými undir alls konar fæðubótarefni og "heilsuvörur". Það þýðir að það er markaður fyrir slíkt. Það er til próteinduft í stórum dunkum og þetta sér maður alltaf í auknu mæli í verslunum. Heilsupostular halda því fram að þetta sé hollt og gott: "Þú verður stór og sterkur ef þú færð þér Protein Blast". "Fáðu þér Carbon Hydrate Edge". Hver trúir þessu? En það sjúkasta er eitthvert stykki sem heitir Fat Burner. Það þarf enginn að segja mér að þetta stykki brenni fitu. Þetta var búið til fyrir fólk sem nennir ekki að hreyfa sig. Það er svo gott að geta sest í sófann við sjónvarpið með akfeitan hamborgara og nokkra lítra af gosi og svolgra því í sig. Svo er hægt að teygja sig í Fat Burner stykkið og gæða sér á því og þá bara brennur fitan af hamborgaranum og gosinu einn, tveir og þrír. Þetta er svona leið til að réttlæta allskonar óhollustu:"Æ, ég get alveg fengið mér Kentucky og kók ef ég fæ mér bara Fat Burner á eftir". Hvað varð um það að borða bara sæmilega hollan mat og hreyfa sig. Það virðist vera dottið úr tísku. Svona er Ísland í dag.

laugardagur, 15. mars 2003

Guðmundur allur í jafnréttinu

Allt í einu man ég eftir því að um daginn var einhver náungi að safna undirskriftum fyrir því að konur fengju jafnhá laun og karlar. Ég skrifaði undir. Vonandi var ekkert smátt letur sem ég las ekki.

Meistarastykkið Nói Albínói

Í gær tókst að fara á Nóa Albínóa í bíó (ég var búinn að gera tvær misheppnaðar tilraunir til að sjá myndina). Ég gerði ekki miklar væntingar til myndarinnar, sérstaklega af því að mér fannst kynningarplakat hennar mjög asnalegt: einhver þurs á harðahlaupum. En myndin stóið aldeilis undir væntingum og gott betur. Óhætt er að fullyrða að þessi mynd er ein besta íslenska mynd sem gerð hefur verið, ef ekki sú besta. Hún er líka nú þegar búin að fá kvikmyndaverðlaun erlendis. Og gott ef hún fær ekki bara Edduverðlaunin íslensku líka. Rosalegt. Kvikmyndatakan er sérdeilis góð og það sama má segja um leikarana.

Myndin fjallar um drenggarm sem heitir Nói. Hann býr í sjávarplássi úti á landi. Faðir hans er mikill drykkjurútur og drengurinn býr hjá ömmu sinni. Hann er í framhaldsskóla en mætir illa og það endar með því að skólastjórinn rekur hann. Ekki líður á löngu þar til stúlka flytur í þorpið og verður Nói strax hrifinn af henni. Myndin er mjög fyndin og hnyttnir brandarar prýða hana út í gegn.
Hún endar hins vegar illa.

Þetta er snilldarmynd sem ég mæli með.

Einkunn: fjórar stjörnur af fimm mögulegum.****

föstudagur, 14. mars 2003

Kennarapróf

Ég er Guðmundur sögukennari!
Þú ert Guðmundur sögukennari. Það er ágætis
maður. Þegiðu svo.Taktu "Hvaða kennari 4.B ert þú?" prófið


Nafni kennir einmitt líka 4.R.

Kjalarnes í hnotskurn

Haraldur er byrjaður að blogga á nýjan leik og tek ég því fagnandi.

Illa innrættar mæður

Um daginn skoðaði ég myndaalbúm fjölskyldunnar í fyrsta skipti í langann tíma. Þar sá ég að ég var alltaf klæddur eins og fífl þegar ég var lítill. Þegar ég var lítill valdi mamma líka alltaf fötin á mig. Það nýtti hún sér óspart sér til skemmtunar. Hún valdi alltaf einhverja forljóta garma á mig til þess eins að geta síðan hlegið að mér þegar ég heyrði ekki til. Svo gat hún hringt í ömmu og sagt: " Þú hefðir átt að sjá hvað ég lét drenginn ver í ljótum fötum í dag. Það var ógeðslega fyndið." Og svo hlógu þær mæðgur saman að þessu. Svo voru líka nokkrar myndir af mér á brókinni. Það var örugglega bara út af því að ég vildi ekki vera á helvítis görmunum sem mamma hafð valið á mig. En nú heyrir þetta sögunni til og ég vel mína garma sjálfur.

