miðvikudagur, 30. apríl 2003

Sísí fríkar út

Kennslu er nú lokið og vorpróf eru það sem við tekur. Sísí fríkar út. Ég fékk námseinkunnir í dag. Ég fékk ekki nema 3 í ólesinni stæ. sem er augljóslega óviðunandi. Svo fékk ég fjóra í efnafræðinni. Ussusususususususususus. En ég var eitthvað hærri í öllu hinu.

Ég var að fá tvær bekkjarmyndir sem Pajdakinn lét mér í té, eina af tíunda bekknum sem ég var í og eina af bekknum mínum á síðasta skólaári, 3.E. Ég klikkaði á því að fá þessar myndir þegar þær komu. Ég var svo að redda þeim núna. Já, það er um að gera að vera snemma í þessu. En ég þarf eiga þessar bekkjarmyndir. Það verður örugglega gaman að skoða þær á elliheimilinu. Þá get ég bent á einhvern og sagt: "Hvaða bölvaður aumingi er þetta?" Svo kíki ég á nafnalistann sem fylgir og sé:" 2.röð nr.5 frá hægri:Guðmundur Friðrik". "Hvur andsk., þetta er ég." Og svo hendi ég bekkjarmyndinni í arininn. Nei nei. Þegar ég skoðaði tíundabekkjarmyndina sá ég að ég hef breyst. Andlitið á mér þá var meira í líkingu við ungbarnsrass, en ekki þó jafn líkt ungbarnsrassi og það var á fermingarmyndinni. Uss. Minnstu ekki á það ógrátandi. En nú mun ég skanna þessar myndir og prenta þær út. Þá hef ég eitthvað að gera á ellihimilinu: Ég get skoðað gamlar bekkjarmyndir og maulað konfekt á meðan með fölsku tönnunum. Aldeilis munaður, það.

Danskt orðasamband dagsins er tyk hårtop sem þýðir lurgur á íslensku. Og þess má til gamans geta að að taka í lurginn á einhverjum er á dönsku at give en en overhaling. Þetta er fengið úr Íslensk-danskri orðabók frá Ísafold.

Atvinnutilboðin streyma inn

Ég var að fá atvinnuauglýsingu:Starfsmaður íþróttahúss á Reyðarfirði. Það er greinilega búið að leysa landsbyggðarvandann.

þriðjudagur, 29. apríl 2003

Roknasveifla

Ég lærði stærðfræði úti á verönd áðan. Ef það er ekki sveifla veit ég ekki hvað.

Grænar grundir

Nú eru grundir orðnar algrænar, líka hér í Breiðholti en ég hef ekki fengið fregnir af því hvort vorið er komið á Kjalarnesi. Svo hefur verið nokkuð gott veður síðustu daga. En sumarið er ekki komið. Það kemur þegar prófum er lokið.

Danskt orðasamband dagsins er gammelt og affældig kvindemenneske sem þýðir á íslensku kerlingarhró. Þetta er fengið úr íslensk-danskri orðabók frá Ísafold.

Faxinn og Skólablaðið

Nú eru bæði Skinfaxi og Skólabalðið komin út. Við fyrstu sýn virðist mér Faxinn vera heldu betri. En ég á eftir að grúska betur í þessu.

mánudagur, 28. apríl 2003

Geðklofi

Já, samkvæmt þessu hressilega prófi er ég þrír vondir karlar. Mér líst nú langbest á að vera Kjartan úr Strumpunum. Ég held að hinir séu bölvaðir ræflar.


Hvaða teiknimyndavondukall ert ÞÚ?


Hvaða teiknimyndavondukall ert ÞÚ?


Hvaða teiknimyndavondukall ert ÞÚ?

Þannig er nú það.

Góðir slagarar

I,E,E,A,O eða Æja, Eija, Heia, Hó eða hvað sem það heitir lagið með System Of A Down er frábært og var ég rétt í þessu með það lag í botni. Go With The Flow með Queens Of The Stone Age er líka þónokkuð hressandi og svo auðvitað öll gríðargóðu lögin af nýjasta disk White Stripes. Allt magnaður andskoti.

Munnlegt frönskupróf

Ég fór í munnlegt frönskupróf í dag. Það var ósköp létt og ég rúllaði því bara upp í ermina. Það gekk þannig fyrir sig að við drógum miða og lásum svo upp úr bókinni af bls. sem skrifuð var á miðann. Ég fékk mjög léttan texta, svo léttan að kennarinn ákvað að hætta með þann texta. Svo átti að svara spurningum úr textanum og var það létt verk og löðurmannlegt. En þrátt fyrir að þetta próf hafi verið létt verður ólesið vorpróf í stærðfræði eflaust svaðalega erfitt.

Danskt orð dagsins er røvrille sem þýðir á íslensku rassskora. Þetta er fengið úr Íslensk-Danskri orðabók frá Ísafold.

sunnudagur, 27. apríl 2003

Það má leika sér í þessu tímunum saman

Djöfulsins öskrandi snilld að teygja Össur í allar áttir. Það er hægt að leika sér í þessu tímunum saman.

Metaðsókn

Ég er ekki frá því að í dag hafi verið slegið met í aðsókn á síðuna. 41 gestur það sem af er degi (kl. 20:07). Það er alla vega líklega búið að jafna gamla metið. En kommentakerfið hefur ekki mælst sérlega vel fyrir. Einn hefur skrifað.

