Saurblöð
Þegar skila á ritgerðum í skólum er venjulega krafist saurblaða fremst. Þegar nemendur spyrja til hvers í ósköpunum þurfi sérstakt autt saurblað fremst í ritgerðir, er þeim oftast svarað með vísun til hefða, "Það er nú bara venjan!" Merkilegt er að halda skuli í heimskulegustu hluti eingöngu vegna hefðar. Saurblöð eru ekkert annað en sóun á pappír.
En þótt saurblöð séu heimskuleg á ritgerðum gæti verið við hæfi að hafa þau á kjörseðlum fyrir næstu kosningar, enda skeindi einhver tæpur kjósandi í Reykjavík sér með kjörseðli í kosningunum á laugardaginn, eins og mbl.is greinir frá.