þriðjudagur, 7. apríl 2009

Google hefur vit fyrir fólki

Áðan gúgglaði ég orðið "þaulsætnu", vegna þess að ég ætlaði að nota það í ritgerð og vildi vera viss um að ég væri ekkert að rugla með það. Google taldi sig vita betur og spurði hvort ég ætti við "palestínu" eins og meðfylgjandi mynd sýnir:


Auðvitað hefði verið möguleiki að ég hefði velt fyrir mér: "Hvar eru nú aftur stöðug átök og stríð sem sagt er frá í fjölmiðlum? Er það ekki í Þaulsætnu? Best að gúggla það".

Annars er "þaulsætnu" og "palestínu" ekki sérstaklega líkt.