Karlinn bara kominn með kommentakerfi

Vegna fjölda áskorana hef ég sett á laggirnar athugasemdakerfi á síðuna. Þetta var erfitt í fæðingu en tókst að lokum. Ég vil tileinka þetta Skarphéðni Pálmasyni, kennara og snillingi með meiru.

laugardagur, 26. apríl 2003

Stuttar skilgreiningar á flokkunum

Kosningarnar eru handan við hornið. Því er ekki úr vegi að skilgreina flokkana með stuttum skilgreiningum þar sem erfitt getur reynst að fara að lesa stærðarinnar stefnuskrár hjá öllum flokkum. Þetta hjálpar vonandi fólki sem veður í villu og svima og ætlar að kjósa vitlausan flokk að kjósa rétt. Skilgreiningarnar hljóma svona:
-Framsóknarflokkurinn-(xB): Flokkur sem er alveg búinn að missa það. Einhvern tímann var hann ágætur og barðist fyrir bændur og gætti hagsmuna landsmanna að einhverju leyti. En síðustu ár hefur hann helst hugsað um það að vera í stjórn. Það hefur honum tekist og hefur hann setið bæði í ríkisstjórn og borgarstjórn. Í ríkisstjórninni hefur flokkurinn látið Sjálfstæðisflokkinn draga sig á asnaeyrunum í mörgum málum. Fylgismenn mengandi iðnaðs upp um hóla og hæðir.
-Sjálfstæðisflokkurinn-(xD): Flokkur sem er líka gjörsamlega búinn að missa það. Einhvern tímann í fyrndinni hafði hann ágætis baráttumál og forgangsraðaði rétt. Síðan þá er mikið vatn runnið til sjávar og flokkurinn hefur skitið á sig á síðari árum. Flokkur sem vill helst einkavæða allt frá bönkum til heilbrigðisstofanana. Vilja skjótfenginn gróða og selja banka sem hafa þó skilað hagnaði. Þetta kallast að selja gullgæsina. Vilja hafa kvótakerfi þrátt fyrir óánægju mjög margra með það. Síðasta afrek þeirra var svo að styðja stríð í Írak eindregið þrátt fyrir andstöðu 80% þjóðarinnar.
-Frjálslyndi flokkurinn-(xF):Sá flokkur sem hefur komið sterkastur inn af öllum flokkunum og stóraukið fylgi sitt að undanförnu. Ekki að undra því flokksmenn hafa verið óvægnir í garð ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa gagnrýnt kvótakerfið mest allra flokka og vilja koma á fót fiskveiðikerfi sem býður ekki upp á kvótakónga og færir auðlindina til þjóðarinnar á ný. Í flokknum er mikið af sjóurum og öðrum hörkutólum sem vita vel hvað þeir syngja. Vilja velferðarstjórn eins og Vinstri-grænir.
-Samfylkingin-(xS): Berst fyrir jafnrétti. Flokkur sem hefur líka stóraukið fylgi sitt og ógnar Sjálfstæðisflokknum verulega. Þeir vilja ganga í ESB. Vilja hækka skattleysismörk og lækka skattbyrði á einstaklinga. Náðu í Ingibjörgu Sólrúnu úr borgarstjórnni og dýrka hana mjög.Helst til of mikið. Hún á að vera bjargvættur flokksins. Spurnig hvort tími Jóhönnu Sig. er loksins kominn. Maður veit aldrei.
-Vinstrihreyfingin-grænt framboð-(xU: Besti kosturinn. Vilja efla velferðarkerfið til muna. Berjast fyrir jafnrétti. Umhverfisverndarsinnar. Hafa ekki verið með hjal um óraunhæfar lækkanir skatta en vilja efla velferðarkerfið þess meira og lækka kostnað við heilbrigðisþjónustu. Einnig vilja þeir ókeypis leikskóla. Vilja afnema kvótakerfið og færa auðlindina til fólksins á ný með bættu fiskveiðistjórnunarkerfi. Flokkur sem hefur mjög skýra stefnu og tekur afgerandi afstöðu í flestum málum.
Nýtt afl-(xN): Nýr flokkur sem hefur vakið athygli á ýmsu sem virðist hafa gleymst í umræðunni. Hafa ýmislegt gott fram að færa en koma frekar seint fram og hafa lítið fjármagn til að auglýsa og eiga því ekki mjög mikla möguleika í baráttunni. En aldrei að segja aldrei.
T-listi-(xT): Óánægjuframboð Kristjáns Pálssonar sjálfstæðismanns. Býður bara fram í einu kjördæmi. Ég held að þetta sé alveg dauðadæmt hjá kallgreyinu.

í stuttum skilgreiningum sem þessum er að sjálfsögðu bara stiklað á stóru en svona eru flokkarnir í stórum dráttum. Svo má alltaf deila um það hvort ég er hlutlaus í afstöðu minni.

föstudagur, 25. apríl 2003

Ábending

Steindór var að benda mér á að það er Vika bókarinnar og þess vegna eru bækurnar í strætó. Asnalegt engu að síður.

Óskapnaður

Það hefur eitthvað verið að angra mig í hálsinum síðustu daga. Vonandi er ég ekki kominn með HABL- lungnabólguna. Það er nú meiri hryllingurinn. Það eru víst einhverjir búnir að smitast í Bretlandi og Frakklandi. Bara vonandi að það takist að stöðva þetta áður en þetta leggur gjörvallan heiminn að velli.

