mánudagur, 30. júní 2003

Danmörk

Hressandi. Ég fer til Danmerkur næsta föstudag og kem á mánudag. Það er ferskleiki í því. Samt súrt að hafa ekki farið um síðustu helgi til að vera á Roskilde-festival. Ég mun heimsækja föður minn, rétt áður en hann kemur heim til Íslands, en hann kemur deginum á eftir mér.

10.000 kall út um gluggann

Um daginn bakkaði ég á ólöglega lagðan bíl. Ég þarf að borga eigandanum 10.000 kall vegna lítillega rispaðs stuðara. Hver er sanngirnin í því?

sunnudagur, 29. júní 2003

Gull og grænir skógar í Nígeríu

Mér var að berast afar freistandi viðskiptaboð frá Nígeríu á Hotmail:

Dr.Daniel Nwaru
Federal Ministry Of Works And Housing.
Federal secretariat,
Lagos-Nigeria.
D/L Tel: 234-8035960815


Dear Sir,

BUSINESS PROPOSAL: TRANSFER OF US$22.5 M (TWENTY TWO MILLION,FIVE HUNDRED THOUSAND UNITED STATES DOLLARS) & BUSINESS INVESTMENTS PARTNERSHIP.

First, I must solicit your strictest confidence in this transaction,This is by virtue of its nature as being utterly confidential And top secret as you were introduced to me in confidence through The effort of an associate of mine who is in the foreign trade division of my Country?s consulate in the United Kingdom. What I am about to Divulge to you in this letter is top secret and if it offends or does not meet with your business ethics, I crave your indulgence.

I am the chairman of the Contract Review Panel (CRP) set up by the present Civilian Government of Nigeria to review contracts awarded by the past military Administration.

In the course of our work at the CRP, we discovered this fund, which resulted From gross re-valuation of contracts by
top government officials of the last Administration. The companies that executed the contracts have been duly paid And the contracts commissioned leaving the sum of US$22.5 Million floating in The escrow account of the Central Bank of Nigeria readies for payment.

I have therefore been mandated as a matter of trust by my colleagues in the Committee to look for an overseas partner to whom we could transfer the sum of US$22.5M legally subcontracting the entitlement to you/your company. This is
Bearing in mind that our civil service code of conduct forbids us from owning Foreign Company or running foreign account while in government service hence The need for an overseas partner.

We have agreed that the funds will be shared thus after it has been paid into your account: (1) 3033744606630f the money will go to you for acting as the Beneficiary of the fund. (2) 10as been set aside as an abstract projection for Reimbursement to both parties for incidental expenses that may be incurred in the course of the transaction. (3) 60to us the government officials (with which We wish to commence an importation business in conjunction with you).

All logistics are in place and all modalities worked out for the smooth Conclusion of the transaction within ten to fourteen days of commencement after receipt of the following information: Your full name/ company name, address, Company?s details & activities, telephone & fax numbers.

These information will enable us make the applications and lodge claims to the Concerned ministries &agencies in favour of your company and it is pertinent to State here that this transaction is entirely based on trust as the solar bank Draft or certified check draws able in any of the Central Bank of Nigeria Correspondent bankers in America, Asia and Europe is going to be made in your Name. Please acknowledge the receipt of this Email.

I await your prompt and positive response to this business proposal.

Yours Faithfully,

Dr.Daniel Nwaru.
D/L Tel: 234-8035960815


Það var mér sönn ánægja að birta þetta "Top secret". Þessir menn svífast einskis í blekkingum og svikum. Ég er búinn að fá slatta af Nígeríutilboðum upp á síðkastið. Dr. Daniel Nwaru (ef hann er til í alvöru) má rotna í helvíti mín vegna.

laugardagur, 28. júní 2003

Liverpool F.C.

Ég vil að Liverpool fjárfesti í Samuel Eto'o en hann hefur verið orðaður við félagið. Ekki væri ónýtt að fá Yldirai Basturk líka frá Leverkusen. Svo er ekki spurning að Houllier á að reyna að krækja í Joe Cole frá West Ham.

