Öss
Ég lærði 8 tíma í gær en fimm í dag sem er ómögulegt og ekki nógu gott. Ég læri kannski einn í viðbót og les síðan í Egils sögu.
Í gær fór ég á úrslit innanskólaræðukeppninnar Sólbjarts. Þau voru haldin lengst úti í rassgati á Seltjarnarnesi í einhverri sjálfstæðiskompu sem var ekki einu sinni stærri en Casa. Ég fór ásamt Garcia og Pajdak og það tók óendanlega langan tíma að finna þetta, enda á fáránlegum stað. Þetta var í sama húsi og eitthvað SPRON útibú og þegar við vorum að leita að þessu sáum við Gunnar Eyþórsson koma þarna út og stíga inn í einhverja bifreið. Við íhuguðum að spyrja hann hvort þetta væri rétti staðurinn en svo "nei, það er bara vitleysa að vera að því. Eltum hann bara" og svo eltum við Gunnar Eyþórsson á bílnum eins og einhverjir vitfirringar. Eftirförinni lauk á Subway þar sem Gunnar fékk sér að éta eða eitthvað. En svo hringdum við í einhvern til að spyrja að þessu og í ljós kom að þetta var einmitt staðurinn.
Við sáum bara síðustu ræðuna í fyrri umferð og svo alla seinni umferðina. Þetta var ágætasta keppni en mér fannst reyndar 4.B töluvert mikið betri. Ræður 5.M voru frekar slappar, nema síðasta. Það voru ágætis rök í henni en vantaði allt glens. 4.B er vel af titlinum kominn. Svo var einhver skemmtun en ég sá mér ekki fært að mæta á hana vegna þriggja ógnvænlegra endurtökuprófa sem ég þarf að taka.
föstudagur, 30. maí 2003
miðvikudagur, 28. maí 2003
Triple-Endurtökupróf
Triple-Endurtökupróf. JACKPOT!!!
Nei, það er enginn vinningur fyrir að lenda í 3 endurtökuprófum.
Ég var á einkunnaafhendingu í dag og einkunnirnar voru ekki beinlínis fagnaðarefni. Ég féll á 3 prófum og mun fara í þrjú endurtökupróf. Ég vissi ekki einu sinni að það mætti taka þrjú endurtökupróf. En það er óneitanlega gleðiefni að það má. En samt ekki gleðiefni. Nú eru flestir að byrja í sumarfríi eða að fara að vinna í léttu flippi. Á meðan mun ég sitja með sveittan skallann og lesa Egils sögu gaumgæfilega. Svo verð ég að taka allhressilega upprifjun í stærðfræði því ég féll bæði á ólesinni og lesinni stærðfræði. Það eru sem sagt endurtökupróf í Íslensku og tvö í stærfræði. Knútur íslenskukennari sagði mér að hann skyldi éta hattinn sinn ef ég næði ekki endurtökuprófunum. Svo sagði Hannes portner að nú væri bara að "drullast til að ná" eins og hann orðaði það. Hann sagði líka að menn uppskæru eins og þeir sáðu og það er ekki spurning að það er rétt. Reyndar var hann á þeirri skoðun að stærðfræðin væri mjög erfið. Það þarf ekkert að deila um það. Nú væri gott að hafa lesið Egils söguna því það var hún sem felldi mig á íslenskuprófinu. Ég sleppti heilli síðu á prófinu úr Egils sögu, sem gilti 13 stig. En ég ætla að lesa söguna núna, þótt mér finnist mest af þessum íslensku fornbókmenntum óheyrilega leiðinlegt.
sunnudagur, 25. maí 2003
laugardagur, 24. maí 2003
Þjófur!
Ég ætla taka mér það Bessaleyfi að stela hresslegri kaldhæðni sem var linkað á af Batman.is. Þetta var á síðunni dabbivals.blogspot.com og ég birti þetta hér með óklippt og óritskoðað:
"30 GÓÐ RÁÐ TIL AÐ VERA MÓÐGANDI Í JARÐARFÖR
1. Segðu ekkjunni að hinsta ósk hins látna hafi verið að hún svæfi hjá þér.
2. Segðu við útfarastjórann að hann geti ekki lokað kistunni fyrr en þú fynndir linsurnar þínar.
3. Sláðu líkið og segðu að það hafi slegið þig fyrst.
4. Segðu ekkjunni að þú og látni bóndinn hennar hafi verið elskhugar.
5. Biddu einhvern um að taka tækifærismynd af þér og hinum látna takast í hendur.
6. Labbaðu um og segðu fólki að þú hafir séð erfðaskrána og að það sé ekki í henni.
7. Biddu ekkjuna um að kyssa þig.
8. Keyrðu fyrir aftan ekkjuna og stattu á flautunni.
9. Segðu útfararstjóranum að hundurinn þinn hafi látist og biddu hann um að lauma honum í kistuna.
10. Settu harðsoðið egg í munninn á hinum látna.
11. Laumaðu fagnaðarópi inn um gluggann á kirkjunni.
12. Skildu uppstoppaðan hund eftir, liggjandi ofan á hinum látna.
13. Segðu ekkjunni að þú þurfir að fara snemma og spurðu hana hvort erfðaskráin geti verið tilbúin áður en útförinni er lokið.
14. Hvettu ekkjuna að gefa gerfi tréfót hins látna einhverjum fátækum, sem á ekki fyrir eldivið.
15. Laumaðu gsm síma í vasa hins látna og hringdu í hann.
16. Labbaðu um og segðu fólki að hinum látna hafi ekki líkað við það.
17. Notaðu tungu hins látna til að sleikja frímerki.
18. Biddu ekkjuna um peninginn sem hinn látni skuldaði þér.
19. Settu upp söfnun til að safna fyrir spilaskuldum hins látna.
20. Spurðu ekkjuna hvort þú megir fá líkama hins látna til að æfa þig í að tattóvera.
21. Settu tonnatak á varir hins látna áður en ekkjan kyssir hann hinsta kossinum.
22. Mættu á útfarastofuna í trúðabúning.
23. Ef ekkjan grætur, blástu í trompet í hvert skipti sem hún þurrkar sér um nefið.
24. Meðan enginn sér til, laumaðu gerfi drakúlatönnum í munn hins látna.
25. Dreifðu handfylli af ristuðum grjónum á hendur hins látna og æptu: MAÐKAR MAÐKAR og láttu líða yfir þig.
26. Bjóddu upp á veðmál um hve langan tíma það tekur líkið að rotna.
27. Kallaðu ekkjuna bjána um leið og hún tekur handfylli af mold til að dreifa yfir kistuna.
28. Deyfðu beiðni um að líkið yrði stoppað upp í staðinn fyrir að vera grafið.
29. Segðu öllum að þú komir frá skattinum og ætlir að taka kistuna eignarnámi vegna vangoldins virðisauka skatts.
30. Lofaðu prestinum 5000 kalli ef hann verður ekki 0f alvarlegur við bænalesturinn."
föstudagur, 23. maí 2003
Rosaleg tjaldferð
Ég var að koma úr tjaldferð 4.bekkjar. Hún var svakaleg. Hún byrjaði samt ekkert skemmtilega og fyrstu 2-3 tímana eftir að við komum voru alveg gargandi leiðindi. En svo fór þetta að verða hressara eftir því sem leið á. Síðan var bullandi bisniss. Ég og nokkrir fleiri vöktum alla nóttina. En það er gefið að einn maður vakti ekki alla nóttina. Það var Ívar Kristinsson nokkur í mínum bekk. Hann sást ekkert eftir klukkan fjögur um nóttina. Hann var ekki kominn klukkan þrjú daginn eftir og menn voru búnir að hringja í hann og svona en hann svaraði ekki. Fyrst héldum við að hann hefði farið í sund eða eitthvað og hans var leitað við sundlaugina en var hvergi sjáanlegur. Svo fórum við að velta fyrir okkur hvort hann væri ekki bara kominn heim til sín og hringdum þangað en þar var hann ekki. Klukkan hálf fjögur vorum farnir að hugsa um að láta björgunarsveit vita því drengurinn var ekki enn kominn. Við ákváðum samt að leita meira að honum og fórum, tíu manns, til þess. Við fórum inn í nálægan skóg og gáðum að honum ef ske kynni að hann hefði farið í lautarferð inn í skóg um nóttina. Það var ekkert ólíklegt að honum hefði dottið það í hug:"Æ, það er svo leiðinlegt hérna. Best að fara í lautarferð hérna eitthvað inn í skóginn". Fljótlega sáum við einhvern liggjandi í grasinu. Viti menn, það var umræddur Ívar. Okkur leist ekki alveg á blikuna og héldum að hann væri bara dáinn eða eitthvað, að hann hefði kannski dottið og rotast á steini. En það var hann ekki. Þegar við komum vaknaði hann. Hann hafði bara ráfað einhvert klukkan fjögur um nóttina vel fullur. Svo hafði hann ákveðið að leggja sig uppi á stórum grashól. Hann svaf eitthvað aðeins þar en vaknaði síðan og labbaði eitthvað og lagði sig í grasinu aðeins nær tjaldstæðinu. Þar svaf hann þangað til við komum og vöktum hann klukkan hálffjögur daginn eftir. Það var sól og steikjandi hiti og heiðskír himinn en hann vaknaði ekki við sólina. Hann hafði komið sér makindalega fyrir í grasinu og lét sólina ekkert aftra sér frá því að fá sér smá blund. Ég gæti trúað að hann yrði sæmilega sólbrenndur eftir þetta afrek sitt. Hann hefði örugglega sofið töluvert lengur ef við hefðum ekki gerst ósvífnir og vakið hann.