Magnað, magnað, magnað

Diskurinn með White Stripes er svo magnaður að allir ættu að verða sér úti um hann. Annars eru þeir bara þursar sem kunna ekki gott að meta. Mesta snillidin er lagið Hypnotize en annars eru þau langflest algjör snilld.

Strætó alveg að missa það

Strætó bs. hafa eitthvað misskilið það þegar viðskiptavinirnir hafa kvartað undan slælegri þjónustu. Þeir hafa nú komið fyrir bókum sem eru haganlega festar við sætin með járnvír. Með þessu vilja þeir auka þjónustuna. Ég get ekk séð að svo verði. Áðan sá ég reyndar dreng sem sleit bókina bara af vírnum og hafði hana með sér út. Með þessari nýbreytni getur fólk lesið í strætó. Þetta eru hinar ýmsu bækur: Myndasögusyrpur og ýmsar skáldsögur og barnabækur. Tökum dæmi af manni sem kemur í strætó að morgni og finnur sæti með einhverri álitlegri bók og fer svo að lesa. Hann nær hugsanlega að lesa tvo til þrjá kafla á leið sinni með vagninum. Svo næsta morgunn ætlar hann að halda áfram að lesa bókina en þegar hann kemur inn í vagninn sér hann að einhver gömul kerling hefur sest í sætið og er farin að grúska í hans bók eins og hún fái borgað fyrir það. Þá er hann tilneyddur til að skalla kerlingarfjandann og hrifsa af henni bókina svo hann geti haldið áfram að lesa þar sem frá var horfið.

Svo verður fólk eflaust farið að rífa blöð úr bókunum til að snýta sér og þess háttar.

Af þessu má sjá að þessi nýjung hjá Strætó er alls ekki til batnaðar og leiðir bara af sér ofbeldisverk og annann ósóma.

fimmtudagur, 24. apríl 2003

Bölvaður þurs og surtarbrandur

Atli
You are...Atli! You'd wish you were in a rock
band, but you just can't play guitar! You hang
around all day and often wish you were
somewhere in the Mediterranean drinking beer.
Music is the love of your life, and you have a
lot of hair on your body! Fantastic!


Which transgressive funker are you?
brought to you by Quizilla


Gaman að þessu

Ég er Raggi!
Ég er töff. Ég missi aldrei kúlið en ef það gerist, þá segi ég eitthvað hnyttið úr uppáhaldsþættinum mínum, Family Guy. Og auk þess kann ég listina að vakna lesandi, en með hjálp Hjöbba get ég sofið eins og mig lystir í skólanum. Was machst du am Wochenende? Jim Morrison er guð.


Taktu "Hvaða nemandi í 4.B ert þú?" prófiðHvenær ætlar einhver surtarbrandur að gera Hvaða nemandi í 4.R ertu prófið? Eða bara hvaða nemandi í MR. Það væri kannski full stórt. Jæja.

miðvikudagur, 23. apríl 2003

Bruðl

Fáránlegt, þetta bruðl flokkanna í kosningabaráttunni. Gott dæmi um það er kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Lækjargötu. Það er voðalegur glamúr við lýði þar. Ég kvarta svosum ekki því ég gat nælt mér í ýmislegt góðgæti þarna eins og kex og appelsínusafa. Þeir vita ekkert að ég er ekki með kosningarétt, og þótt svo væri myndi ég ekki kjósa þá, ekki einu sinni þó að ég hafi fengið veitingar hjá þeim. Þeir reikna sennilega með því að ég fari þá og segi mömmu að kjósa Samfylkinguna: "Mamma, Samfylkingin gaf mér kex, kjóstu þá" en ég er ekki fífl þannig að ég ætla ekki að gera það. Flestir flokkarnir eru svoleiðis að sólunda í kosningabaráttuna að mér verður óglatt. En sumir eru svo miklir þursar að þeir láta kaupa atkvæðin sín: "Hei, Samfylkingin gaf mér kex, ég ætla að kjósa þá" en svo lenda þeir kannski í vandræðum þegar Sólveig Pétursdóttir og Sigurður Kári grilla handa þeim pylsu með öllu, rækilega merkta xD: "Úff, Samfylkingin gaf mér kex og Sjálfstæðisflokkurinn pulsu, nú veit ég ekkert hvað ég á að kjósa. Aaa..mér finnst pylsur betri en kex, ég kýs Sjálfstæðisflokkinn". Já, sumir eru hálfvitar og hugsa ekkert um fyrir hvað þessir flokkar standa. Þeir hugsa bara: "Æ, er þetta ekki allt sama tóbakið?". Það er vitleya og ráðlegg ég öllum að kynna sér baráttuefni flokkanna.

Eitt er þó á kristaltæru: Enginn er svo vitlaus að hugsa: "Hei, Halldór Ásgrímsson syngur vel, ég kýs Framsóknarflokkinn" því að maðurinn syngur eins og stunginn grís (Hann söng í þætti Gísla Marteins). Ef fólk kýs Framsóknarflokkinn hljóta að vera einhverjar aðrar ástæður fyrir því sem eru mér allsendis óljósar.

Ég tel að það væri vel til fundið að Vala Matt og Gísli Mart byrjuðu saman með sjónvarpsþátt sem gæti heitið Tilgerðarþátturinn Matt/Mart. Hljómar óneitanlega vel.