Innsend grein frá Henrik Garcia

Mér var að berast grein frá Henrik Garcia og óskar hann eftir að hún verði birt hér. Ég birti hana hér með í fullri lengd og óritskoðaða:

"Jæja... Net Gumma virðist vera niðri.. Hann var víst að fá sér ADSL tengingu - og svo flýr Magnús bara til Danmerkur...

Ég hef því ákveðið að blogga fyrir Guðmund garminn...

Samkvæmt minni tölvu er 18. júní á því hnerrans ári 2003. Af því leiðir að þjóðhátíðardagurinn var í gær. Ég man ekkert eftir honum.

Ég var að muna eftir því fyrr í dag og hló mikið af því að þegar ég var yngri (6-13 ára) tók ég alla auglýsingabæklinga sem ég fann í Kringlunni. Stundum kom ég með heila bunka af alveg eins auglýsingum heim. Einu sinni reyndi ég að selja auglýsingabæklinga sem ég tók úr sjoppunni ásamt eintökum af Myndböndum mánðarins. Ég græddi 200 kall og keypti körfuboltamyndir fyrir.

Í annað sinn reyndi ég að selja heilan haug af auglýsingabæklingum saman í einum bréfpoka á 1000 kr. í Kringlunni og var einn bak við stóran bás sem var þarna (hann hafði verið fyrir eitthvað annað) og beið eftir að einhver kom að kaupa. Það keypti enginn þessa fjárans bæklinga og ég er enn að velta fyrir mér af hverju ekki. Ég hélt líka oft tombólu með frænda mínum þegar ég var 10-11 ára. Gaman að því.

Ég var líka að muna eftir því að það voru tveir gosbrunnar í Kringlunni, einn stór og einn lítill. Þessi stóri var þar sem nú er kaffistaður hjá rúllustiganum og forðum var þar alltaf risapáskaegg sem er geymt annarsstaðar nú. Þá var líka Borgarkringla.

Ég á fullt af minningum úr Kringlunni vegna þess að ég bjó við hlið hennar í nokkur ár (Kringlunni 87, 2.hæð á móti útidyrahurð (ég fór reyndar þangað í sumar til að rifja upp gamlar minningar þótt ég hafi bara komist inn á stigaganginn - einhver kerling hleypti mér inn og ég sagðist vera að leita að íbúð vinar míns. Þetta er til á myndbandi.)). Ég man til dæmis þegar það var veitingarstaður á móti Hard Rock þar sem ég og vinirnir hnupluðum oft fullt af einhverjum bláum litlum gervisykurstöflupökkum sem voru þarna í vagni þjónustufólks. Inni í slíkum pakka voru 2 ógeðfelldar töflur sem við ýmist píndum ofan í okkur vegna þess að það var svo fyndið að horfa á viðbrögð hvers annars við töflunni eða settum í matvæli vina. Við keyptum einu sinni sódavatn handa tveim vinum okkar og settum þessar bragðsterku og viðbjóðslegu töflur ofan í. Það ku hafa skemmt drykkinn og skemmt okkur (en ekki neytendunum). Einu sinni setti ég slíkar töflur inn í kjúkling Pedro bróður míns og það skemmdi því miður kvöldmatinn fyrir honum og hann klikkaðist. Ég hef ekki notað þessar töflur síðan.

Og eitt að lokum í Kringlunni var einu sinni safn veitingastaða og gekk það safn undir nafninu Kvikk. Stjörnutorgið er ömurlegt.

Restina verð ég að geyma þangað til net Guðmunds (en ekki Guðmundar hahahahahahahahahahah) liggur næst niðri.

