Ekki má gleyma því að ég er kominn með bílpróf eftir mikið strit. Ég féll tvisvar á bóklega prófinu, með naumindum þó í bæði skiptin og á fimmtudaginn tók ég verklega prófið og náði í fyrstu tilraun, en með naumindum. Þannig að ég er kominn með ökuskírteini (eitthvað bölvað bráðabirgðabréfsnifsi).
Ég man þegar ég var lítill og fór í sunnudagsbíltúra með fjölskyldunni. Það var kannski sunnudagur og pabbi kom og spurði "Jæja sonur sæll, langar þig ekki í sunnudagsbíltúr?" "Jú, pabbi, hvert ætlum við?" "Ætli við förum ekki bara í Borgarnes." "Jibbí! Þangað hef ég aldrei komið! Eru risaeðlur í Borgarnesi?" "uhm...neeeeiiii." og svo fór öll fjölskyldan í sunnudagsbíltúr upp í Borgarnes.
Já, einu sinni var ég svona lítill og vitlaus.
En nú er ég orðinn stærri....og vitlausari. Og kominn með bílpróf. Nú get ég sjálfur farið í sunnudagsbíltúr upp í Borgarnes, alla sunnudaga! Geð'eikt!! Nei, vonandi get ég nýtt þetta bílpróf í eitthvað gáfulegra en svoleiðis bölvaða vitleysu.
laugardagur, 23. nóvember 2002
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|