mánudagur, 10. nóvember 2008

Framandi veitingar

Í veislunni var boðið upp á köku með svokölluðu nachos ofan á. Gamalt fólk bragðaði á kökunni og skeggræddi síðan og reyndi að bera kennsl á þetta torkennilega nasl.
Nr.1: "Bíðið nú við, hvað er þetta eiginlega ofan á kökunni? Þetta er ekki kornflex...?"
Nr.2: "Na, jú þetta er svona..."
...
Ég beið eftir að heyra einhvern segja að þetta væri svona kornflex með feiti og torkennilegu kryddi.