(Garmurinn getur síðan afritað þetta ofar á síðuna sem bloggfærzlu ef hann kýs. Munnlegt samþykki Skarphéðins (en þess má til gamans geta að í dag, 13. mars, er Sörlamessa svokölluð) hefur verið veitt. Tony Blair er á móti en hverjum er ekki drullusama...
"


þriðjudagur, 11. mars 2003

The Ring

Ég skellti mér á hryllingsmyndina The Ring í gær. Hún olli vonbrigðum.

Einkunn: tvær stjörnur af fimm mögulegum

Hálfviti

Í gær var ég hálfviti. Ég fór á Salatbar Eika og keypti súpu og brauð fyrir 600 krónur. Það er augljóslega allt of mikið fyrir eina skál af sveppasúpu og lítinn brauðenda. Það má víst fá sér ótakmarkaðar áfyllingar ef keypt er súpa en ég hafði engann tíma til þess þar sem frímínúturnar voru að verða búnar. Ég hélt að þær væru nýbyrjaðar, en nei, það voru tíu mínútur eftir og helvítis Salatbarinn stórgræddi á mér. En ég mun hefna mín og græða á þeim seinna. Bíðið bara.

mánudagur, 10. mars 2003

Sauðnaut

Ég kann greinilega ekki að setja inn mynd. Hún sést bara í tölvunni heima en birtist sem rautt x annars staðar. (ef x er ekki núll og k er fasti)

sunnudagur, 9. mars 2003

Andrés

Ég hef ekki sagt fréttir af bloggi Andrésar um nokkurt skeið. En þar má t.d. sjá að Andrés hefur glatað dönskuáhuganum sem er mjög slæmt. En ég hvet Andrés hér með til að blogga meira.

Gum, and Gum only

I am punk music!!
Rock on, dude! You are Punk music!


What type of music are you?
brought to you by Quizilla

Snilld. Loksins niðurstaða úr könnun sem ég get sætt mig við. (Rétt er að taka fram að Gum er Gummi á ensku, en þess má einmitt geta að ég er stundum kallaður Gummi, eða Gum.)

Margt leynist í ísskápnum

Í gær opnaði ég ísskápinn til að fá mér að éta. Ég var að hugsa um að fá mér kirsuberja-tómata (fyrir þá sem ekki vita eru það pínulitlir tómatar). Ekki vildi betur til en svo að þeir voru allir kafloðnir af myglu og afar ógirnilegir. Nú veit ég hvernig myglaðir tómatar líta út. Þeir fóru beint í ruslið. Ég varð að deila þessu með ykkur.

Ég verð að bæta mig

I am 31% Metal Head

Most other metal-heads acknowledge my presence, but they laugh at me behind my back. Maybe I need to stop spending all that money on haircuts and invest in a few Pantera T-shirts.

Take the Metal Head Test at fuali.com

laugardagur, 8. mars 2003

Engan asa
Find out what kind of driver you are!


ÞURSWhich tarot card are you?
Myndin hét Adaptation

Myndin sem ég ætlaði ekki á hét Adaptation og ku vera tilnefnd til fjögurra óskarsverðlauna. Nicolas Cage, Meryl Streep og einhverjir fleiri leika í henni. Já, og þetta var víst frumsýning en ekki var þétt setinn bekkurinn í salnum. Ágætis mynd engu að síður.

Nói Albínói

Nói albínói er nýjasta íslenska stórmyndin. Ég keypti mér miða á hana í gær og settist síðan rólegur inn í bíósalinn ásamt hinum vitleysingunum sem fóru með mér á myndina. Ég segi vitleysingunum af því að við vitleysingarnir fórum á vitlausa mynd, borguðum þúsund kall á íslenska mynd en fórum svo á einhverja aðra, útlenska. Ég veit ekkert hvað sú mynd hét en Nicolas Cage lék aðalhlutverkið. Þetta var sosum ágæt mynd. Ég veit ekki hvort maður á að hætta sér í það að reyna að fara aftur á Nóa albínóa en fyrsta tilraun tókst a.m.k. illa.

föstudagur, 7. mars 2003

Óttalegur aumingi

I am 18% Punk Rock

It's not a fashion craze, or even a cool thing to do. I should just swallow it, get Lost, and take my friends with me.

