sunnudagur, 13. apríl 2008

Sveina Múladóttir

  • Svalbarði, þáttur Þorsteins Guðmundssonar og Ágústu Evu Erlendsdóttur fer afar vel af stað. Nú eru fyrstu tveir þættirnir búnir og báðir voru afbragðsgóðir. Sketsarnir hafa verið eins og best verður á kosið. Hvað á þetta að þýða? - horn Sveinu Múladóttur í þættinum er frekar óborganlegt, ég hló a.m.k. mjög mikið að því. Það má varla á milli sjá, hvort er betra gervið og grettan á henni eða óstöðvandi stólpanöldurkjafturinn.
  • Grínþættirnir Klovn hafa verið á dagskrá RÚV á fimmtudagskvöldum síðan fyrir jól ef ég man rétt. Þeir þættir eru einir bestu grínþættir sem sést hafa á skjánum. Samtöl félaganna eru mjög góð og þeirra sjónarhorn á málin. Ég veit ekki hvaðan þeir fá hugmyndirnar, en í byrjun er þess alltaf getið að þættirnir séu byggðir á raunverulegum atburðum. Alltaf þegar maður heldur að aðstæður í þáttunum geti ekki orðið vandræðalegri, þá verða þær það. Samt vill aðalpersónan voða vel.
  • Spaugstofuna í kvöld. Hló ekki svo mikið sem einu sinni.