Þeir sem Liverpool ættu að losa sig við eru Igor Biscan, Gregory Vignal og Bernard Diomede.

föstudagur, 27. júní 2003

Útvarp Saga

Einn besti útvarpsþáttur landsins er þáttur Arnþrúðar Karlsdóttur á Útvarpi Sögu 94,3. Hann hlustum við á daglega í vinnunni. Þar tekur hún ýmis mál til umfjöllunar og hlustendur fá síðan að hringja inn með sínar skoðanir. Símatíminn er einmitt það besta, oft hringir furðulegt fólk og segir eitthvað skemmtilegt, hópnum mínum til skemmtunar. Magnaður þáttur.

miðvikudagur, 25. júní 2003

Happdrætti Gatnamálastjóra

Það er glens og grín í vinnuni eins og við var að búast. Í dag vorum við að slá, raka og setja í poka. Í gær vorum við að slá, raka og setja í poka. Svo skemmtilega vill til að við vorum líka að þessu daginn þar áður og síðustu vikur. En Þótt þetta sé einhæf vinna er ekki þar með sagt að þetta séu tóm leiðindi. Skemmtileg atvik eiga sér stað á hverjum degi. Í dag voru t.d. litlir meðhjálparar sem hjálpuðu okkur að raka og setja í poka. Þetta voru fjórir drengir, svona 8 eða 9 ára. Þeir voru geysiduglegir. En þegar verkinu var lokið var komið að skuldadögum. Drengirnir vildu greiðslu fyrir störf sín. Einn sagði fimmhundruð kall. Það Þótti okkur ansi mikið, fyrir 20 mínútna vinnutíma. Fallist var á að hver og einn piltanna fengi tvöhundruð krónur.

Ekki má gleyma hinum skemmtilega lið vinnunnar, Matarhappdrættinu. Það gengur þannig fyrir sig að starfsmenn geta pantað mat í hádeginu með því að merkja númer á þeim rétti sem þeir vilja á þar til gert blað. Það er t.d. hægt að panta hamborgara eða pasta. En svo er það sem er svo spennandi við þetta að stundum fær maður ekki það sem maður pantar. Maður pantar kannski samloku en fær síðan ógeðfelldan gufusoðinn kjúklingaborgara. Bara að merkja inn númer, lukkunúmerið sitt, kannski átta (sem á að vera samloka) og þá fær maður e.t.v. rétt númer 5. Þetta er með eindæmum hressandi og lífgar upp á. Á morgun er ég að hugsa um að panta svikinn héra með smurolíu og spergilkáli og vona að ég fái hamborgara.Síðan get ég hlegið að aumingjanum sem fær svikna hérann, nema svo ólíklega vilji til að ég fái það sem ég pantaði, þá mun ég ekki hlæja. Eða sleppa því. Ég er hættur að panta mat þarna. Hann er oftast ekki upp á marga fiska. ÁG veitingar (sem framleiða matinn) fá hiklaust mínus í kladdann.

sunnudagur, 22. júní 2003

Það er ekkert grín að vera svín
What is there to say? You're a fat, disgusting slob. You have no life, so sit around and drink your problems away. You have no job, which means more time to drink


Ég er Barney 'Give-Me-A-Beer' Gumble!
Hvaða Simpsons persóna ert ÞÚ?

laugardagur, 21. júní 2003

Hressir krakkar

Það er allt morandi í litlum krökkum sem búa hérna í götunni. Áðan komu tvö þeirra, svona fjögurra eða fimm ára, og bönkuðu upp á. Erindið var að selja móður minni lítið kaffibréf á 150 krónur. Mamma afþakkaði gott boð. Þá sögðu börnin: "Hvað, áttu engan pening?". Mamma: "Jú". Krakkarnir: "Af hverju viltu þá ekki kaupa kaffi?". Sjálfsagt mál að kaupa kaffi ef maður á einhvern pening. Þau hafa sjálfsagt verið að safna fyrir blandi í poka eða einhverju slíku. Svo fimm mínútum seinna komu þau aftur og í þetta skiptið reyndu þau selja mömmu plastglös, sem hún afþakkaði líka. Bölvaður nískupúki, hún móðir mín.