Steik

Eins og ég skrifaði fyrir stuttu hefur mig ekkert dreymt langalengi. Núna upp á síðkastið hefur mig samt dreymt nánast á hverri nóttu og er það þá yfirleitt einhver steypa. Mig dreymdi eitthvað í nótt sem ég mundi þegar ég vaknaði en nú er ég búinn að gleyma því. Það er sjálfsagt ágætt.

Úff

Það var skóli í dag en þetta bjargast. Það er frí á morgun.

Gáfnaljós

Einhverjir skínandi gáfaðir starfsmenn Spalar ehf. voru að senda föður mínum bréf og utanáskriftin var svona:
Magnús Guðnason
Danmörku
Reykjavík


en svo voru starfsmenn póstsins búnir að krassa yfir Danmörku og skrifa rétta heimilisfangið. Spurningin hvar útibú Danmerkur í Reykjavík er.

þriðjudagur, 22. apríl 2003

Páskafríið tekið saman

Oft er gott að líta yfir farinn veg. Í dag er síðasti dagur páskafrísins. Ég hef ekki verið mikið að læra í þessu fríi. Ég hef bara verið í bullinu. Jú, ég er reyndar aðeins búinn að læra í stærðfræði, veitir ekki af. Svo er ég búinn að lesa fjóra kafla í Egilssögu. En enn er von og í dag ætla ég að taka aldeilis á því í lestrinum. Svo er maður bara að skella sér í aukatíma í stærðfræði á eftir þannig að það er alveg blússandi!...

Aðrar skemmtilegar staðreyndir: Ég át ógeðfelldan kalkún í páskamatinn sem var þurrari en Sahara eyðimörkin. Hins vegar prófaði ég að setja kalkún í samloku ásamt skinku og osti. Svo grillaði ég þetta í samlokugrilli og bragðaðist bara glimrandi vel. Gott ef ég setti ekki síðan tómatsósu á allt heila klabbið.

Já, nú er klukkan 14:15 og ég hef enn nokkra klukkutíma til að læra. Ég er að hugsa um að drífa bara í því núna. Það er alveg gefið.

mánudagur, 21. apríl 2003

OOOOOOOOOOOOOOooooooooooooooooooooooo

Enn eitt helvítis bullið. Ég er alltaf að fá pósta svipaða þessum á Hotmailið:

"We are the #1 MALE ORGAN ENLARGEMENT
supplement on the web. We guarantee the
success of our program or we will refund every
penny. Come find out why more men AND WOMEN
come to us than any other site.

Click Here to enlarge your member 1-3 inches in a matter of days!"


Og það skiptir engu hvað ég er oft búinn að reyna að blokka þetta. Það þýðir ekki.

sunnudagur, 20. apríl 2003

Amma og afi alltaf í glensinu

Ég heimsótti ömmu og afa í dag. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að amma sagði einhverja gargandi snilld sem ég ætlaði að skrifa hérna, en nú man ég ekkert hvað það var. Þetta var eitthvað geysilega hnyttið. Amma á það til að segja ýmislegt snilldarlegt. Reyndar eiga báðar ömmur mínar það til, og afarnir líka. Reyndar finnst mér mjög skemmtilegt hvað amma segir mér oft að ég sé svo horaður: "Það eru nú meiri ósköpin hvað þú ert horaður, Guðmundur minn, ekkert nema skinn og bein." Svo fóðrar hún mig á alls konar kræsingum. Svo spyr hún oft hvernig þetta sé, hvort ég fái nú ekkert að borða heima hjá mér. Ég svara því oftast til að ég fái nú stundum eitthvað að borða heima. "Já, fáðu þér nú eina jólakökusneið, þér veitir ekkert af því". Svo háma ég í mig bakkelsi sem amma hefur bakað.

Þetta minnir svolítið á söguna um Hans og Grétu þar sem galdranornin var alltaf að fita þau áður en hún hugðist éta þau. Nei. Þetta var ljót líking. Amma minnir ekkert á nornina í Hans og Grétu. Mér bara datt þetta í hug. Ég kann mjög vel að meta þegar fólk segir það sem því finnst og er ekkert að reyna að fegra hlutina eða skafa af því. Ég þoli ekki yfirborðsmennsku og tilgerð eins og er algeng hjá t.d. Bandaríkjamönnum. Það verður seint sagt um afa mína og ömmur að þau segi ekki hvað þeim finnst. Fólk á bara að segja það sem því finnst og engar refjar.

Æðiskast

Nei, ekki alveg æðiskast, en Haraldur hefur breytt litnum á síðu sinni. Hún er nú græn. Endilega lítið á það. Þetta er reyndar þrælmagnað hjá drengnum. Svo hefur hann séð sér fært að skrifa líka í leiðinni. Gott mál.

Hugmynd

Ég var að fá ansi smellna hugmynd fyrir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Einhverjir hafa kannski tekið eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn þykist allt í einu vera voðalegur fjölskylduflokkur og auglýsa sig sem slíkan. Í auglýsingum þeirra er xD merkið skyndilega í öllum regnbogans litum og svo má ekki gleyma skemmtilega slagorðinu þeirra: "Áfram Ísland". Já, nú bera þeir hag fjölskyldna fyrir brjósti. Þeir gorta líka af því að hafa komið á fæðingarorlofi fyrir karla og það er gott og blessað. Nú eru þeir ekki flokkurinn sem mokar peningum í jarðgöng úti á landi fyrir örfáar hræður og loka deildum í heilbrigðiskerfinu. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn vinur fólksins í landinu. Vinur öryrkja, ellilífeyrisþega og fjölskyldufólks. Og nú ætla þeir að lækka skatta, allt fyrir fólkið í landinu. Allt í einu er hægt að bæta verulega við þorskkvótann, Davíð hefur talað. Loforðin streyma frá hinum fjölskylduvæna Sjálfstæðisflokki. ÞAÐ ER GÓÐÆRI Í LANDINU, Davíð hefur talað.

