mánudagur, 10. ágúst 2009

Þjónusta!

Í vegasjoppu við Þjóðveg eitt:
Ég: Góðann daginn, tvær með öllu.
Afgreiðslustúlka: Viltu líka kokteilsósu á þær?
Ég: Nei, takk.
Fyrsta verk afgreiðslustúlku er að setja steiktan, hráan og kokteilsósu í pylsubrauð. Ég fylgist undrandi með. Og svo:
Afg.: Hvort sagðirðu aftur nei takk eða já takk við kokteilsósunni?
Ég: Ég sagði nei takk!
Afg: Ó.
Byrjar upp á nýtt og man í þetta skiptið að sleppa kokteilsósunni.

Annars er kokteilsósa ágæt, sérstaklega með frönskum, síður á pylsur.

Lærdómur: Verum ekki á sjálfstýringu og "cruise control" í vinnunni.