Gefið

Það er alveg gefið að nú verð ég að setja tengil á Elvar í tenglasafnið hérna vinstra megin því hann er kominn með tengil á mig.

föstudagur, 20. júní 2003

Útgáfutónleikar Maus í IÐNÓ

Í gærkvöldi voru útgáfutónleikar vegna nýrrar breiðskífu Maus, Musick. Ég mætti að sjálfsögðu á staðinn og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þessi sveit er án alls vafa sú besta íslenska í dag. Það þarf ekkert að ræða það frekar. Þessir tónleikar voru alveg smellandi magnaðir. Þeir tóku öll lögin af nýja disknum í réttri röð og síðan gömul lög. Nýi diskurinn er bersýnilega algjör snilld og eiga Maus-piltar nú að stefna á að sigra heiminn. Þeir eiga fullt erindi í það. Sveitin hefur sinn sérstaka hljóm, sem er hreint ekki slæmt. Þó þótti mér titillagið Musick ekki koma alveg nógu vel út á tónleikunum og hljóðkerfið í húsinu var ekki alveg að höndla þetta á köflum. Skemmtilegt líka að sjá fólk upp í fertugt og fimmtugt þarna. Gaman að sjá gamla, harða Mausara. Augljóslega fólk með góðan smekk.

Í hnotskurn: Snilldartónleikar hjá bestu hljómsveit Íslands í dag. Einkunn: fjórar og hálf stjarna af fimm mögulegum. Það væru fimm stjörnur nema út af hljóðkerfi sem klikkaði aðeins á köflum. Einnig ber að geta þess að loftið þarna var mjög þungt og mátti auðveldlega skera það í sneiðar, engin loftræsting var til staðar. Þess má einnig geta að maðurinn sem stóð við hliðina á mér á tónleikunum var vitleysingur.

Lög eins og Life in a fishbowl, Musick, My favourite excuse, How far is too far? og fleiri á nýja disknum eru algjörlega í heimsklassa. Diskurinn er frábær.

Ég er vissulega orðinn enn harðari Mausari eftir tónleikana.

Svo eru menn að tala um Sigur Rós. Þeir eru vissulega að gera nýja hluti og með sinn sérstaka hljóm. En mér finnst lög þeirra allt of keimlík. En þeir sleppa svosum í litlum skömmtum.

miðvikudagur, 18. júní 2003

Musick

Ég smellti mér út í búð áðan og keypti mér nýjustu plötu Maus, Musick, sem kom út á mánudaginn og er eflaust að seljast eins og heitar lummur. Einnig fjárfesti ég í Hail To The Thief, plötu Radiohead og eiga þessar tvær vafalaust eftir að rúlla í spilaranum næstu daga og vikur.

þriðjudagur, 17. júní 2003

Jó, jó, Sigga la fó

Ég fór aðeins niður í bæ áðan. Það var óttaleg vitleysa. Dúndrandi rigning dundi á mér og öðrum þursum. Ég heilsaði upp á Steindór á Mama's Tacos og fékk mér Mama's Quesadillas. Það var dúndrandi gott eins og líklega allt á þessum stað. Svo skildi ég eftir aðeins þjórfé handa Steindóri karlinum. Bara vonandi að þetta hafi borist honum. Þetta var frekar súrt í rigningunni. Svo ætlaði ég nú að kíkja á tónleikana kl.19 þar sem Búdrýgindi spila meðal annarra. Það verður sennilega ekkert úr því. Ég sem ætlaði að fá Jó, jó Sigga la fó og Spilakassi beint í æð. Það hefði nú ekki verið amalegt.

sunnudagur, 15. júní 2003

Ljótt að sjá

Þetta er ljótt að sjá. Tveir menn sem eru að vinna með mér hjá Gatnamálastjóra í Breiðholti eru bara bloggandi á fullu. Óli, verkstjóri hópsins og nýútskrifaður MR-ingur og Elvar FB-ingur. Uss. Ég veit ekki hvað Castro segir við þessu.

fimmtudagur, 12. júní 2003

Vafasöm fjárfesting?

Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að spandera í nýju Radiohead plötuna, Hail To The Thief. Mæla lesendur með því?

Tónlist í útvarpi

Það var nokkuð gott þegar Radio Reykjavík bættist í útvarpsstöðvaflóruna, aukið úrval af rokki. En sumt á Radio Reykjavík er hundleiðinlegt. Svo er það X-ið. Það verður að teljast uppáhaldsútvarpsstöðín mín, en samt er töluvert af algjöru rusli spilað á þeirri stöð. Það vantar stöð sem spilar bara eðalmúsík. Þá er ég að tala um það besta í dag, ásamt gömlum slögurum. Þar mætti spila Queens Of The Stone Age, System of A Down, White Stripes, Tenacious D, Rammstein, The Hives, Maus o.fl. og þetta gamla mætti vera það besta frá Guns 'n' Roses, Creedence Clearwater, Metallica, Bítlunum, Rolling Stones o.fl. Já, svo ber að nefna þetta nýjasta lag Metallica, St. Anger, sem er endalaust spilað á X-inu. Þetta lag er ekkert nema fjögurra mínútna öskur og misþyrming á hljóðfærum. Það er voðalega erfitt að heyra eitthvað gott við það. Það lítur út fyrir að Metallica sé bara endanlega búin að missa það.

