11 eintök af Bláma
Er að hlusta á lýsingu Bjarna Fel á leik Stjörnunnar og Vals, sem Stjarnan er að mala, ekki að spyrja að því. Nema hvað, Bjarni kallar þá alltaf Stjörnustráka. Bjarni er þar að rugla þeim saman við aðalpersónu jóladagatals Sjónvarpsins um árið, Stjörnustrákur, um stjörnustrákinn Bláma.
"En boltinn berst beint til stjörnustráks..." Annars væri tilkomumikið að sjá ellefu eintök af Bláma spila fótboltaleik. Fruntalega kerlingin mundi að sjálfsögðu stýra liðinu.
|