Alltaf þegar ég fór út að leika þegar ég var lítill sagði pabbi við mig "Passaðu þig á bílunum" áður en ég fór. Reyndar sagði hann þetta alveg þangað til ég var orðinn 12 eða 13 ára. Þá bjuggum við uppi í sveit þar sem komu aldrei neinir bílar (kannski einn bíll á tveggja tíma fresti eða eitthvað) en samt átti ég að passa mig. Ég hélt að hann væri hættur að segja þetta núna en þar skjátlaðist mér. Í gær var ég að fara á æfingu með ÍR sem fara átti fram á Leiknisvelli. Ég ætlaði að skokka á æfinguna, en á leiðinni þarf að fara yfir Breiðholtsbrautina. Þá sagði pabbi enn eina ferðina "Passaðu þig nú á bílunum."Þá sagði ég: "Æi, pabbi...""Já, það er hættuleg umferð á Breiðholtsbrautinni.""Ég veit það, pabbi" Ætli pabbi haldi að ef hann segi mér ekki að passa mig þá passi ég mig ekki og lendi í slysi. FRÉTTIR:"17 ára piltur liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítala í Fossvogi eftir að ekið var á hann á Breiðholtsbraut" og þá segir pabbi "Ooo, allt af því að ég gleymdi að segja honum að passa sig, hann er soddan sauður, drengurinn"
fimmtudagur, 28. nóvember 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|