En það var ýmislegt fleira gert í tjaldferðinni en að leita að Ívari. Alls konar læti. Leikið var á gítar fram á morgun. Svo, um sjöleytið, voru komnar af stað mjög heimspekilegar umræður hjá okkur sem enn vorum vakandi og m.a. var rætt um stærðfræðina í MR. Það var rætt um helvítis tangens og kótangens og sínus og kósínus og ég held að það sé ekki spurning að Jósep komst að réttu niðurstöðunni um það allt: Það voru nokkrir stærðfræðingar saman komnir í ærlegt partí heima hjá Pýþagórasi og voru að taka inn sveppi og ýmis önnur efni. Svo voru þeir komnir í væna vímu og einn þeirra sagði:"Hei! Ég var að finna nýtt stærðfræðihugtak:Tangens. Fokkin tangens maður! Eruð þið að ná þessu? Tangens af horninu v." og hinir sögðu:"Snilld, maður, þú ert sniiiillingur!" svo leið smá tími og einhver annar stærðfræðingur sagði:"Hei ég er að toppa hugmyndina sem þú fékkst áðan: Kótangens! Strákar, við erum að tala um kótangens: fokkin einn deilt með tangens af vaff! Það er kótangens" og hinir:"Aaaaahhhahahahahahahahhaahha! Djöfulsins öskrandi snilldin. Við erum sniiillingar!". Og upp frá þessu hafa tangens og kótangens verið lykilhugtök í stærfræði. Svo fundu þeir upp sínus og kósínus á tilsvarandi hátt.
Í hnotskurn: Öskrandi hressileg tjaldferð. Fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
Lokaorðin eru fengin úr Árbók Framtíðarinnar, mottó Henriks:"Þessi tangens er hálfviti"
fimmtudagur, 22. maí 2003
Martröð
Ég er greinlega ekki búinn að átta mig á því að prófin eru búin. Í nótt dreymdi mig að bekkurinn væri í munnlegu prófi í íslensku. Þetta var furðulegt í alla staði. Ég hefði getað ímyndað mér að munnlegt próf í íslensku væri úr Egils sögu og Snorrra-Eddu sem við höfum lesið eftir jól. En þetta próf var ekki þannig. Knútur, íslenskukennari var mættur með einhverjar gamlar ljósmyndir og prófið var einfaldlega fólgið í því að segja Knúti hvað væri á myndunum. Hljómar auðvelt. En þetta var ekkert sérstaklega auðvelt því ein myndin var úr einhverju bekkjarferðalagi sem ég fór í þegar ég var 6 eða 7 ára. Svo voru svarthvítar myndir af einhverju fólki og torfbæum í baksýn. Við áttum að segja hvað fólkið á myndunum hét. Ég veit ekkert hvernig við áttum að vita það. Svo kallaði ein stelpan í bekknum Knút mömmu. Það kom ekki fram hvort það væri út af því að hún væri eitthvað klikkuð eða hvort Knútur var í alvöru mamma hennar. Mér finnst samt líklegra að hún hafi bara verið eitthvað klikk. En ég afskrifa ekki hinn möguleikann því allt virðist vera mögulegt í svona draumum.
Vægast sagt algjör sýra og ég vona að mig dreymi ekki eitthvað árans próf aftur.
miðvikudagur, 21. maí 2003
Fleiri tenglar
Ég er búinn að bæta nokkrum tenglum við. Dagur fær tengil því það er ýmislegt af viti á blogginu hans. En ekki allt. Hann er líka vinstri-maður og ber það auglóslega merki um pólitískt vit. Svo fær Elín Lóa tengil því hún virðist hafa vit á tónlist, a.m.k. mælir hún með White Stripes lagi. Svo verð ég að sjálfsögðu að linka á fjarskyldu frænku mína sem tók myndina af mér á þorrablótinu. Ég var mjög ferskur á þessari mynd. Það er alveg deginum ljósara. Guðmundur og Subway segja:"Ferskleiki er okkar bragð".