Svo er eitt band sem mig langar að nefna, sem hefur mikið verið hampað, en ekki veit ég fyrir hvað. Það er hljómsveitin Hell Is For Heroes. Mér finnst sú hljómsveit bara hljóma eins og slappt bílskúrsband og ætti hún alls ekki að fá spilun á útvarpsstöðvum. Svo er Linkin Park stundum spilað, það er líka ömurleg hljómsveit. Limp Bizkit er líka prump (það skal þó tekið fram að fyrir þremur árum var ég aðdáandi þeirra). Já, svo er þetta Sum 41 og Blink 182 sem eru líka bara slappar bílskúrssveitir, en fá samt spilun. Marlyn Manson er einnig glataður. En misjafn er smekkur manna.

miðvikudagur, 11. júní 2003

Fall

Féll á árinu. Ég náði bæði íslenskuendurtökuprófinu og lesna stærðfræðiprófinu en féll á ólesinni stærðfræði, naumlega. Þetta er allt saman mjög grátlegt því að hefði ég fengið fimm á lesna prófinu í staðinn fyrir fjóra, þá hefði ég mátt taka endurtökuhaustpróf í ólesinni. Ég fékk sem sagt þrjá á ólesinni stærðfræði. Það var eitthvað dæmi á þessu ólesna sem gilti tíu stig, sem ég fattaði hvernig ætti að leysa, þegar fimm mínútur voru eftir. Ég náði bara að byrja á því. Ef ég hefði fattað það dæmi fyrr hefði ég náð prófinu. En það er alltaf hægt að segja ef. Ég tek bara fjórða bekkinn aftur, slepp við dönsku og tölvufræði. Ég má víst fara í fimmta bekk á málabraut ef ég læri latínuna í sumar, en það heillar ekki beinlínis. Svo get ég skipt um skóla en ég ætla ekki að fara frá hálfkláruðu verki, og klára MR, fyrst ég byrjaði á honum.

Ég er líka hættur fótboltanum svo ég geti einbeitt mér almennilega að skólanum. Æfingar á næstum því hverjum degi eru ekki alveg að virka, samhliða námi í MR. Það er reyndar til fólk sem getur æft á fullu og samt ná toppeinkunnum. En það er mjög skipulagt fólk. Ég er ekkert sérstaklega skipulagður.

Það er reyndar margur góður drengurinn, og stúlkan, sem féllu núna. Ég gæti trúað að það væri meira fall en í fyrra í fjórða bekk. En ég þori ekki að fara með það.

þriðjudagur, 10. júní 2003

Mundos

Espanol. Hable con ella. Mama's Tacos. Sevilla. Servesa. Espana. Babusca.Melodías y logos favoritos

Segið svo að ég sé ekki klár í spænsku.

Furðulegt

Ef skrifað er blessadurkarlin.blogspot.com , það er með einu N-i, þá kemur síðan eins og hún var fyrir langa löngu, með gamla hrímþursabakgrunninum. Þetta er magnað.

Mengað vatn

Ég ætlaði að fá mér kalt vatn úr krananum áðan. Þá kom bara hvítt vatn, sem ég sá mér alls ekki fært að drekka. Hlýtur að vera svona mikið kalk í vatninu eða eitthvað. Kannski eru Gvendarbrunnar eitthvað að klikka. Það er að minnsta kosti eitthvað að vatninu heima hjá mér. Svo er nánast hætt að koma kalt vatn úr sturtunni. Ónýtar lagnir eða ég veit ekki hvað. Það verður að hringja á pípara.

Cos(v) = Sin(v-90°) eða eitthvað

Þá er ég búin í endurtökuprófunum. Ólesna stærðfræðin var snúin en ég er ekki viss um að ná henni, það verður tæpt. Ég gat a.m.k. loksins eitthvað í hornaföllunum. Það var verst með eitthvað helmingalínudæmi, ég var búin að sitja í svona korter og lesa prófið yfir þegar ég fattaði hvernig átti að gera það dæmi, þá voru fimm mín. eftir og ég náði ekki að klára það. Íslenskunni mun ég væntanlega ná.