Take the Punk Rock Test at fuali.com

Nei, hvur andskotinn

eating people
YOU EAT PEOPLE!!!


what's YOUR deepest secret?
brought to you by Quizilla


Glasnost

Nokkrir piltar hafa opnað "pólitíska vefritið" glasnost. Allir eru þeir í MR nema einn sem var í MR. Þeir eru vinstri-menn sem er mjög gott.

Tilraunastarfsemi

FG - MR í MORFÍS

FG og MR áttust við í undanúrslitum ræðukeppni framhaldskólannna, MORFÍS í gær. Þetta var ágætis keppni en síðasta ræða FG var ömurleg. Hún var bara eitthvað skítkast sem kom málinu ekki rassgat við. Það er í lagi að segja "hættu að tala um mömmu þína" eða eitthvað svoleiðis saklaust en síðasti ræðumaður kom með rosalegt skítkast á móður Tómasar Pajdak sem hann þekkir ekkert og þetta kom umræðuefninu heldur ekkert við. FG-ingar voru þó ágætir inn á milli en reyndu lítið að verja sinn málstað: með Íslendingnum. MR vann og Jói var eins og venjulega ræðumaður kvöldsins. Þannig að MR-liðið er komið í úrslit MORFÍS og mætir þar FB eða Versló. Ég tel nokkuð góðar líkur á að þeir vinni MORFÍS. Magnað.

Q. e. d.

fimmtudagur, 6. mars 2003

Bloggið bilað

Það er einhver furðuleg bilun á blogginu núna. Það sést bara ein færsla og allt sem var í "archives" virðist vera dottið út.

Stolið

Mikil umræða hefur verið um að hið einkar slappa Eurovisionlag sé stolið. Og það var einhver frændi minn sem "samdi" það. Hann er ættinni til skammar. Svei attan! Vonandi senda þeir Botnleðju í keppnina í staðinn.

miðvikudagur, 5. mars 2003

Megasartónleikar

Megas, eða Gassi eins og gárungarnir kalla hann, hélt tónleika á sal Menntaskólans í gærkvöldi. Ég lét mig ekki vanta. Miðaverð var 500 kr. og svo var boðið upp á hnausþykkt Lion Bar. Karlinn var að sjálfsögðu í banastuði og lék við hvurn sinn fingur. Hann tók magnaðar raddsveiflur við og við í lögunum. Helsta vandamálið var að heyra orðaskil hjá karli þegar hann var að syngja. Stundum náði maður bar svona einu og einu orði. En hressleikinn réði ríkjum og þá sérstaklega þegar hann tók "Spáðu í mig" og "Fatlafól" í lokin. Þá ætlaði þakið að rifna af húsinu, slík var stemningin og allir sungu með í laginu "Fatlafól". Það er líka magnaður texti í einu laginu: "ég á mér tröð, ég á mér tröð, ég á mér maaartröð".

Einkunn: fjórar stjörnur af fimm mögulegum.

þriðjudagur, 4. mars 2003

Veðurguðirnir í stuði

Það var sól og gott veður í gær og margir héldu að vorið væri komið. En það sama var alldeilis ekki uppi á teningnum í dag. Það hefur verið bölvað rok og bítandi kuldi. Það er einmitt á svoleiðis dögum sem maður lendir í Tjarnarhlaupinu sívinsæla í íþróttum. Ég hljóp 2400 metrana í dag á 11:30 og auðvitað kenni ég kulda og roki um að ég náði ekki betri tíma. Svo er bara að bíða og sjá hvað veðurguðirnir bjóða okkur upp á á morgun. Já, já. Svo er orðið tímabært að huga að vinnumálum fyrir sumarið. Ég er búinn að sækja um á þremur stöðum sem er mjög gott. Óneitanlegur ferskleiki svífur yfir vötnum.

sunnudagur, 2. mars 2003

Nýjungar

Já, nú kynni ég til sögunnar gríðarlega hressandi nýjung hér á síðunni, en það er spjallborðið. Þar geta gestir síðunnar bullað um efni síðunnar eða eitthvað sem þeim dettur í hug. Ég er bara að prófa þetta og mun að sjálfsögðu fjarlægja spjallborðið ef það mælist illa fyrir.

Q. e. d.