þriðjudagur, 20. maí 2003
Bomba
Prófum er lokið. Tjaldferð er handan við hornið, það er að segja ef ég fæ far. Í dag frétti ég nefnilega að ég get ekki fengið far þar sem ég ætlaði að fá far, svo allt er í upplausn. En þessu verður reddað einhvurn veginn vona ég. Síðan verður bara bullandi frí þangað til 2.júní. Þá fer ég að vinna. Áðan eftir prófið ákváðum við drengirnir að fara í einhverja vitleysu, óvissuferð í strætó. Við tókum fjarkann og enduðum í MH. Við skoðuðum okkur um þar þangað til húsvarðarandskotinn kom og rak okkur út. Guðs hús er öllum opið en það sama á greinilega ekki við um MH. Húsvörðurinn var mjög fúll og sagði að skólinn væri ekkert opinn fyrir hvern sem er. Svo vísaði hann okkur út. Skandall. Ef einhver á laust sæti í bíl í tjaldferðina, jafnvel tvö, má sá hinn sami endilega láta mig vita.
mánudagur, 19. maí 2003
Heimsmet?
Ég var að gá að pósti á netfangi sem ég er hættur að nota. Þar voru 796 ný skilaboð. Það kenndi ýmissa grasa eins og sjá má af þessu:
716 Music Offer Your Favorite Music 6-Aug-2002 19K
715 sade21@mail.ru Fwd: the celeb pics we spoke about! 6-Aug-2002 3K
714 Auction Live...Live...Live... 5-Aug-2002 3K
713 LYSOL (R) Brand Pro... Print Free Grocery Coupons for LYSOL® Brand... 5-Aug-2002 11K
712 Customer Assistance RE: Your Gold Card 5-Aug-2002 4K
711 DailyDealDepot Epil Stop Hair Removal - On Sale Today! 5-Aug-2002 3K
710 SpinForMillions Kick start your weight loss today! 5-Aug-2002 5K
709 Win a Trip to Vegas! $2000 Trip to VEGAS, Look how to Win NOW 5-Aug-2002 2K
708 Movie Fan FREE Movie Tickets & Rentals, No Credit Car... 5-Aug-2002 8K
707 Sony #628S2 Unclaimed Reward Notification gfm@l... 5-Aug-2002 4K
706 Internet Access Speed Up Your Internet Affordably 5-Aug-2002 4K
705 More Money Double your salary! 5-Aug-2002 5K
704 Daily Ripple Get a Digital Camera, Camcorder and PC Came... 5-Aug-2002 14K
703 CDsteals Star Trek® Programs for an Out of This Worl... 5-Aug-2002 12K
702 Specials Get Up To $200 Bonus at Casino On Net Now!!! 4-Aug-2002 6K
701 1st 100 Responses O... FREE Sony DVD Player 4-Aug-2002 3K
700 Hot Deals View photos of Singles in your area 4-Aug-2002 13K
699 Cool Stuff Wow! Free SONY DVD Player... 4-Aug-2002 4K
698 Daily Ripple Get 4 DVDs for 49¢ each! (plus shipping & p... 4-Aug-2002 16K
Spennandi, ha? Og öll þessi tilboð eru útrunnin. Kannski var þetta ástæðan fyrir að ég hætti með þetta netfang.
Mesta törnin að baki
Í dag var ég í efnafræðiprófi og þá er bara enskuprófið eftir. Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Ég var nokkuð vel lesinn en tímaskortur kom samt upp eins og venjulega. En ég er að smella sexunni á þetta ef ég er heppinn, sem er nú bara dágott miðað við að þetta er efnafræði. En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið og það er gefið að ég verð eitthvað að læra fyrir enskuprófið á morgun.
föstudagur, 16. maí 2003
Sofa
Frönskuprófið var ekkert voðalega erfitt. Ég hækka mig væntanlega frá jólaprófinu. Það þarf ekki mikið til, því ég fékk fjóra á því. Hins vegar var íslenskuprófið frekar strembið og ég þori ekki að leggja höfuðið að veði upp á að ég hafi náð því. En nú er ég farinn að sofa. Svo mun ég læra verulega vel fyrir efnafræðiprófið.
fimmtudagur, 15. maí 2003
Ísland úr NATO
Þú ert sterklega á móti núverandi ríkisstjórn, á móti NATO, á móti virkjunum. Þú hefur hugsjónir, og því kýstu Vinstri Græna. (Verst að þeir eru soddan kommar)
Hvað kýst þú?
miðvikudagur, 14. maí 2003
Nýtt líf
Mannlíf, Hús og hýbíli, Gestgjafinn. Fólk með Sirrý?