Þá er það bara sumarfrí. Mig langar að fara til Afríku að spila á bongo-trommur og syngja með einhverjum ættbálki. Það er öllum frjálst að gefa mér miða til Afríku. En það gefst ekki færi til þess því ég byrja að vinna á morgun: sumarFRÍ eins og ég kýs að kalla það.

laugardagur, 7. júní 2003

Ísland - Færeyjar: Spá

Ég spái 3-1 fyrir Ísland. Jóhannes Karl skorar eitt, Guðni Bergsson eitt og Eiður Smári eitt. Fyrir Færeyinga skorar Jákup á Borg.

föstudagur, 6. júní 2003

Athyglisvert próf

Þetta er alveg stórmerkilegt próf.
Athugið hvort þið eruð karlmenn eða kvenmenn, sérstaklega ef svo skemmtilega vill til að þið vitið það ekki fyrir. Það er alveg magnað að í 99,9% tilvika kemur rétt niðurstaða út úr þessu. Samt eru spurningarnar bara svona almenns eðlis, t.d. um einhver form (hringi og ferhyrninga) um hvort manni líkar betur. Ótrúlegt

Sesar, garmurinn

Dominos er einhverra hluta vegna vinsælasti pizzastaður á Íslandi. En það er ekki spurning að Little Caesars eru betri en Dominos. Ég fékk mér ljúffenga pizzu frá þeim í gær. Það var hressandi.Þess má til gamans geta að besta pizza sem ég hef fengið var á Höfn í Hornafirði fyrir 2 eða 3 árum, á einhverjum stað sem hét Vitinn eða eitthvað svoleiðis. Það var held ég eini staðurinn á Höfn sem bauð upp á pizzur.

Ég fór í endurtökupróf í lesinni stærðfræði í dag og ég tippa á að ég hafi náð því. Reyndar sleppti ég síðustu síðunni, spurningum 82-100, sem var úr hornaföllum. En ég leysti hitt að mestu leyti.

mánudagur, 2. júní 2003

Vesen með vinnu

Ég fór og talaði við karlinn hjá Gatnamálastjóra í dag. Fyrst var hann búinn að segja mér að ég ætti að byrja 2.júní, sem er í dag, en núna var annað hljóð í honum. Það verður kannski hringt í mig næsta mánudag. Ég ætlaði hvort sem er ekki að byrja fyrr en endurtökuprófin væru búin.

Sturlun

Í gær vaknaði ég klukkan 8:00, (á sunnudegi) og eflaust segja ýmsir að það beri bersýnilega glögg merki um sturlun eða jafnvel geðveiki. Ástæðan fyrir því að ég vaknaði svona snemma var að ég var að fara út að skokka. Ég hef ekkert mér til málsbóta. Oft hef ég séð fólk úti að skokka og hlegið að því hvað þetta væru miklir vitleysingar, því fátt finnst mér glataðara en að skokka svona úti. Það er eitthvað svo endemis vitlaust. En að vakna svona snemma á sunnudagsmorgni er greinilega almesta klikkun sem til er, ég sá a.m.k. engan annan vitleysing skokkandi. Nú er ég hættur að æfa fótbolta. Eða ég er a.m.k. að hugsa um að hætta. Ég hef ekki mætt á æfingar í heilan mánuð út af prófum og því veseni sem þeim fylgir. Núna verð ég að læra fyrir endurtökuprófin. Það er líka nokkuð ljóst að ég nenni ekki að fara til Keflavíkur, Vestmannaeyja og Fáskrúðsfjarðar til þess að sitja á tréverkinu. Álit mitt á þjálfaranum kýs ég að fara ekki hátt með. Hann sagði oft síðasta sumar að ef menn mættu ekki á æfingar yrðu þeir bara á bekknum. Það var samt slatti af strákum sem mætti mjög illa en þeir fengu samt alltaf pláss í byrjunarliði þjálfarans. Svo voru nokkrir, m.a. ég sem mættum á hverja einustu æfingu en vorum samt alltaf á bekknum. Við komum kannski inn á síðustu tvær mínúturnar og fengum alls ekki tækifæri til að sanna okkur. Þannig að ef ég á að vera áfram hjá ÍR verða þeir að bjóða mér stöðu spilandi þjálfara. Það er alveg á kristaltæru.

sunnudagur, 1. júní 2003

Eða jafnvel...

..."næstum alltaf ókeypis" eins og þeir sögðu þegar þeir voru með söfnunina.

Alltaf okeypis