Ég er með hugmynd fyrir kosningabaráttuna hjá þessum yndislega flokki. Hún ætti að geta skilað þeim slatta af atkvæðum. Björn Bjarnason er kominn í borgarstjórnina og hefur ekki látið að sér kveða í kosningabaráttunni. En þar liggur einmitt tækifærið. Við erum að tala um það að mála Björn Bjarnason með stríðsmálningu í öllum regnbogans litum (svipað og Afrískir ættbálkahöfðingjar) og líma á hann litskrúðugar páfuglsfjaðrir. Hann gæti þá orðið nokkurskonar lukkudýr flokksins. Þeir gætu svo sent hann niður í bæ þar sem hann gæti barið á drumbur, sungið eitthvað fallegt og svo öskrað xD! inn á milli. Hann gæti sprangað um Ingólfstorg og gefið börnum blöðrur merktar flokknum. Og svo gæfi hann öllum ís. Ooo, þetta er allt svo fallegt.

Ég vona að fólk láti ekki blekkjast af loforðaflaumi Sjálfstæðisflokksins og kjósi eitthvað af viti: xU.

laugardagur, 19. apríl 2003

Engin leti

Það þýðir ekkert að vera latur í páskafríinu. Ég tók á því í gær og las aðeins í stærðfræði. Svo er ég líka farinn að líta á Egils sögu. Þetta er allt að koma.

fimmtudagur, 17. apríl 2003

Finnið eina villu

Obbobobb. Það var víst stafsetningarvilla í tekstanum Góður draumur, maður!. Þetta uppgötvaði glöggur lesandi síðunnar og sendi ábendingu um það á spjallborðið. Ég var reyndar sjálfur búinn að taka eftir þessu. Það er slatti af villum á blogginu en ég nenni ekki að leiðrétta allar. Það væri alveg ómögulegt. Ég er farinn að ryðga í stefsetningunni því ég er útskrifaður úr henni. Fékk níu í lokaeinkunn sem er nú bara dágott.

Heimskulegt Leiðindaljósspróf

RossGuiding
Ross Marler: Þú ert góði framagæinn. Ert að fara
að bjóða þig fram til þings og horfurnar eru
góðar. Þú ert klár gæi, en hefur ekki getað
haldið í konu. Þér er þó nokk sama, því þér
hefur farnast vel i starfi. Vonandi nær Roger
ekki ad bera a þig rógburð í
kosningabarattunni (je right)


Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla

Ótrúlegt að það sé til fólk sem horfir á þennan þátt.

miðvikudagur, 16. apríl 2003

Fídel Castro
By dictator standards, you're not that bad. Sure you almost started world war 3, but the treatment of your people is moderate. You're a saint compared to the guy before you that you kicked out, so your people tolerate you. However, you're ability to stand up to America has made you one of the more popular dictators. Hardly a movie star… but hay, it's a start!

What tin-pot dictator are you? Take the "What Dictator am I?" test at PoisonedMinds.comGott að ég var ekki Bush eða Blair.

Hvaða fífl samdi þetta próf?


Sjáðu hvaða týpa þú ert

Það er alveg gefið að þetta á ekki við um mig. Djöfulsins bull. Það sem er rétt í þessu er að ég bý í foreldrahúsum. Annað er bull eða orkar tvímælis.

Sumarvinna

Það er alveg ferlegt hvað gengur alla tíð illa að fá vinnu á sumrin. Ég sótti um á þremur stöðum, hjá kirkjugörðunum, Landsvirkjun og svo þetta venjulega: bæjarvinnuna. Ég er búinn að fá nei frá Landsvirkjun. Svo fékk ég svar frá kirkjugörðunum. Þar var ég settur á biðlista. Þannig að bæjarvinnan er eiginlega það sem getur reddað þessu. Ég fékk ekki einu sinni vinnu þar í fyrra fyrr en um miðjan júní. Þá var atvinnuástand ungmenna svo slæmt að borgin gaf aukafjárveitingu og ég vann í u.þ.b. tvo mánuði átta tíma á dag. Svo stóð í Mogganum að atvuinnuástandið væri verst fyrir aldurshópinn 17-20 ára. Þetta lítur ekkert of vel út.

þriðjudagur, 15. apríl 2003

Góður draumur, maður!