Nei ekkert af þessu. En spjallborðið hérna neðst á síðunni hefur greinilega hlotið nýtt líf, því nú hefur Andrési borist áskorun um að kasta fram einni stöku á spjallborðið (eða frumsömdu ljóði eins og spekingurinn orðar það). Ég tek undir þessa áskorun og bið Andrés að skora á einhvern til að skjóta fram næstu stöku.
Leiðrétting
Logi Ólafsson verður ekki beinlínis landsliðsþjálfari, bara aðstoðarmaður Ásgeirs Sigurvinssonar. Mér skilst auk þess að þeir séu báðir einungis ráðnir til bráðabirgða. Ég skildi fréttina á fótbolti.net greinilega eitthvað vitlaust.
þriðjudagur, 13. maí 2003
Nýr landsliðsþjálfari
Nú er búið að ráða Loga Ólafsson sem þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu. Mér finnst það mesta firra því Logi hefur nú ekkert verið sérstakur þar sem hann hefur þjálfað og hann náði ekki góðum árangri með landsliðið þegar hann þjálfaði þá áður. Ég held að þeir ættu að ráða Guðjón Þórðar aftur og hætta þessari vitleysu. Eða jafnevel Ólaf Þórðarson sem þjálfar ÍA og ungmennalandsliðið. En hver veit, kannski kemur Logi á óvart.
mánudagur, 12. maí 2003
sunnudagur, 11. maí 2003
Geðveikt grill
Ég fór í grillveislu hjá frænku minni í gær ásamt einhverjum ættingjum. Maturinn var alveg glimrandi góður. Síðan var fylgst með kosningasjónvarpinu. Flestir þessara ættingja kusu Framsóknarflokkinn. Þrír kusu Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er ágætis fólk en þegar kemur að pólitík virðist allt hringlast í hausnum á þeim og þau kjósa bandvitlaust. Vonandi sjá þau að sér fyrir næstu kosningar.
Úrslitin
Þá eru úrslit kosninganna ljós. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði slatta en ríkisstjórnin heldur samt velli. Ríkisstjórnin hefur fimm menn í plús á stjórnarandstöðuna og það er allt of mikið. Framsóknarflokkurinn átti engan veginn skilið það sem hann fékk. Það var fáránlega mikið. Vinstri grænir töpuðu einum manni og það er alls ekki fagnaðarefni. Þeir hefðu mátt bæta við sig tveim. Þá hefði ég verið sáttur. Þeir fá auk þess ekkert nýtt fólk á þing eins og allir hinir. Frjálslyndir náðu nokkuð góðum árangri en hefðu átt að ná betri. Samfylkingin þykist vera sigurvegari kosninganna. Ég get ekki alveg fallist á það því ekki náðist að fella stjórnina og Samfylkingin var bara að fá svipað og í könnunum, jafnvel heldur lægra. Ég er ósáttur við að VG náðu ekki inn Atla Gíslasyni, Kolbeini Proppé og Þóreyju Eddu. Ekki hefði heldur spillt fyrir ef Katrín Jakobsdóttir hefði komist inn. Þetta er afar frambærilegt fólk. Frjálslyndir hefðu líka alveg mátt ná Margréti Sverris. Sérstaklega ef litið er til þess hvurs konar vitleysingar voru að bætast í þingmannahóp Sjálfstæðisflokksins: Sigurður Kári og Guðlaugur Þór. Svo hefði Halldór Ásgrímsson alveg mátt detta út. Hann er alltaf með þennan vorkunnartón, en ég vorkenni honum ekki neitt. Sumir hafa gert það og Halldór komst inn.
