miðvikudagur, 29. apríl 2009

Saurblöð

Þegar skila á ritgerðum í skólum er venjulega krafist saurblaða fremst. Þegar nemendur spyrja til hvers í ósköpunum þurfi sérstakt autt saurblað fremst í ritgerðir, er þeim oftast svarað með vísun til hefða, "Það er nú bara venjan!" Merkilegt er að halda skuli í heimskulegustu hluti eingöngu vegna hefðar. Saurblöð eru ekkert annað en sóun á pappír.

En þótt saurblöð séu heimskuleg á ritgerðum gæti verið við hæfi að hafa þau á kjörseðlum fyrir næstu kosningar, enda skeindi einhver tæpur kjósandi í Reykjavík sér með kjörseðli í kosningunum á laugardaginn, eins og mbl.is greinir frá.

mánudagur, 13. apríl 2009

þriðjudagur, 7. apríl 2009

Google hefur vit fyrir fólki

Áðan gúgglaði ég orðið "þaulsætnu", vegna þess að ég ætlaði að nota það í ritgerð og vildi vera viss um að ég væri ekkert að rugla með það. Google taldi sig vita betur og spurði hvort ég ætti við "palestínu" eins og meðfylgjandi mynd sýnir:


Auðvitað hefði verið möguleiki að ég hefði velt fyrir mér: "Hvar eru nú aftur stöðug átök og stríð sem sagt er frá í fjölmiðlum? Er það ekki í Þaulsætnu? Best að gúggla það".

Annars er "þaulsætnu" og "palestínu" ekki sérstaklega líkt.