Eða nei, ég veit ekki hvort þetta var góður draumur sem mig dreymdi í nótt. Oftast dreymir mig ekkert. Í nótt dreymdi mig hins vegar ansi sýrðan draum. Það var þannig að ég hafði eignast systkin. Ég veit ekki hvort þetta var systir eða bróðir. Það sem var undarlegt var að þetta barn var ekki nema tíu sentímetrar á hæð og fölgrænt að lit. Það leit eiginlega út eins og fóstur. Svo var barnið látið sofa í ullarsokki sem hékk í spotta niður af borði í húsinu. Barnið var sem sagt sofandi hangandi í spotta í ullarsokki. Allt í einu vaknaði það og flaug upp úr ullarsokknum. Það hafði greinilega vængi líka. Gluggar voru opnir í húsinu og nú þurfti ég að ná barninu svo það flygi ekki út um glugga. Það flaug inn í eitt herbergið í húsinu. Ég hljóp á eftir og lokaði hurðinni. Svo náði ég að grípa barnið í lófana. Þegar ég ætlaði að opna dyrnar á herberginu aftur slapp barnið. Pabbi og mamma voru að elda og pabbi hafði opnað útidyrnar til að lofta út. Það skipti því engum togum að fölgræna tíu sentímetra barnið með vængina flaug út um útidyrnar. Við fórum út til að reyna að leita að því en það þýddi auðvitað ekkert. Það var á bak og burt. Ég var mjög dapur yfir því. Og þar með endaði draumurinn. Ég skil ekki alveg afhverju ég var dapur yfir því að barnið flaug á braut. Ég hefði bara átt að loka dyrunum og segja: "farið hefur fé betra".

Mig hefur ekkert dreymt langalengi. Svo loksins þegar mig dreymir eitthvað er það svona rugl. Ef einhver getur ráðið þennan draum má sá hinn sami endilega senda póst á gummifm@hotmail.com

mánudagur, 14. apríl 2003

Freisting páskaeggsins

Áðan sat ég við borðið og ætlaði að fara að læra. Það veitir ekki af að læra svolítið nú í páskafríinu því vorprófin eru ískyggilega skammt undan. En ég lærði ekki. Á þessu sama borði hafði ég geymt páskaegg númer 6 frá Nóa Síríus sem ég vann í bingói í skólanum um daginn. Nú vill svo til að þetta páskaegg var mjög girnilegt. Ég hafði hugsað mér að geyma það fram á páskadag eins og venja er. Eins og íslenskir sælkerar vita er alltaf eitthvað nammi límt utan á páskaeggin frá Nóa. Ég ákvað að klippa smá gat á plastið utan á páskaegginu og næla mér í þetta nammi sem var utan á. Þetta nammi var rjómasúkkulaði (eins og er í páskaeggjunum sjálfum) pakkað inn í álpappír. Það var ansi ljúffengt. Þegar ég var búinn að taka þennan súkkulaðimola af páskaegginu var ljótt far eftir. Svoleiðis gengur augljóslega ekki. Ég sá að páskaeggið var orðið mjög ljótt. Ég ákvað því að brjóta eggið. Ég mölbraut það á borðinu. Eins og þið getið ímyndað ykkur er mjög ljótt að eiga mölbrotið páskaegg í plasti. Því var ekki annað að gera en að rífa plastið alveg af og byrja að éta eggið og það gerði ég. Ég hámaði í mig súkkulaði og annað nammi sem hafði verið inni í egginu (það er reyndar næstum því helmingurinn eftir). Af þessu uppskar ég svo vænsta magaverk. Ég mæli með að fólk fari varlega í páskaeggin. Þau eru varasöm. Nú hef ég ákveðið að borða ekki nammi eða snakk út þetta ár. Það verður fróðlegt að sjá hvort mér tekst að standa við það.

Dabbi dúskur og félagar

Alþingiskosningarnar eru á næstu grösum. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin lofa stórfelldum skattalækkunum. Frjálslyndir vilja betra fiskveiðistjórnunarkerfi. Framsókn er úti í skurði eins og venjulega. Það er alveg magnað hvað stjórnarflokkarnir geta lofað miklu núna. Þeir hafa setið í stjórn og hafa tekið því nokkuð rólega enda voru þeir líka í stjórn kjörtímabilið þar á undan og þurftu ekki að breyta miklu. En núna allt í einu rétt fyrir kosningar lofar Davíð að skattar verði lækkaðir verulega. Forystusauðir flokkanna tókust á í Kastljósinu í gær. Mér fannst mjög athyglisvert að fylgjast með Halldóri Ásgrímssyni. Fylgi Framsóknarflokksins hefur lækkað um helming skv. skoðanakönnunum síðan í síðustu kosningum. Ingibjörg Sólrún skaut eitthvað á Framsókn og þá sagði Halldór: "þetta er ekki rétt" í mjög aumingjalegum tón. En hann útskýrði það ekkert nánar. Framkoma Halldórs í þættinum var öll á þann veg að honum væri nú vorkunn. Það var eins og hann vildi að kjósendur vorkenndu honum og kysu hann þess vegna. Vonandi kemst Halldór ekki inn á þing núna. Aðrir stóðu sig sæmilega í þættinum. Davíð hefur reyndar vitlausar skoðanir á mjög mörgum málum en hann var þó ekki að biðja um neina vorkunn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jú líka dalað í könnunum. Það er deginum ljósara að það þarf að koma ríkisstjórninni frá. Þriggja flokka stjórn VG, Samfylkingar og Frjálslyndra er líklega besti kosturinn eins og staðan er í dag.

Svo er alltaf gaman þegar nýir flokkar skjóta upp kollinum. Ég held að það séu tveir nýir flokkar að bjóða fram núna. Einn heitir Nýtt afl og ég heyrði í forystumanni þess flokks í útvarpinu. Hann var óvitlaus. Það er því vert að fylgjast með þeim flokki. Ætli húmanistar bjóði fram núna? Það er alltaf fyndið að heyra baráttumál þeirra. Methúsalem kemur líklega öflugur inn.

föstudagur, 11. apríl 2003

Athugið

Það er ansi hressandi próf hér. Þar er hægt að sjá hvar maður stendur í pólitík.
Ég kom svona út:

Stuðningur þinn við stefnu flokkanna er eftirfarandi:


1. Vinstri-grænir 71%
2. Frjálslyndir 36%
3. Samfylking 29%
4. Sjálfstæðisflokkur 14%
5. Framsóknarflokkur 7%


Þetta er nokkurn veginn í samræmi við það sem ég bjóst við.