Nokkrir bætast við sem vit virðist vera í. Það eru þá aðallega Magnús Þór Hafsteinsson og Gunnar Örlygsson hjá Frjálslyndum og Katrín Júlíusdóttir hjá Samfylkingu. Svo eiga eflaust einhverjir eftir að koma á óvart.
laugardagur, 10. maí 2003
Krakkinn bandvitlaus
Krakkinn var að segja mér að hún er víst með blogg. Það er á slóðinni http://krakkinnnina.blogspot.com. Ansi merkilegt. Hún hefur greinilega ekki séð sér fært að uppfæra mikið.
föstudagur, 9. maí 2003
Ríkisstjórn Íslands
Nú hefur Ísland verið undir stjórn Sjálfstæðismanna í tólf ár. Hvað hafa þeir gert á þessum tólf árum annað en að röfla um góðæri, stöðugleika og hagvöxt sem eru uppáhalds orðin þeirra? Fólk virðist vera ansi fljótt að gleyma. Lítum aðeins á afrek þeirra:
-Þeir litu svo á að friðarhreyfingin Falun Gong væru hættulegir glæpamenn, jafnhættulegir og Hellls Angels, og lokuðu þá inni í Njarðvíkurskóla til að byrja með. Svo var þeim sleppt þaðan en þá voru þeir bara handteknir við friðsöm mótmæli.
-Þeir seldu einkavinum sínum hlut ríkisins í Landsbankanum, sem hefur skilað hagnaði í mörg ár.
-Þeir gerðu milljónastarfslokasamning við Þórarinn V. Þórarinsson þegar hann hætti hjá Landssímanum.
-Þeir hafa flutt fyrirtæki út á land til að leysa landsbyggðavandann.
-Þeir hafa selt einkaaðilum ýmis þjónustufyrirtæki. Þessi fyrirtæki sjá sér engan hag í að reka þjónustu úti á landi þar sem þau tapa á því. Þetta er einn liður í því hjá ríkisstjórninni að drepa landsbyggðina.
-Þeir ætla að leysa landsbyggðavandann með því að byggja virkjanir og álver hér og þar. Ekki hefur tekist að sýna fram á hagkvæmni allra þesarra framkvæmda fyrir utan það að töluverð náttúruspjöll hafa hlotist af þessari stefnu.
-Þeir hafa byggt upp "góðærið" sem hefur þó alla tíð bara verið þjóðsaga og hefur aðallega náð til ýmissa ríkisbubba og kvótakónga.
-Studdu stríð í Írak.
-Öryrkjadómurinn.
-Svo var auðvitað magnað að þegar Finnur Ingólfsson var búinn að klúðra flestu sem hægt var að klúðra í ráðherraembætti fékk hann bara stöðu Seðlabankastjóra eins og fínn maður.
-Vöruverð sem er yfir öllum velsæmismörkum.
-Samþykktu tuttugu milljarða ríkisábyrgð fyrir Erfðagreiningu.
Ég gæti eflaust talið ýmislegt fleira upp sem ég man ekki í svipinn. Það er ljóst að sitjandi ríkisstjórn kann ekkert að fara með fé. Það er mikilvægt að þessi ríkisstjórn verði felld á morgun. Það er ekki spurning. Ég vil líka komu einu á framfæri við Davíð Oddsson: Þú getur sjálfur verið kollsteypa.
X-U, ekki spurning.
Gary Grant
Ýmsir frambjóðendur hafa látið ljós sitt skína í kosningabaráttunni. Ég sá einhvern frá Sjálfstæðisflokknum í KoningaSilfri Egils. Hann heitir Bjarni Benediktsson og móðir mín fræddi mig á því að hann væri alveg eins og Gary Grant. Það er víst einhver leikari en ég kann ekki nánari deili á honum. Það sem ég sá var að þessi maður leit út eins og maður úr auglýsingu fyrir þrjátíu árum. Hann er svona maðurinn sem vinnur úti. En konan hans er heimavinnandi húsmóðir. Auglýsingin væri þá þannig að hann kæmi heim úr vinnunni og færði konu sinni ryksugu að gjöf. Svo væru þau bæði skælbrosandi og mjög lukkuleg yfir þessari gjöf mannsins. Það skal tekið fram að þetta væri að sjálfsögðu svarthvít auglýsing. Og textinn væri einhvurn veginn svona:"Ryksugurnar frá Kjarna, vekja lukku hvarvetna". En þetta er bara mín skoðun og að sjálfsögðu er ekki hægt að dæma manninn út frá þessu.
fimmtudagur, 8. maí 2003
Ferskleiki?
