sunnudagur, 23. nóvember 2008

Menning og lífsstíll

Á Edduverðlaununum um daginn voru veit verðlaun fyrir "Menningar - eða lífsstílsþátt" ársins. Tilnefndir voru bókmenntaþátturinn Kiljan, Káta maskínan (?) og Ítalíuævintýri Jóa Fel. Af þessum þáttum hef ég bara séð eitthvað af þættinum Kiljan. Hvort ætli hann sé menningar - eða lífstílsþáttur?

Er annar eða báðir hinna þáttanna lífstílsþáttur? Jói Fel fer til Ítalíu og eitthvað...það gæti flokkast sem lífsstíll. Lífskúnstnerinn Jói kynnir áhorfendum nýjan lífsstíl.

Hvenær verða veitt verðlaun fyrir menningar- eða lífstílsstrokleður ársins? Þá væru Boxy strokleður án efa tilnefnd, enda stendur á umbúðunum "The basic concept of Boxy always aims at a simple lifestyle"

Eða er orðið "lífsstíll" ofnotað bullorð?