Frábær diskur

Ég kjeypti mér nýjasta White Stripes diskinn í dag. Hann ber heitið Elephant og er þrælmagnaður. Endilega kaupið hann ef þið hafið vit á tónlist eins og Guðmundur garmurinn.

Ekki af verri endanum eða eitthvað

Japan
Japan -
Viewed as the technological powerhouse of the 21st
Century, it has lived a reletively solemn and
singular history.


Positives:

Technologically Advanced.

Economic Superpower.

Healthy Populace.


Negatives:

Small.

Isolated and Sometimes Ignored.

Unlucky with Disasters.Which Country of the World are You?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, 9. apríl 2003

Óþolandi

Tvennt sem ég sá í sjónvarpi í kvöld var óþolandi. Áðan stillti ég á Popptíví og þar voru einhverir hnakkar úr versló að syngja "Ameríka er yndisleg". Svo var auglýsing fyrir einhverja bíómynd: "Drew Barrymore og Ben Stiller í svölustu mynd ársins" Þetta segja þeir um aðra hverja mynd að minnsta kosti. Þegar ég sé svona langar mig að taka sjónverpið og henda því út í næsta ruslagám. En það yrði líklega ekki vinsælt hjá öðrum í fjölskyldunni.

Mama's Tacos

Ég fór á nýjan skyndibitastað í fyrradag sem heitir Mama's Tacos og er í Lækjargötu og er alveg gargandi snilld. Karlinn sem afgreiddi var mexíkani og talaði ekki íslensku, þ.a. hann talar ensku við viðskiptavini. Það var ekki til trafala og mæli ég með að allir kynni sér þennan magnaða stað.

Einkunn: fjórar stjörnur af fimm mögulegum

mánudagur, 7. apríl 2003

Ekki er öll vitleysan eins


I am the number
2
I am friendly

_

what number are you?

this quiz by orsasunnudagur, 6. apríl 2003

Krakkinn fermdur

Jæja, nú er búið að ferma krakkann. Það var gert í dag í Seljakirkju. Spurning hvort ég á þá að hætta að kalla hana krakkann þar sem hún er komin í "fullorðinna manna tölu". En ég held ekki. Ég gekk til altaris í kirkjunni og læti. Fékk ógeðfellda oblátu vætta í ógeðfelldu víni og þetta er kallað blóð og líkami Jesú krists. Þegar altarisgöngu var lokið slurkaði presturinn í sig afganginum af messuvíninu úr kaleiknum. En það er reyndar reglan hjá honum.

Eftir messuna var svo fermingarveislan. Hún stendur reyndar ennþá yfir en gestunum hefur fækkað töluvert. Ég man ekki eftir að hafa farið í skemmtilega fermingarveislu. Þessi er engin undantekning. Krakkinn hefur fengið slatta af gjöfum en minni pening en ég fékk þegar ég fermdist enda fékk ég 150 þúsund kall sem er mjög gott. Ég fékk fáar gjafir en þess meiri pening. Þessu er öfugt farið hjá Krakkanum. Ég veit ekkert hvað hún hefur fengið mikinn pening en mundi giska á að það væri undir 50 þús. En nóg um þetta.

Nú er búið að birta úrslit kosninganna sundurliðuð á Framtíðarvefnum. Það er óneitanlega hressandi að velta sér upp úr þessu. Það er ljóst að markaðssetningin á Guðmundinum (mér) hefur farið alveg úrskeiðis í 3.bekk. Þar fékk ég langfæst atkvæði af öllum frambjóðendum eða 38 af 221 sem er rosalega lélegt. Einnig er magnað að auðir og ógildir í þriðja bekk eru 121. Það sem kemur ennfremur á óvart er að í fjórða bekk fékk ég fleiri atkvæði en Steindór en það munaði þó bara fjórum stykkjum. Þar fékk ég líka fleiri en Björk. Í fimmta bekk þar sem ég bjóst fyrirfram við fæstum atkvæðum fékk ég líka fleiri en Steindór. Þar fékk ég einu færra en Tótla. Þetta er allt saman afar merkilegt og vert að skoða. Ég og Steindór komum væntanlega öflugir inn á næsta ári og burstum kosningarnar. Það er alveg gefið. Þá klikka ég ekki á þriðja bekknum.

laugardagur, 5. apríl 2003

Súrt

Gærkvöldið var frekar súrt. MR tapaði úrslitum MORFÍs fyrir Versló og eins og gefur að skilja er það ekki vinsælt. Sigur verslinga var þó naumur og MR-liðið átti ræðumann kvöldsins, Jóa. Verslingar voru betri en oft áður. En þó fannst mér MR vera heldur rökfastara og betra liðið. Síðasta ræða Breka Logasonar var alls ekki góð þótt ágætis punktar væru í henni. Síðasta ræða Jóa var hins vegar stórgóð. Verslingar þrástöguðust á því að MR "þyrftu að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að finna eitthvað máli sínu til stuðnings". Já, umræðuefnið var: Eru karlmenn að standa sig illa? MR var með, versló á móti.