Munnlegt dönskupróf á morgun og stúdentspróf í dönsku. Meiri ósköpin að taka þriggja tíma próf. Það þarf ýmislegt að rifja upp fyrir skriflega prófið. Meðal annars bókina "Den kroniske uskyld" sem ég las helminginn af fyrir jól og hef aldrei klárað. En ég veit samt um hvað sagan snýst. Fáránlegt að útskrifast úr dönsku núna. Ég hefði alveg viljað eitt ár enn. Þetta er það auðvelt fag og það er mjög gott að hafa eitthvað af skítléttum fögum til að koma upp á móti stærðfræðinni. Munur að hafa þetta svona útjafnað.
miðvikudagur, 7. maí 2003
Atvinna
Ég er búinn að fá vinnu í sumar hjá Gatnamálastjóra. Spurning hvort þetta verður jafn gott og í fyrra. Þá var ég einn af þeim sem voru ráðnir út á aukafjárveitingu frá borginni og byrjaði um miðjan júní. Á morgnana þurfti ég alltaf að mæta í Ártúnsholt. Síðan var mér og mínum hóp ekið í Seljahverfið þar sem ég bý og þar áttum við að reyta arfa úr beðum og setja sand í beð. Og fyrst þurfti að fara með annan hóp af einhverjum sauðnautum í Árbæinn. Þannig að ég var að fá slatta borgaðan fyrir að sitja í bíl á hverjum degi. Svo var einhver verkstjóri hjá okkur en hún mætti bara á morgnana til að sjá hverjir væru mættir. Svo leit hún við einu sinni yfir daginn en það var bara suma daga. Þannig að við vorum bara eftirlitslaus í einhverju bulli í trjábeðum í Seljahverfi. Svo áttum við sjálf að muna eftir kaffitímunum okkar. Það var einhverra hluta vegna mjög létt og teygðust kaffitímarnir stundum á langinn. Svo gátum við bara verið í fótbolta eða fengið okkur hænublund í sólinni. En þess má til gamans geta að okkur var hrósað fyrir að vera mjög duglegur hópur. Spurning hvort það segir ekki meira um hina hópana en okkur. Yfirverkstjórinn sagði meira að segja að hann vildi endilega fá okkur aftur í vinnu næsta sumar. Gaman að þessu.
Niðurstaðan: Af þessu er ljóst að verkstjórar í svona sumarvinnu eru alveg óþarfir og starfsmenn eru duglegri ef þeir eru ekki undir eftirliti.
Ég verð sjálfsagt undir stöðugu eftirliti í vinnunni í sumar. Sérstaklega ef einhver spekingur hjá gatnamálastjóra les þetta.
þriðjudagur, 6. maí 2003
Glatt á hjalla í Valhöll
Hvað ætli kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar muni kosta? Þeir hafa auglýst flokka mest þótt Samfylkingin fylgi fast á eftir. Ég heyrði einhvern speking í Silfri Egils skjóta á að baráttan hjá þeim kæmi til með að kosta u.þ.b. þrjúhundruð milljónir og hljómar það ekki ósennilega. Mér skilst t.d. að heilsíðuauglýsing í Mogganum kosti um 500 þúsund. Og hverjir borga brúsann? Það væri gaman að fá að vita það. En Sjálfstæðismenn ætla nú aldeilis ekki birta bókhald um kosningabaráttuna. Nei, nei. Það væri alveg ómögulegt. Það eru bara litlu aumingjaflokkarnir sem birta bókhald. Svoleiðis er löngu dottið úr tísku að mati Sjálfstæðismanna. En samt þykjast þeir ekkert hafa að fela varðandi bókhaldið og ég heyrði Geir H. Haarde segja í einhverjum þætti:"Jú, jú, við gætum alveg birt bókhald. Við teljum þess bara ekki þörf". Ég held að það sé einmitt þörf á því á þeim bænum, enda ekki um neinar smáupphæðir að ræða. En það er að sjálfsögðu ekkert óeðlilegt við það að auglýsa fyrir þrjúhundruð milljónir. Nei, nei, nei, nei, nei. Þess má geta að áðan kom afar veglegur bækligur frá Sjálfstæðisflokknum inn um bréfalúguna. Þar er greint frá góðum verkum Sjálfstæðisflokksins og því að þeir ætla að gera enn betur á næsta kjörtímabili.
Svona var það: Þetta var örugglega þannig að rétt áður en kosningabaráttan byrjaði hélt Davíð fund í Valhöll með ungum Sjálfstæðismönnum. Þar hefur hann væntanlega verið uppáklæddur sem töframaður, með skikkju, svartan pípuhatt og töfrasprota. Svo hafa töfrabrögðin byrjað: Davíð tók niður hattinn og setti hann á borðið. Hann byrjaði á að draga þorska upp úr hattinum, einn af öðrum, svo húsið var orðið fullt af þorskum áður en langt um leið. Svo flæddu þorskar út á götu og fólk tók því fagnandi og hirti með sér nokkur stykki til að haf í soðið. Já, já, það er hægt að auka þorskkvótann um þrjátíuþúsund tonn. Svo, allt í einu, fór hann að draga seðla út úr erminni, ekki einhverja smápeninga. Onei, þrjúhundruð milljónir. Og Sigurður Kári og Guðlaugur Þór, lærlingar Davíðs, hlógu hrossahlátri og klöppuðu sem mest þeir máttu. Já, þá var nú glatt á hjalla í Valhöll.
