DJ Bjarni Fel
EM í fótbolta er lokið. Allt tal um "fima listamenn" Ítala missti marks. Allt tal um "þýska stálið" missti marks. Spánverjar unnu eins og ég spáði fyrir mót. Spáin gekk reyndar betur eftir en meirihluti spáa fyrir mótið.
Páll Óskar er frekar umdeildur maður. Sumir nánast hata manninn á meðan aðrir virðast dýrka hann. Ég tel mig vera nokkuð hlutlausan. Hins vegar fannst mér hann allt of oft vera fenginn sem DJ á böll í MR í þau fimm ár sem ég eyddi sem nemandi þar. Hann var nánast í áskrift virtist vera. Ég hef aldrei skilið almennilega hvers vegna. Er hann eitthvað betri plötusnúður en hver annar Þorlákur úti í bæ? Spilar hann skemmtilegri lög? Heldur hann uppi betri stemmingu? Stundum sagði hann eitthvað á milli laga, oftast eitthvað eins og "KOMA SVO EMM ERR!". Páll Óskar virðist vera frekar eftirsóttur sem DJ, hvort sem er í MR eða á öðrum vígstöðvum.
Margir söknuðu Bjarna Fel úr lýsingum á EM. Bjarni hefur gott lag á að lýsa, ekki síst vegna góðra frasa sem hann halar út úr erminni í lýsingum. Dæmi:
- "...og hann bara með skot!" (oft sagt óháð því hvort leikmaður skýtur úr dauðafæri eða á ævintýralegt skot lengst utan af velli)
- "BYLMINGSSKOT!"
- "BANG OG MARK!"
- "Já, hann er enginn aukvisi [t.d. "í markinu"] hann..."
- "Hann fór illa að ráði sínu þarna, hann..."
Bjarni í diskóbúrinu?
|