Eftir keppnina voru úrslit skólakosninganna kynnt. Ég komst ekki inn í Framtíðina og var lægstur með níu prósent atkvæða. Þetta var samt nokkuð jafnt og Tótla fékk ellefu prósent, Steindór tólf. Þar fyrir ofan voru þeir sem komust inn. Doddi fékk langflest atkvæði, 22%. Björk og Lovísa voru að mig minnir með 14 og 17% eða þar um bil. Þannig að stjórn Framtíðarinnar á næsta ári verður skipuð Dodda, Björk og Lovísu. Ég óska þeim og öðrum sigurvegurum kosninganna til hamingju og vona að þau standi sig vel. Ég var ósáttur við kosningu í hestafélagið, Frikki tapaði fyrir Hörpu með 2% mun. Ég hélt fyrirfram að kosningin í Scribu yrði tvísýnust en það varð ekki raunin. Elín Lóa vann með 50% atkvæða. Grjóni og Ásgeir voru með samtals 40% sem þeir skiptu nokkuð jafnt sín á milli. Það var hins vegar kosning í Le Pré sem var langmest spennandi. Þar munaði einu prósenti á sigurvegaranum, Ágústi sem fékk 33% og keppinautunum tveimur: Fífu og Sveinbirni sem fengu bæði 32%. Í heildina var ég nokkuð sáttur við mína útkomu og það var ótrúlegasta fólk sem sagðist hafa kosið mig. Ég reiknaði ekki með að ná kosningu en það sem kom mest á óvart var að Steindór skyldi ekki komast inn. Hann var með mjög öfluga baráttu. Sælgætisherferð Lovísu hefur hins vegar líklega skilað henni slatta af atkvæðum.

Eftir ræðukeppnina og kosningakveldið var ætlunin að fara á ærlegt skrall. Ég skellti mér í eitthvað partý sem var frekar dauft. Svo átti að fara á hressandi tebó. Þar var engin stemning og eiginlega var enginn þar, örfáar hræður. Þannig að við fórum strax og fórum nokkrar ferðir upp og niður Laugarveginn. Þar hittum við að sjálfsögðu slatta af fólki sem við þekktum, m.a. verslinga sem sögðu að MR hefðu átt að vinna ræðukeppnina. Hressandi.

Ég sem hafði ætlað að skemmta mér ærlega núna. Það misheppnaðist algjörlega.

Q.E.D.

föstudagur, 4. apríl 2003

Djöfölssinss sveibbla

Leikfimitíminn í dag var mjög hressandi. Með skemmtilegri leikfimitímum. Við skelltum okkur út í fótbolta í Hljómskálagarðinum í bleytunni og á bakaleiðinni tók ég ásamt þrem öðrum drengjum smá flipp þar sem Bandaríska sendiráðið kom við sögu og heppnaðist það vel. Annars er fátt að frétta nema það að kosið var í dag. Úrslitin koma svo í ljós í kvöld.

fimmtudagur, 3. apríl 2003

Já,já

Jón Bjarnason. Þú ert gríðarlega duglegur og missir aldrei úr færi á að
kynnast kjósendum. Byggðamál eru þitt líf og yndi.Taktu "Hvaða frambjóðandi Vinstri - grænna ert þú" prófið


Ostur er veislukostur og svo er skyr líka gott

Þessi grein fjallar ekki um ost eða skyr. Hún fjallar um kosningarnar því skólinn hefur verið gegnsýrður af kosningabaráttu í vikunni. Í dag var gefið enn meira nammi en í gær og toppnum var væntanlega náð. Sumir slepptu namminu og Ásgeir sem býður sig í Scribu gaf penna og Dagur í quaestor gaf banana, sem var mun frumlegra en allt nammið. Mér dettur ekkert í hug að skrifa um núna en kosningar enda er ég gegnsýrður af þessu eins og skólinn. Ég er a.m.k búinn að ákveða hverja ég ætla að kjósa nema þá helst í íþróttaráð, þar er ég í vafa. Í gær var kosningafundur og þar var illa mætt. Margir frambjóðendur voru með ágætisræður. Sumir frambjóðendur mættu ekki sem er lélegt jafnvel þótt þeir hafi í sumum tilfellum verið sjálfkjörnir.

þriðjudagur, 1. apríl 2003

Kjósið Frikka í hestanefnd

Ég lýsi hér með yfir eindregnum stuðningi við Frikka í hestanefnd. Ég gef ekkert upp um hverja ég styð í önnur embætti, nema að ég kýs að sjálfsögðu sjálfan mig í Framtíðina.

Gríðarleg sveifla

Gríðarleg sveifla ræður ríkjum. Kosningabaráttan komin á fullt. Margir frambjóðendur gáfu nammi í dag með það í huga að kaupa atkvæði. Mitt atkvæði verður ekki keypt með sælgæti. Svo mikið er víst. Veggir MR eru veggfóðraðir með kosningaauglýsingum. Kosningablaðið kom í dag. Þar var grein eftir mig en ekki myndin sem ég hafði látið þau hafa heldur mynd úr Sveinbjörgu af Skólafélagssíðunni. Á morgun kl.19 er svo kosningafundur í ráðhúsinu þar sem frambjóðenddum gefst færi á að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Það er allt gott og blessað. Best að ég fari að semja hressandi ræðu fyrir fundinn.