Af einhverjum ástæðum efast ég um að þetta hefi verið alveg svona. Þótt ótrúlegt megi virðast finnst mér óeðlilegt að flokkurinn birti ekki bókhald. Það skyldi þó ekki vera af því að þeir hafi eitthvað að fela. Mér finnst ekki ólíklegt að kvótakóngar séu að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um vænar fúlgur fjár. Eða er þetta bara vitleysa í mér?
Skítfallinn
Ég er ansi hræddur um að ég sé fallinn á ólesnu stærðfræðiprófi sem ég var í í dag. Ég þurfti að ná fimm í einkunn til að ná (þar sem ég féll um jólin eins og 60% árgangsins) en þetta var upp á hámark 35 stig, sem hefði dugað til að ná ef ég hefði ekki fallið um jólin. En Ég tek þessu bara og fer í endurtökupróf. Pajdakinn mun líklega kenna mér eitthvað í stærðfræði (og þá sérstakela hornaföllum) áður en ég fer í það próf. Þá á ég að ná því. Enda eru endurtökupróf oftast léttari en hin þótt þau séu úr öllu námsárinu. Sin, Cos, Tan og allt það er nú meira bullið.
mánudagur, 5. maí 2003
X-Men próf
You are Gambit!
You are a fierce fighter and a good friend to have.
Your preference for solitude and your
attractiveness make you very intriguing to
those you meet. Unfortunately, close
relationships are few and far between for you
because you often have trouble opening up to
others.
Which X-Men character are you most like?
brought to you by Quizilla
Já, ég ætla að fara á þessa mynd við fyrsta tækifæri. Sú fyrri var gríðargóð.
Lesin stærðfræði
Ég var í lesna stærðfræðiprófinu í dag. Þetta er upp á hámark 5 hjá mér held ég en vona bara það besta.
Loksins er komin ADSL tenging á heimilið. Hún var keypt fyrir tveim mánuðum og mamma er nokkrum sinnum búin að reyna að setja hana í gang án árangurs. Í dag fór hún með tölvuna á verkstæði Símans til að láta líta á þetta. Þeir gátu ekki sett tenginguna á og sögðu að tölvan væri bara að verða ónýt. Það var að sjálfsögðu bölvað bull. Tölvan er tæpra tveggja ára og ólíklegt að hún sé bara ónýt si svona. Síðan prófaði mamma að keyra Windows inn á tölvuna aftur og þá var allt í einu hægt að setja ADSL-ið inn. Magnað.
föstudagur, 2. maí 2003
Brjálæðingur
The Dante's Inferno Test has banished you to the Second Level of Hell!
Here is how you matched up against all the levels:
Level | Score |
---|---|
Purgatory (Repenting Believers) | Very Low |
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers) | High |
Level 2 (Lustful) | High |
Level 3 (Gluttonous) | Low |
Level 4 (Prodigal and Avaricious) | Low |
Level 5 (Wrathful and Gloomy) | Low |
Level 6 - The City of Dis (Heretics) | Moderate |
Level 7 (Violent) | Low |
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers) | Moderate |
Level 9 - Cocytus (Treacherous) | Low |
Take the Dante's Inferno Hell Test
Aha
Take the Radiohead Collective Member Test.
Rétt er að geta þess að þetta próf var eitt af mörgu fróðlegu á bloggi Arngríms Stefánssonar, en ég var að kynna mér það rétt í þessu.
Ascending - Descending
Þá er fyrsta prófinu lokið, tölvufræði. Ég held að ég nái því en best að vera ekki of bjartsýnn fyrirfram. En prófið þótti í léttari kantinum. Ég spái áttunni á þetta. Það spruttu upp deilur eftir prófið meðal nemenda um einn liðinn, hvort það væri ascending eða descending. Ég merkti við ascending. Það var vitlaust. Ég er búinn að gá að þessu. Súrt.
fimmtudagur, 1. maí 2003
Stuðningur við flokkana skv. prófi Mbl
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (U) 86%
Nýtt afl (N) 72%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 72%
Samfylkingin (S) 69%
Framsóknarflokkur (B) 62%
Sjálfstæðisflokkur (D) 51%